Madge dó eins og flestir vita og þættirnir eftir það hafa aðalega bara fjallað um sorg Harolds og strákana. Þótt mér hafi fundist Madge alveg grútleiðinleg þá var þetta hryllilega sorglegt. Harold greyið er ekkert að geta gert neitt. Borðar ekkert og vill ekkert. Paul og Tad sögðu við hann að hann þyrfti að fara til Parísar því það væri þaðsem Madge vildi. Paul ætlaði að fara með honum en Harold var eitthvað fúll og vildi það ekki.
Jess lenti í hörkurifrildi við Susan eftir einn tíman og ýtti við henni svo Susan setti hendina fyrir sig þannig að Jess datt. Svo var hún að segja öllum að Susan hefði ráðist á sig og eitthvað. Susan var kærð og vikið frá störfum. Tad sagði svo við Jess að hún væri ömurleg að láta svona og þá loksins hugsaði hún og játaði allt. Sendi stjórninni bréf og fór til Susan og sagði henni það. Susan lofaði að reka hana ekki úr skólanum.
Joe var orðin alveg hundleiðinlegur við Flick svo það endaði með að hún flutti inn til Joel. Og nú vill hún endilega að þau fari að leita sér af íbúð saman. Mar sér það nú á Joel að hann er ekkert alltof ánægður en lætur sig samt hafa það. Svo talar Susan við Lynn og segir henni að hún ætti að tala við Joel. Lynn fer svo að tala við hann og er eitthvað hálfvælandi. “Passaðu vel uppá hana lofaðu mér því” og eitthvað svona
Mal er að fara að gifta sig.
Darcy er komin aftur vegna þess að hann er að skilja við konuna sína og hann ætlar að vinna fyrir Karl á meðan hann er í brúðkaupinu
Jæja ég man ekki meira