Eins og glöggir Grannaaðdáendur hafa tekið eftir þá er komin til sögunnar Öskubuska Grannaþáttanna, hún Nína. Hún er sæt, saklaus og hefur hæfileika á nánast öllum sviðum. Aftur á móti er hún hallhærisleg til fara og þjáist af miklum sjálfsmyndarkomplexum sem gerir það að verkum að henni finnst hún ómerkileg og einskis virði.

Ég veit ekki um ykkur en mér finnst svoleiðis karakterar einmitt svo leiðinlegir og af þeim sökum er Nina ekki beint minn uppáhaldskarakter. Það væri líka svo Hollywoodískt að Nina yrði “uppgötvuð” og hún fengi þá að blómstra sem einhver megaflott prinsessa. Einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að það muni gerast. Það leiða allar götur að því