Það hefur nú svosem ekkert neitt spennandi verið að gerast undan farna þætti. Nema kannski það að mamma hennar Amber gat forðað því að frænkan (mamma barnsins) sæi myndina sem hún átti af fæðingarblettinum á barninu, frænkan mundi nefnilega eftir honum. Mamma hennar reif myndina. Ljósmóðirin sem tók á móti börnunum, og sú eina fyrir utan Amber og mömmu hennar, sem veit hvaða barn Amber er með vill segja sannleikann. Hún er hrædd um að þetta komist allt upp síðar meir og þær lendi í fangelsi og hún missi leifið. Frænkan er nefnilega komin með bakþanka yfir að hafa gefið barnið sitt.
Spectra undirbýr tískusýningu ársins og hyggst fela allt fyrir Forester þar til á síðustu stundu. Á meðan skipuleggur Macy kvöldverð hennar og Thorne ásamt foreldrum þeirra beggja.
Brooke er hrifin af Thorne og er búin að segja Ridge og Taylor að hún sé hrifin af manni en að hann eigi konu. Þau segja henni að láta til skarar skríða því að hann sé hvort eð er ekki giftur. Spurning hvort þau segðu það sama ef þau vissu að gæinn væri Thorne??
jæja þetta held ég að sé fínt í bili..