C.J. biður hana um að giftast sér eftir að Amber segir honum frá krabbameinni Becky. Í brúðkaupinu vita allir nema Becky af krabbameininu og mamma hennar og pabbi frétta það rétt áður en það byrjar og ætla að segja henni en Amber biður þau um að bíða þar til brúðkaupið er búið. En svo hringir læknirinn og Becky fréttir það sjálf, en hún er ekkert reið og fyrirgefur Amber. Svo snarversnar henni næstum strax eftir brúðkaupið, hnígur niður í brúðkaupinu og alles. Síðan biður hún C.J. og Amber um að hugsa um Eric litla eftir að hún er dáin og reynir að koma þeim saman á dánarbeðinu. Frekar fáránlegt, en svona eru sápuóperur.