Hér er nýjasta bloggið mitt á síðunni minni, www.sapuelskandi.blogcentral.is. Þetta er það sem hefur gerst nýlega í Bold And The Beautiful, Neighbours, Guiding Light og La Fea Más Bella.
Bold And The Beautiful (B&B):
Nick sagði Brooke sannleikann um barn hans og Bridget, en á sama tíma komst Bridget að því að Dante væri faðirinn. Brooke varð ævareið og leit á það að hann væri ekki faðirinn bara aukaatriði, hún var meira reið við Nick, fyrirgaf Bridget á no time. En hún er aðeins búin að róast núna og bauð Nick í mat á Café Russe og er að reyna að ákveða sig hvorum hún vill vera með: Nick - Ridge - eða hvorugum…??
Svo sagði Bridget Dante og Feliciu að hann væri faðir barnins sem hún gengi með, hefði gert mistök, og væri komin næstum 3 mánuði á leið. Felicia var fyrst reið, en svo róaðist hún. Eric var þarna hjá Bridget til hennar halds og trausts. Þó þetta sé ekkert auðvelt fyrir Feliciu, þá samt er ekki eins og Dante hafi haldið framhjá, hún varð ólétt meðan þau voru ennþá saman. Þetta gerist allt svo hratt, fyrir 2 mánuðum voru Bridget og Dante að tala um barneignir og nú er hann voða happy með Feliciu….
En nóg um það, Taylor sagði Thorne sannleikann í Big Bear þegar hann var að fara að biðja hennar, og fór til lögreglunnar og játaði allt. Hún fór í fangelsi og hélt því áfram fram að hún væri sek, þó svo að Storm Logan kom til að hjálpa henni og vera lögfræðingur hennar. Allir vildu að hún segðist vera saklaus, en hún vildi það ekki, Thorne vegna. En svo í miðjum réttarsal, þegar dómurinn var nýkveðinn upp (10 ár), kom Stephanie inn með Shane og hann sagði frá öllu sem hann sá, að þetta hefði verið slys. Staða Thornes breyttist algjörlega eftir að hann sagði þetta, hann vildi ekki að Taylor færi í 10 ár í fangelsi ef þetta hefði bara verið slys, þó svo að hún hefði gert rangt með því að keyra á ökuleyfis og búin að drekka, og ljúga um slysið. Taylor endaði á því að lýsa sig saklausa og þá verða réttarhöld. Allir voru þakklátir Shane fyrir að gera þetta, sérstaklega Phoebe.
Svo kom Jackie heim til Taylor og Phoebe, og Stephanie var þar. Þær fóru að rífast um Ridge/Nick/Brooke/Bridget, og þegar Jackie var að gefa í skyn að Stephanie væri að ímynda sér að sofa hjá RIdge, sló hún hana í andlitið (reyndar doldið ógeðslegt sem Jackie sagði…). Þegar Jackie kom í Shady Marlin til Nicks stormaði hann út eftir hann sá örið á Jackie. Hann fór beint til Stephanie og sagði henni að láta mömmu sína og samband sitt við Brooke í friði, eða hann myndi taka af henni allt sem væri henni kært.
Neighbours (NB):
Susan var að keyra bílinn hans Declans (Oliver ætlaði að selja hann, og Karl fékk hann lánaðan í nokra daga), og Bridget var að labba á gangstéttinni, datt á götuna og Susan var næstum sofnuð við stýrið og keyrði á hana. En hún fattaði ekki að hún keyrði á hana, sá ekki neitt útaf sölumiðanum aftan á, svo hún fór bara, en hún hefði náttlega stoppað ef hún hefði séð hana. Mickey sá bílinn fara og Bridget á götunni, svo hann hélt að þetta hefði verið Declan.
Svo Declan flúði, þó hann væri saklaus, en endaði á að vera rænt af Lauru og Nick, en Laura er systir Gus Cleary, sem Paul drap í brunanum 2004. Declan var bara að fela sig hjá þeim, en í rauninni voru þau að ræna honum. Þau báðu um lausnargjald, 500.000, og Oliver átti erfitt með að fá þá, en fékk þá loks á endanum. En þegar þau hittust til að láta þau fá peningana, var löggan að njósna og peningarnir fuku útum allt, en Nick og Laura voru handtekin. Declan náði að sleppa frá þeim, en festist undir e-u tré, náði að losa sig, en var illt í fætinum og var að reyna að finna e-n í skóginum. Rebecca, Paul og Oliver tóku málin í sínar hendur þegar löggan gat ekki leitað að honum um kvöldið, og fóru að leita að honum sjálf, og fundu hann á endanum. Hann var á spítalanum yfir nótt og kom svo heim, en átti e-ð erfitt, ætlaði að rústa húsbílnum sem þau höfðu hann í og sá eftir því sem hann sagði við Bridget áður en slysið varð.
Þegar Susan fattaði að þetta var hún sagði hún Karl það og svo Miröndu og Steve, en þau voru svo reið og sár, svo fór hún til löggunnar, og verður kannski kærð. Og Riley skrifaði e-ð í blöðin um hana, og steini var kastað inn um gluggann sem lenti á Rachel, en hún slasaðist ekki alvarlega.
Bridget vaknaði, en enginn vildi segja henni að hún væri doldið veik í líkamanum, sérstaklega vinstra megin. Hún er í endurhæfingartímum og gengur með hækjur og allir vona að hún geti notað líkamann alveg aftur. Og hún vissi ekkert um Susan fyrr en Rachel sagði henni það eftir að hún kom af spítalanum.
Rachel fór með Bridget í sund á nr.30, en þegar Rachel fór aðeins að ná í snakk, hringdi sími Bridget og hún datt þegar hún reyndi að ná honum og var næstum drukknuð. En Declan kom og bjargaði henni og þau voru að fara að kyssast, en Bridget vildi það ekki og varð aftur þrjósk og sagði honum að fara.
Ringo er farinn að heðga sér skringilega, borðar mjög lítið og æfir mjög mikið… svo stal hann prófi af Susan, og Rachel tók sökina, en sannleikurinn kom síðar í ljós.
Svo var hlaup í Erinsborough, og margir tóku þátt, m.a. Declan, Oliver, Riley, Valda, Lou og Harold. Lou, Harold og Valda, en sérstaklega Lou og Valda, voru í mikilli samkeppni, svo Lou og Harold styttu sér leið, sem er eiginlega það sama og að svindla, og Valda sagði að hún myndi ekki segja neinum ef þeir myndu vinna hana. Í hlaupinu fóru Oliver og Riley e-ð að rífast og slást útaf Elle, sem varð til þess að hvorugur þeirra vann, held það hafi verið Ringo.
Guiding Light (GL):
Vanessa og Matt komust að því að hún er ólétt, ekki að sjúkdómurinn sé að koma aftur. Þau voru happy í nokkrar sekúndur, þar til Rick og Michael sögðu að mikil hætta væri fyrir hana ef hún gengi með barnið alla meðgönguna. Undir venjulegum kringumstæðum vildi Matt elska að eignast barn með henni, en hann vill frekar að hún lifi, svo hann er búinn að reyna að telja henni trú um að fara í fóstureyðingu, en ekkert hefur gengið, fyrr en í þættinum í gær þegar þau fréttu allt um þetta hjá Michael. Það er mikil hætta að sjúkdómurinn komi aftur og dreifist ef hún gengur með barnið allan tímann. Vanessa ákvað á endanum að fara í fóstureyðingu, en það er ekki búið samt að eyða því ennþá… Enginn veit ennþá af barninu, ekki einu sinni Dinah.
Michelle og Jesse eru ákveðin í að hætta að hittast til að virða fjölskyldur sínar (Rick og pabba Jesse), sérstaklega eftir að Roy réðst á Abby. En það er ekki auðvelt, og Dahlia og Marcus undirbjuggu fyrir þau hótelherbergi því þau vissu ekki af samkomulaginu. Jesse og Michelle voru bæði þakklát, en fóru og enduðu í vitanum og dönsuðu sinn síðasta dans (eða hvað…?)
Svo versnaði það milli Dahliu og Marcus þegar Marcus fékk sendar myndirnar sem Drew tók af Dahliu og Sugar þegar hann kenndi henni “moves”. Marcus varð reiður og Dahlia fór út.
Abby kom aftur heim, til Ricks, og leit út fyrir að vera í fínu skapi, en svo fékk hún martröð um Roy og það sem gerðist.
Komið er í ljós að Nola er sá sem er að sitja um Buzz og Jennu, sendi honum gjafir og braust inn til þeirra og setti ramma utan um myndina af Buzz og Coop, en enginn veit af því. Mig grunar að hún sé e-ð hrifin af honum…. doldið skrýtið að sjá Nolu í svona hlutverki samt….
Cassie er ennþá að daðra við Billy og bauð honum á stefnumót. En hún er löngu búin að fá nóg, talaði hreint út við Annie og Alan að hún ætlaði ekki að láta þetta yfir sig standa. En hún neyðist til að gera þetta til að fá Tammy aftur.
Annie og Alan komust að því að Caitlin er Harley, en Jenna lét leggja Harley inn á geðsjúkrahúsið til að veiða e-ð uppúr Annie um systur Revu. Þær hafa komist að því að hún vinnur á strippklúbb í Chicago, en það sem Annie skrifaði í dagbókina sína um þessa Rhondu eða Rhodu Rae var bara bull. Alan sagði Annie að láta hana í friði, en hún gerði það svo sannarlega ekki. Hún breytti sjúkraskrá hennar svo henni var gefið e-ð lyf, sem fór náttlega mjög illa í hana því hún er ekki vön þessu og er ekkert geðveik. Hún sá skringilega, og var næstum farinn útum þakgluggann, en sem betur fer komu Phillip, Buzz og Jenna á réttum tíma. Annie var farinn af spítalanum þá. Harley sagði margt í þessu rugli, t.d. að pabbi hennar fór frá henni þegar hún var lítil, sem fór mjög mikið í Buzz, og talaði um sig og Phillip og þegar þau sváfu saman, sem fór aðeins í Buzz líka. En núna er hún komin heim og er að jafna sig eftir þetta.
Reva talaði við þessa “Rhondu/Rhodu Rae”, sem var svo eftir allt saman plat Alans og Annie. Blake og Josh voru þarna líka, og Reva og Blake plönuðu e-ð til að hefna sín á Annie.
Phillip kom ævareiður til Alans og Annie og vissi að það var Annie sem gerði þetta við Harley og hann sagðist ekki þekkja hana lengur og stormaði út. Alan varð reiður við hana líka og sagði henni að fara. Þegar Annie var að fara frá SM (Spaulding Mansion) sást einhver taka utan um munninn hennar og gefa henni e-ð svefnlyf, sem var Reva og Blake, líklega það sem þær voru að plana. En í endann sást úrið hennar Revu detta á gangstéttina, úps….
Svo verður ekkert Leiðarljós í 2 vikur útaf Óliympíuleikunum. Ég ætla ekki að skrifa hér hvað ég er orðin þreytt á þessum íþróttum sem fella niður Leiðarljós, en semsagt, það byrjar ekki aftur fyrr en mánudaginn 25.ágúst.
La Fea Más Bella (LFMB):
Mikið umstang var í kringum nærfataauglýsingu sem var verið að taka upp, margir voru þar, Fernando, Lety, Ljóta Liðið og mamma Lety var að sjá um matinn, og pabbi hennar kom líka. Það gekk allt á afturfótunum þar, fyrirsætan, Pilar Zacarias, vildi ekki taka þátt í henni því hún var hrædd við hesta og hún þurfti að sitja á hesti, svo þegar hún kom loksins var hún ekki sátt með neitt og var algjörlega pain in the ass, Alicia var að njósna þarna í von um að fá að leika í auglýsingunni í staðinn fyrir Pilar, og Tómas að njósna um hana. Svo voru nærfötin sem áttu að vera í auglýsingunni of skær eða e-ð.
Til að leysa vandamálið með Pilar, þá leituðu þau ráða hjá Luiggi, og þóttust vera að gera auglýsinguna með gínum og raddir Ljóta Liðsins að tala, sem varð til þess að Pilar varð afbrýðissöm og samþykkti að leika í auglýsingunni. En svo kom pabbi Lety og komst að því að þetta var nærfataauglýsing, og eyðilagði næstum allt, en þetta tókst á endanum.
Marcia og Omar eru ennþá í Munich (München) í Þýskalandi til að taka upp íþróttaauglýsingu fyrir FIFA heimsmeistarakeppnina 2006. Svo fóru Lety og Fernando til Þýskalands, og Fernando gaf öllu starfsfólki Conceptos frí tvo daga í röð, til að horfa á leik Mexíkó og Angóla, en aðallega til að geta komist til Þýskalands í tvo daga með Lety án þess að nokkur kæmist að því. Fyrst fóru þau til Munich og voru Marcia og Luiggi næstum búin að sjá þau, en Omar kom í veg fyrir það, en Lety hljóp í burtu og hélt að Fernando væri rétt á eftir sér, en hann var kyrr og Lety villtist og fór loks á lestarstöðina þar sem þau ætluðu að fara til Hannover. Fernando leitaði og leitaði, en fann hana ekki fyrr en næsta dag á lestarstöðinni þar sem hún svaf.
Svo fengu þau miða á fótboltaleik Mexíkó og Angóla sem var haldinn í Hannover í Þýskalandi. En það voru allir að horfa á leikinn heima í Mexíkó, Liðið, Simon & Celso öll saman, Julieta & Tómas heima hjá Lety, og Alicia ein á veitingastað, aðallega í leit að karlmanni. En sem betur fer sá enginn þau, nema Omar í Munich.
Svo komu þau heim (Lety og Fernando), og var tími til kominn að sýna fagmönnunum nærfataauglýsinguna. Lety fór í klippiherbergið til að ganga frá myndbandi sem foreldrar Fernandos eru að bíða eftir í London, í sambandi við húsin sem hún er að skoða fyrir þau (eða fyrir Fernando og Marciu í brúðkaupsgjöf), en Fernando sá hana þar og var að spá hvað hún væri að gera þar. En hann fann hinn diskinn þar sem myndbandið hennar er á, og ruglaði þeim saman, en fyrir heppni setti hann diskinn með auglýsingunni í, svo ekkert fór úrskeiðis. En þátturinn í gær endaði á að Fernando var einn á skrifstofunni sinni og tók upp diskinn með myndbandinu hennar Lety og ætlaði að gá hvað væri á honum….
Já, vona að ég hafi ekki gleymt neinu, endilega segið mér ef svo er :)