4000 þættir af Nágrönnum


Þetta er copy paste af mbl.is




4000. þáttur sápuóperunnar Nágranna verður sýndur í Ástralíu í dag en þessir sjónvarpsþættir hafa verið framleiddir frá árinu 1985. Talið er að 120 milljónir manna horfi á þættina daglega en þeir eru sýndir á Stöð 2. Þá hafa þættirnir orðið lyftistöng fyrir ýmsa leikara og söngvara, svo sem Kylie Minogue, Jason Donovan, Guy Pearce og nú síðast Holly Valance sem á nú vinsælasta lag Bretlands, Kiss Kiss.

Ian Smith, sem leikur Harold Bishop, hefur leikið í þáttunum í 15 ár, lengst allra. Hann sagði við breska ríkisútvarpið, BBC, að ástæðan fyrir vinsældum þáttannva væri einföld. „Allt sem kemur fyrir persónurnar gæti hent hvern sem er. Við eru ekki eins og þessar bandarísku sápur," sagði Smith.

Hann sagðist ekki vera orðinn þreyttur á Harold og sagðist vera ánægður 62 ára gamall leikari með fast starf.

Þættirnir byrjuðu ekki sérlega vel. Þeir hófu göngu sína á Channel Seven í Ástralíu og fjölluðu þá um líf fólks í verkamannastétt en stöðin hætti sýningum á þeim eftir 170 þætti. Ten Network tók þá upp þráðinn árið 1986 og framleiðendurinir breyttu sviðsetningunni og fóru að fjalla um líf millistéttarinnar.

Leikarar og söngvarar sem tóku fyrstu skref sín á listabrautinni í Nágrönnum eru nú heimsþekktir listamenn. Þar á meðal er söngkonan Kylie Minogue sem er gífurlega vinsæl söngkona. Leikarinn Guy Pearce er eftirsóttur leikari í Hollywood og hefur leikið í myndum á borð við L.A. Confidential og Tímavélinni. Natalie Imbruglia er vinsæl lög og Holly Valance, sem leikur unglinginn Flick er bæði vinsæl fyrirsæta og á nú vinsælasta lag í Bretlandi.