Það gerðist nú voðalega lítið í dag. Lyn gleymdi naglalakkinu sínu heima og hringdi í Joe til þess að deila þjáningunni. Shell og Bianca horfðu á einhverju uncut hryllingsmynd sem Tad átti, “Six days at summer camp” og voru alveg að gera á sig af hræðslu. Svo voru Flick og Joel eitthvað að dunda sér saman heima hjá Joel. Paul kom þá í heimsókn til þess að flýja grillliðið og þau gátu ekki losnað við hann, enda vissi hann náttla ekkert hvað er í gangi. Flick var hins vegar lúmsk og sagðist vera að fara en kom svo aftur innum bakdyrnar eftir að Paul fór :)
Nú þá fór Paul aftur heim og þóttist vera að keyra, gleymdi svo bílnum í Drive og ekki í handbremsu þannig að hann rann af stað og klesstist eitthvað aðeins. Hann sýndi Lou það en það kemur svo í ljós hvernig það endar.
Woody var með Steph á grillkeppninni og opnaði bílinn fyrir Harold en hann hafði gleymt lyklunum inni í honum. Woody opnaði með ostaskerara… Lou sagði Joe frá því sem hann heyrði Woody segja í símann en Joe trúir engu uppá hann. Síðan fór Woody aftur í fangelsið án þess að brjóta neitt af sér. Kannski eru þeir að undirbúa eitthvað stórt, hver veit?
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _