Já, nú varð ég bara að skrifa einn SPOILER úr alveg nýjustu þáttunum! Ætlaði að hafa þetta sem kork fyrst en ákvað að hafa þetta sem grein því þetta er svo langt;) Ekki kenna mér um ef þið lesið þetta, ég mertki þetta eins vel og hægt er!
EKKI FÁ SJOKK, EN PHOEBE ER DÁIN! Verð að byrja á byrjuninni svo þið vitið alveg hvað gerðist. Þetta snýst mest um Rick og Phoebe (líka Brooke og Ridge soldið mikið).
Það er þannig að Rick er orðinn bara ömurlegur karakter! Hann kennir Ridge um það… Hann fékk algjöra útrás eftir að Taylor (sem hann byrjaði með og trúlofaðist!) sagði hounm að samband þeirra væri búið því hún væri ennþá ástfangin af Ridge (sem var þá og er trúlofaður Brooke, en núna hjá okkur eru þau trúlofuð en þau eiga eftir að hætta saman út af Rick og Phoebe en svo byrja þau saman aftur og eru núna trúlofuð!), allavega, Rick gat ekki tekið því að eftir allt sem Ridge hefur gert (að flakka milli Brooke og Taylor og særa mömmu hans oft) tók hann Taylor frá honum (hann orðaði það þannig)!
Rick fór á “The Forrester Lounge”, sem er eins konar svalir/spa í Forrester, þar sem Ridge var og hann réðst á hann og Ridge var bara að verja sig þegar hann ýttti Rick frá svo hann datt! Svo kenndi Rick Ridge um þetta allt og sagði að hann hefði reynt að drepa hann, en þetta var bara slys, mest Rick að kenna! Svo á spítalanum þegar læknirinn var að skoða hann (Brooke var komin og Bridget var á vakt) fann hann ekki fyrir fótunum, en það var ekki vitað hvort hann væri lamaður eða þetta væri bara tímabundið. Rick fékk að fara heim til Brooke, en með því skilyrði að Ridge flytti út! Þeta var náttlega erfitt fyrir Brooke en hún sagði Ridge að fara bara þar til Rick næði sér. Og Rick náði sér fljótlega, hann gat staðið upp og labbað, en hann þóttist ekki geta það til að hann fengi að vera lengur og Ridge myndi ekki flytja inn aftur. Ok, oftast þoli ég ekki Ridge, en þetta er svo barnalegt af Rick! Stephanie komst svo að þessu en sagði ekki neinum það því hún vildi líka eyðileggja samband Bridge til að Taylor gæti fengið hann aftur. En endanum sá Brooke hann en hann þóttist bara hafa getað staðið upp allt í einu, Ridge fannst þetta e-ð skrýtið en Brooke vildi ekki hlusta á hann.
Svo þrýsti hann svo mikið á pabba sinn, sagði að Ridge væri uppáhaldið hans og hann væri forstjórinn í fyrirtækinu, en Rick væri ekki neitt í fyrirtækinu. Svo sagði hann honum frá því þegar Eric var í dái eftir að fá hjartaáfall (sem gerðist í lok júli/byrjun ágúst á þessu ári, eða eftir rúmt ár hjá okkur) tók Ridge öndunarvélina úr sambandi því hann hélt að Eric hefði sagt honum að gera það (sem er satt og hann áttaði sig seinna á að þetta var rangt) og Eric tók því mjög alvarlega, hann lét Rick vera forstjóra fyrirtækisins! Hann vildi reynar að Ridge yrði með honum en hann vildi það alls ekki svo nú er Rick forstjóri Forrester Creations. Svo þegar það átti að kynna þetta í sjónvarpinu ætlaði Brooke að segja e-ð fallegt um Ridge líka, en Rick breytti því eins og hún væri að tala um sig (þetta var ekki sýnt beint) og Ridge sá það og varð geðveikt reiður og greyið Brooke skildi ekki neitt og Ridge fór bara út. En þau fóru bæði á ströndina þar sem þau giftust fyrst og hittust og sættust (geðveikt rjómó, kysstust í á ströndinni;)) En þau komust aldrei að þessu sem Rick gerði.
Svo datt Rick í hug að hefna sín meira á Ridge og reyna við Steffy (dóttir Ridge og Taylor, systir Phoebe)! Hann senti Marcus (sem er sonur Donnu, löng saga, og kærasti Steffy!) til Parísar í Forrester International (þar sem Rick var í langan tíma) svo hann gæti reynt við Phoebe. Phoebe var nú ekkert alltof hrifin af honum fyrir, hvað þá eftir að hann kyssti hana! Hún sló hann og sagði að þetta væri ógeðslegt, hann var með systur hennar og trúlofaður mömmu hennar! Hann baðst fyerirgefningar en Steffy hlustaði ekki á það. Sagði bara að sá Rick sem hún þekkti væri horfinn.
Svo kom Phoebe aftur í þættinum síðasta miðvikudag (3.des.) eftir að hafa verið í tónleikarferðalgi með söngvara sem heitir Constantine (hann á eftir að koma til sögunnar bráðum hjá okkur), og hlakkaði geggjað mikið að eyða tíma með mömmu sinni og fjölskyldu. Hún hitti Steffy sem sagði henni frá því sem Rick gerði og Phoebe barð alveg bálreið! Steffy fór í æfingarkvöldverðinn fyrir brúðkaup Brooke og Ridge sem átti að vera daginn eftir en Phoebe fór til Ricks á skrifstofuna (þau ætluðu bæði þangað, Brooke sannfærði Rick um að koma og Phoebe ætlaði t.d. að syngja lag til Ridge). Phoebe og Rick fóru að rífast og hún elti hann í bílinn hans og hélt áfram að rífast, sagði m.a. ,,Where is the man I fell in love with?“ eða e-ð álíka og Rick var að keyra. Hún tók í stýrið og sagði Rick að stoppa, hún reyndi að bremsa en þau misstu stjórn á bílnum og hann fór útaf. BAMM!! Þetta gerðist á meðan veslan var í Forrester Mansion, og má nefna á Steffy fór að líða illa því hún fékk á tilfinninguna að e-ð væri að (Marcus kom frá París og hún var að dansa við hann og hún sagði honum frá þessu með Rick). Fimmtudagsþátturinn búinn.
Svo í föstudagsþættinum var sýnt þegar Phoebe var búin að hendast úr bílnum (hún var ekki með bílbelti) og Rick fann hjartslátt en hún var meðvitundarlaus. Rick var slasaður sjálfur og fann ekki gemsann sinn, svo hann hjlóp þar sem veslan var, það var frekar stutt. Ridge var úti að reyna að ná í Phoebe þegar Rick kom og sagði honum frá þessu og Ridge fór til Phoebe. Hún vaknaði í fanginu á Ridge og byrjaði að syngja lagið þegar hún hætti að syngja og varð máttlaus. Hún var dáin. Ridge grét og grét.
Í gærþættinum kom Ridge í veisluna og sagði öllum hvað hafði gerst. Sorgarlagið í B&B var spilað undir og viðbrögð allra voru sýnd, verst var að sjá Thomas og Steffy og Ridge auðvitað. Rick kom og Ridge kenndi honum um þetta, sagði að hann var að keyra þegar þetta gerðist og ætlaði að ráðast á hann, en þau komu í veg fyrir það. Bridget kíkti á Rick og sagði að hann þarf að fara á spítala en hann var í sjokki og kenndi sér um líka. Hann sagði Brooke frá því sem gerðist í bílnum.
Á meðan var Stephanie eldri hjá Taylor og Taylor var að tala um hvað það yrði gaman að eyða tíma með Phoebe núna og spilaði lagið sem hún ætlaði að syngja í veislunni (hún downloadði því fyrir hana). Stephanie fór og þegar hún kom heim sagði Eric henni frá því sem hafði gerst og að Phoebe væri dáin. Hún var í sjokki, en var fljót að kenna Rick um allt.
Ridge kom til Taylor til að segja henni þessar sorglegu fréttir, og átti erfitt með það, skiljanlega. En í endanum sagði hann ,,Phoebe was killed tonight”. Taylor missti hálsfestina sem Phoebe hafði gefið henni sama daginn sem átti að rekja út illa anda og hún stóð stjörf og horfði á Ridge.
Já, þetta var hrikalega sorglegt, sérstaklega gærþátturinn. Ég fór bara að hágráta þegar ég horfði á hann.