Ég skrifaði blogg á síðuna mína http://sapuelskandi.blogcentral.is/ (ég var í pásu en er komin aftur) og ákvað að setja það sem grein hér. Þetta er það helsta svona undanfarna daga í Bold and the Beautiful, Neighbours og Guiding Light.
Bold And The Beautiful:
Stephanie er að reyna að gera allt til að ná Hope og R.J. af Brooke. Hún hefur m.a.s. komið með konu frá Barnaverndarnefnd eftir að þau voru óvart skilin eftir ein heima um eina nótt (misskilningur milli Donnu og Brooke) og aftur sama daginn þegar Nick gleymdi kveikjaranum sínum (hann var að leika við börnin og missti hann á gólfið) og Hope fann hann og það var næstum kviknað í, en sem betur fer kom Ridge og bjargaði því. Eftir það héldu Stephanie og Dorothy (frá Barnaverndarnefnd) best að Ridge færi með þau heim um nóttina og þegar Brooke kom að sækja þau neitaði hann því (Brooke var einu sinni ekki látin vita fyrr en eftir á). Svo var yfirheyrsla daginn eftir og Brooke bað Taylor að að koma og tala fyrir hennar hönd en hún neitaði. Svo var hún reyndar stefnt þannig hún kom en talaði ekki beinlínis fyrir hönd Brooke. Hún talaði um þegar Brooke kom til hennar í trúnaði (en hún var samt ekki læknirinn hennar) og sagði henni ýmislegt um börnin og hún væri ekki góð móðir og ætti ekki að sjá um þau. Svo spurði dómarinn hana hvort hún myndi treysta henni fyrir börnunum sínum og hún sagði nei! Það gerði útslagið, ekki næstum drukknun Hope þegar Nick gleymdi sér í nokkrar sekúndur eða eldurinn. Svo Ridge fékk tímabundið forræði yfir börnunum og Stephanie getur ekki verið ánægðari! Ji hvað ég hata Stephanie mikið!! Það er ekki eins og hún hafi alltaf verið fullkomin móðir!
Phoebe söng með Rick og svo með Constantine í keppninni á Insomnia (ef Phoebe og Constantine ynnu þá myndi hún halda áfram í tónlistinni en annars myndi hún hætta í henni og vinna bara í Forrester). Lagið með Rick var rólegt og fallegt en lagið með Constantine var hressara og rokkaðra. C.J. sagði að klapp fólksins þýddi hver ynni og hann og Felicia virstust vera sammála um sigurvegarann en hann sagði Rick og hún sagði Constantine, svo þetta var jafntefli. Svo eftir að Rick og Phoebe fóru kysstust Felicia og Constantine!
Neighbours:
Rachel heimsótti Angus í fangelsi eftir að hann sendi henni bréf um að heimsækja sig. Rachel bað Susan að fara með sér sem hún samþykkti á endanum en það gekk ekki vel. Rachel fór svo aftur ein og Angus sagði að hann fengi að losna eftir nokkra daga fyrir góða hegðun og sagðist vilja vera með henni og það virðist vera það sem hún vill líka. Susan veit ekkert hvað hún á að gera.
Nicola sagði Miröndu frá kossi hennar og Steve í eldinum (en hún sagði Steve hafa kysst sig) og að hún elskar Steve og Miranda komst að öllu þessu með Riley sem gerði útslagið. Steve sagði Miröndu sannleikann, að Nicola kyssti hann og Miranda trúði honum. Miranda og Steve komust að því að Didge er búin að vita þetta í svolítinn tíma. Miranda spurði svo Steve hvort hann elskaði hana líka því hann sagðist hafa eiginlega vitað þetta en hann neitaði því. Miranda henti henni út en svo heyrði Steve Nicolu segja að Miranda hafði verið ástfannin af öðrum þegar hún giftist Steve. Steve spyr hana um þetta en hún vill ekkert segja fyrst en svo játar hún að hafa elskað annan þegar hún giftist Steve, það var hagfræði aðstoðarkennarinn þeirra í menntaskóla. Svo játaði hún loks að hafa sofið hjá honum og hætt með honum kvöldið áður en Steve bað hennar. Didge veit ekkert af þessu með Miröndu en hún er samt hrædd um hvað eigi eftir að gerast í hjónabandi foreldra sinna og Declan huggar hana eins og hann getur.
Ned reyndi að fá peninga svo gæti farið með Kirsten og Mickey til Perth þar sem hún getur fengið þá meðferð sem hún þarnast, en það gekk ekki, fyrr en Paul bauðst til að hjálpa en Ned var of stoltur til að taka því. Hann tekur það samt á endanum.
Libby er farin að hugsa um annan en Dan, Lucas heitir hann! Hún hitti hann fyrst á Charlie’s þegar hann var manaður að vinum sínum að bjóða henni út og þurfti að fara úr næstum öllum fötunum. Libby fannst þetta fyndið og þau fóru út á endanum, hún var úti alla nóttina að horfa á útsýnið á Melbourne. Steph sagði henni að gæta sín því honum væri ekki treystandi og það reyndist vera rétt, hann kom ekki á annað stefnumótið þeirra (hann varð skrýtinn þegar hann sá hana tala við Dan og mætti ekki á stefnumótið). Steph sannfærði hana svo um að hefna sín með því að taka loftið úr dekkjunum á mótohjólinu hans en hann sá hana og þau ákváðu annað stefnumót. Það var á myndlistasal þar sem hún komst að því að Lucas heitir öðru nafni George Hanson, listamaður!
Guiding Light:
Alvöru Reva kom aftur til Springfield og hitti klóninn sinn! Creva (Clone Reva) var að undirbúa sig að eiga yndislegt kvöld með Josh þegar Reva kom inn og Creva var alveg í sjokki! Reva sagði henni að hún væri lifandi og hún vildi ekki trúa því fyrst en en svo kom Josh heim og þegar Reva ætlaði að gara niður lamdi Creva hana með blómavasa og faldi hana inní skáp, bundna. Josh kom inn en sá ekki Revu. Hann fór svo aðeins út og Creva fór með Revu í kjallara í vitanum og heldur henni þar, en áður sagði hún henni að hún væri klón en Reva trúði henni ekki. Josh kom aftur seinna og fann hringinn hennar Revu á gólfinu! Hann spurði Crevu um þetta (hún kom til að ná í myndir og öldrunarlyfið til að sanna fyrir Revu að hún væri klóninn hennar) og hún sagðist ekkert vita. Josh fannst þetta skrýtið því Reva tók hann aldrei af en hélt svo að Annie hafði tekið hann og sett hann þarna. Creva var reið við Revu því hún heldur að hún hafi gert þetta viljandi (sem hún gerði) og hún sagði að í staðinn fyrir að sleppa henni og hún myndi fara eitthvert langt í burtu og aldrei koma aftur yrði hún að drepa hana! Buzz veit að Creva er klón!!
Cassie og Hart hættu saman því Hart heldur að hún sé að halda framhjá með Josh, sem er ekki satt og Cassie neitaði því en sagði honum ekki um það sem er að gerast í lífi hennar: systir hennar er dáinn og maðurinn hennar samþykkti að láta gera klóninn hennar sem heldur að hún sé Reva! Cassie laug svo að Hart að hún hafi aldrei elskað hann og lék sér bara með hann og hann fór drukkinn heim til Dinuh. Hann var of drukkinn til að þau gætu gert e-ð svo Dinah lét hann halda að þau hefðu sofið saman. Honum líður mjög illa yfir þessu. Á meðan svaf Dinah hjá Rob (hún laug að honum að hún hefði alltaf verið hrifin af honum og hann trúði því!), en henti honum svo eiginlega út, því hún gerði þetta bara til að verða ófrísk!
Harley og Phillip stálu skýrslu um Beth og Carl á löggustöðinni og læstust inni í geymslu eða e-ð. Þau skoðuðu skýrsluna og fengu sönnun þess að Beth drap ekki Carl. En svo fundu þau svolítið sem leiddi þau að halda að hún hafi verið á staðnum en þessi J.C.Clayton hafi drepið hann og hún sé bara að vernda mömmu sína.
Beth og Ben eru orðin svolítið náin, Beth sagði honum leyndarmálið sitt, sannleikann um það sem gerðist kvöldið sem Carl dó, en það var ekki sýnt það sem hún sagði! Ben sagði henni svo leyndarmálið sitt: hann er ástfanginn af konu bróður síns!
Rick sagði Abby að hún mætti fara úr fangelsinu en hún vildi vera eina nótt lengur en gaf enga ástæðu. En ástæðan er að hún ætlar að hjálpa Selenu og öllum konunum í fangelsinu að losna við ógeðslega fangavörðinn sem er búinn að misnota allar konurnar þarna, nema Abby, en hún er næst á dagskrá hjá honum. Hún ákvað að hitta hann í leyniherbergi og ætlar að koma upp um hann.
Michelle var reið við Jesse fyrir að vera Carlos en þau sættust. Hún er komin heim núna, en sagði Jesse að vera blind hafi breytt henni, henni langar að “take things slow”. Þau voru í vitanum á meðan alvöru Reva var í kjallaranum þar en sáu hana ekki!
Vonandi gleymdi ég engu;)
Kveðja
heidal:)