Ég er aðeins farin að geta fylgst með þessum þáttum aftur, sem betur fer :)
Eins og flestir vita þá var Amber svo stressuð því að hún vissi ekki hvort barnið yrði hvítt (Ricks) eða Svart (Raymonds) þannig að hún ákvað að fara heim til mömmu sinnar, eitthvert útí sveit, og eiga barnið þar.
Hún fæddi barnið, hvítan son, en hann dó. Mjög sorglegt :(
Á svipuðum tíma eignaðist frænka hennar son og ég náði því ekki alveg en mér skildist að hún gæti ekki átt hann og vildi því að Amber tæki hann í staðinn fyrir sitt barn.
Amber var ekki búin að ákveða hvort hún vildi taka son frænku sinnar en þá hringdi Rick og hún talaði við hann. Svo þegar hann spurði hvernig barninu liði þá hugsaði hún sig aðeins um, leit svo á son frænku sinnar og sagði að honum liði vel og svo fór hún með barnið heim og allir komu og sáu og var örugglega létt að það væri hvítt en ekki svart :)
Amber sagði mjög lítið fyrsta kvöldið sem þau voru heima og leið auðvitað mjög illa þar sem hún var með annað barn í höndunum en syrgdi sitt eigið. Rick tjáði auðvitað barninu ást sína eins og það væri hans eigið enda vissi hann ekki betur.
Úff held að þetta sé orðið fínt í bili um þetta, svo bara gaman að sjá hvað verður úr þessu öllu saman.
kv. Poco..