Jibbý! Sunnudagur!
Vantar eitthvað í byrjunina hjá mér þar sem mamma mín er ekki nógu snögg að hoppsa til og ýta á upptöku fyrir mig á meðan ég er sofandi.. en hún gerir það þó þessi elska :)
Paul er í ökutíma með Harold og er næstum búin að keyra á Libby og Drew þar sem þau standa í faðmlögum á miðri götunni *gubb* Þvílíkt drama.. Drew rétt nær að fleygja sér og Libby frá.. Svo hellir hann sér yfir Paul.. Sér svo eftir því og fer heim til hans og biður hann afsökunar og bíðst til að taka hann í keyrutíma.
Woody semsagt segir Steph að hann hafi fengið hjólið hennar lánað og farið og tekið við stolnu þýfi. Steph verður reið og sendir hann til löggunar.. Svo heyrir hún ekkert frá honum og marg reynir að hringja í fangelsið en fær aldrei að tala við hann, er alltaf sagt að hann sé ekki við.. hún verður áhyggjufull.. Svo hringir Dee í hana og þá er hann uppi á spítala og eitthverjir gaurar hafa lamið hann.. Hann vill ekki segja löggunni en segir Steph að vara sig því gaurinn veit hvernig hún lítur út
Susan (the godmother), Dee (Dioni), Tess (Tessoni) og Steph (Stephoni) dressa sig upp sem eitthverjir svona Godfathers dæmi og taka Libby með sér út að “djamma” svona gæsapartý. Allar í jakkafötum með hatta og vatnsbyssur.. Sveimér þá hvað það var fyndið.. Dee var þvílík snilld í þessum þætti
Paul komst í lið Dingóana
Tad veður við Flick að hann geti komist á Deit með Jess, nýju stelpunni í skólanum, ef hann getur það þá á Flick að bjóða Joel í mat með kertaljósum og rómo heima hjá sér..
Tad mætir heim til Jess með heimaverkefni og þau ná ágætlega saman.. hún býr í eitthverju geggjuðu húsi
hún hafði verið rekin úr tveimur skólum og fer eitthvað að mótmæla því sem Susan er að kenna/segja
Steph samþykkir að vera brúðarmey fyrir Libby. Allt er að verða vitlaust útaf þessu brúðkaupi, Kirk fjölskyldan er farin að koma öll, ásamt Fergus alveg grútleiðinlegum frænda Drews, eitthver sona skoskur gaur með sekkjarpípu sem kennir þeim að gera slátur
Mamma hennar Allönu er alveg að tapa sér yfir sambandi Lance og Allönu. Lance og Allana fara saman á þessa Star Trek ráðstefnu eða hvað það var.. á bíl fjölskyldunnar.. Þá kærir mamman þetta og segir að bílnum hafi verið stolið.. Þau finnast og eru tekin, mamman vill ekki draga kæruna til baka. Hún vill bara að Allana sé heima að hugsa um sig og eitthvað.. hún vill ekki að hún sé hjá Lance.. Svo hringir Clementine í Karl Kennedy sem fer með mömmuna yfir til Allönu og þau reyna að úkljá málið
Það vantar eflaust eitthvað, endilega bætið við