Okkar heittelskaða Felicity, eða öllu heldur Holly Valance stúlkukindin sem hefur ´ljáð persónunni líkama sinn hefur hafið tónlsitarferil sinn og óhætt að segja að hún hafi byrjað ansi nálægt toppnum. Hún á eitt mest spilaða popplagið á útvarpsstöðvum hérlendis sem erlendis þessa dagana og gengur allt ljómandi vel hjá þessari annars ágætusöngkonu. Ég sá reyndar myndbandið við lagið á skjá1 í hádeginu og verð að segja að mér brá svolítið. Að sjá hana Holly, sem er og mun alltaf vera Felicity Scully í mínum augum, lítt klædda og stundum alsbera að ´nudda sér upp við einhverja gaura þarna. Og alveg ósjálfrátt þá var það fyrsta sem ég hugsaði: “Hvað ætli pabbi hennar segi núna, hann tók því ekki einu sinni vel þegar hún var með Joel?, ég myndi ekki vilja vera hún þegar pabbi hennar sér þetta” En svona er að vera háður Neighbours.
EN núna er smá svona fiðrildi í maganum á mér (ég er ekki ástfanginn), eins og með Natalie Imbrugliu sem stakk af vegna tónlistarinnar þá fór ég að hugsa: Nei, það er ekki gott að henni gangi svona vel í tónlistarheiminum, nú yfirgefur hún okkur.
Svona án gríns, er það ekki það sem gerist?, henni gengur það vel að hún á örugglega eftir að fara að leita að frægð utan Neighbours. Og ég vill ekki að hún fari! Ég vill Flick áfram! Og núna sit ég bara heima í einni kleinu og bíð eftir þeim fréttum að hún ætli að hætta. ÉG er hreinlega að fara yfir um af áhyggjum.
EN ef hún þarf endilega að fara vill ég allavega halda áfram að sjá að henni gangi vel. Og þegar hún kemur fram í Jay Leno þá á ég eftir að rifja upp gamla góða tímann sem hún átti í neighbours.
Takk fyrir mig
P.s. Hvað meinar fólk með því að kalla Neighbours sápuóperu? Og hvar í hellinu er Natalie Imbruglia núna?