Ok, hérna kemur hvað gerist í alvörunni. Ég hef sko séð þetta því að ég bý úti…
Ok, allir ready….
Susan dettur í mjólkinni eins og er búið að koma fram hjá ykkur. Fyrst er hún allt í lagi en daginn eftir er hún bara kolklikkuð. Man ekkert, heldur að hún sé 16 ára og by the way þá hafði hún ekki verið búin að kynnast Karl. Karl kemur dáldið harkalega að henni fyrst því hann veit ekkert að hún man ekki eftir honum og hún verður hrædd við hann og hleypur í burtu en hann eltir. Þá hitta þau Libby og hún nær eitthvað að tala við hana og fá hana til að fara á sjúkrahúsið með því að telja henni trú um að það þurfi að búa um fæturnar á henni, hún hafði nefnilega hlaupið út berfætt. En allavega, ég nenni ekki að fara í smáu dæmin en Susan verður alveg rosalega sjokkeruð þegar Darcy segjir henni að hún sé næstum 50 ára og að foreldrar hennar séu dánir og Karl sé maðurinn hennar og Libby dóttir hennar, Ben dóttursonur hennar os.frv. Þar sem að hún man ekki eftir Karl þá man hún náttúrulega ekki eftir því að hafa elskað hann og vill ekki vera hjá honum og styngur af. Hún er týnd í smá tíma og löggan byrjar að saka Karl um að hafa gert eitthvað við hana. En svo kemur hún aftur og þá hafði hún verið hjá manni sem var kærastinn hennar þegar hún var 16 ára. En allavega, Susan fer frá Karl og hvort það verði skilnaður eða ekki komist þið bara að seinna.