Ég ætla að skrifa um það sem hefur gerst nýlega í Bold And The Beautiful, Neighbours, Guiding Light, La Fea Más Bella, og spyrja fólk um skoðun sína á lokaþætti 5.seríu af One Tree Hill.
Þetta er upphaflega blogg á síðunni minni, www.sapuelskandi.blogcentral.is, en ég ákvað að setja það hingað, líka til að hressa upp á áhugamálið;)
B&B (Bold and The Beautiful):
Hector rændi Taylor þegar hún ætlaði að segja Thorne sannleikann, og batt hana við stigann heima hjá sér. Hann kveikti í einhverju blaði og þegar hann var kominn doldið nálægt Taylor, sparkaði hún í hann, en hann datt og missti blaðið sem var kveikt í, það duttu einhverjar spýtur á hann. Stephanie kom og heimtaði að fá að vita sannleikann, og Taylor játaði að það var hún sem keyrði á Dörlu. Hún losaði hana og þær fóru út og slökkviliðsmenn komu og náðu Hector út. Lt.Baker gaf Thorne í skyn að Taylor hafi keyrt á Dörlu (sem er rétt!), en hann trúði honum ekki. Baker heyrði um eldinn hjá Hectori og fann bandið sem hann batt Taylor með.
Taylor var að fara að segja Thorne sannleikann, en þá skipti Stephanie um skoðun, sá að Thorne og Alexandria þarnast hennar, og vill ekki að hún segi sannleikann núna. Svo kom loksins það sem ég er búin að bíða eftir í 2 ár, þegar Stephanie sagði við Taylor ,,YOUR LIFE IS A MESS!!“ hehe. Phoebe leið illa þegar hún var að passa Alexandriu, og var alltaf að sjá Dörlu fyrir sér. Eric fór með hana á spítalann, Bridget sagði að hún hefði fengið einhvers konar taugaáfall, en annars var allt í lagi.
Taylor fór upp í stofuna hans Hectors og sagði honum að Stephanie vissi sannleikann, en vildi ekki að hún segði Thorne hann. Hector sneri sér við (sneri baki í hana fyrst) og sagði henni að hann væri blindur. Taylor kom aftur eftir að hafa talað við lækninn, sem sagði að það væru ekki miklar líkur á að hann fengi sjónina aftur. Hann á erfitt með að sætta sig við að geta ekki hjálpað fólki eins og áður, en þar sem hann er heimilislaus núna, bauð Taylor honum að vera hjá sér um hríð. Stephanie komst að því og var ekki ánægð.
Þegar Taylor fór að sækja töskurnar, hringdi síminn og Hector fann hann og svaraði, þetta var Thorne, en hann skellti á og sagði Taylor ekki neitt ennþá. Thorne sagði Taylor að hann væri búinn að ákveða að hætta að reyna að finna þann sem ók á Dörlu, og þau fóru í kirkjugarðinn að ”tala" við Dörlu um það. Þegar þau komu aftur þakkaði hann henni fyrir að styðja hann og kyssti hana. Hann afsakaði sig og fór. Hann sagði Stephanie frá þessu og hún var nokkuð stuðningsleg.
Nick fann strák að nafni Harry í bátnum sínum, Shady Marlin, sem hafði verið þar um einhvern tíma. Þeir þekktust, pabbi Harrys var á skipi með Nick þegar það kom neðansjávar jarðskjálfti og hann dó (það var þegar Nick kom fyrst í þættina, en við sáum það ekki). Nick hafði tekið hann nokkurn veginn að sér til að vera viss um að hann fengi góða menntun og góða vinnu hjá Marone. En Harry átti engan alvöru samastað, svo Nick bauð honum að búa og sjá um Shady Marlin um tíma.
Nick og Harry voru á Insomnia og Nick hafði beðið Phoebe um að sýna honum borgina. Þegar hann fór kom hún akkúrat inn (Harry vissi ekki að þetta væri hún), og þau áttu góða stund saman…
Donna fór í sjónvarpsviðtal hjá frægum þáttastjórnanda sem heitir Rich Ginger. Hann vildi vita hvort slúðursagan um að hún og Ridge væru að slá sér upp væri sönn. Hún sagði að henni þætti gaman að vinna með honum, en gæti ekki svarað fyrir hann. Þá kom Ridge upp á svið og faðmaði hana og sagði allt annað, að hann hefði ástæðu til að fara að vinna útaf henni, og kyssti hana. Ég er viss um að hann gerði þetta bara til að pirra Brooke, enda virkaði það, hún varð mjög reið og hissa þegar hún sá þetta í sjónvarpinu. Brooke fór í Forrester Mansion til Ridge og Donnu og hún og Ridge töluðu saman. Hann bað hana um að koma til sín aftur og kyssti hana, og akkúrat þá leit Donna inn og sá það, en hún var að tala við Nick í símann. Hún sagði Nick það, sem var í Shady Marlin, og hann virtist ekki mjög ánægður.
NB (Neighbours):
Riley kom loksins heim til Steve, Miröndu og Bridget, en sagðist vera hættur í dýralæknanámi. Steve varð ekki mjög glaður. Ég samt skil ekki af hverju hann hætti , því hann virtist mjög áhugasamur eftir að keyrt var á flækingshund. Hann segist vilja vera blaðamaður, sem Didge er ekki alveg að trúa. Riley sagði loksins sannleikann, hann heldur að þau hafi ekki viljað hann, en hann og Bridget eru bæði ættleidd, en alsystkini.
Kirsten kom aftur til Erinsborough til að taka Mickey frá Ned. Hún réð Toadie sem lögmann, en þegar hann komst að því að hún væri að tala um Mickey, sagði hann Steph óbeint frá þessu, sem talaði svo við Janae og Ned. Kirsten talaði við Mickey og sagði honum að þau væru að fara í ævintýraferð. Hann kom heim að sækja Jake, en þá komu Janae og Ned. Ned fór út að tala við Kirsten og hún sagðist myndi hætta við þetta, og þau ákváðu að borða mat saman. H'un vldi fara með Mickey í búðir og heimtaði að fara ein. Ned fór útúr bílnum og þau fóru af stað, en þá kom Janae og sagði að hún ætlaði að fara með hann til Adelaide, væri með hús og vinnu og allt. Kirsten snýr við og kemur með Mickey aftur heim. En þegar Ned tala við hann segir hún að hún ætli til Adelaide, og hann verði að kveðja hann. Næsta dag kemur hún og er ennþá ákveðin í að fara með Mickey, en Ned kemur með þá uppástungu að hún flytji til Melbourne og þau eyði jafn miklum tíma með honum. En þegar hún vill það ekki segir hann að þetta snýst ekki um þau, heldur Mickey, og ef hún fer til Adelaide, mun hann taka hann af henni. Kirsten fór til Tims og ætlar að ná Mickey af Ned. Hún sagði m.a.s. Mickey að segja Ned að hann vildi fara til Adelaide með henni, því hún væri svo einmana og hefði engan annan að. Og hann sagði Ned það.
Stonie, bróðir Toadie, er í einhverju dóprugli, og hann lofaði að bæta sig, sérstaklega eftir að konan hans, Chantelle, kom, en hann er ekki hættur og Toadie grunar e-ð. Stonie henti e-u dópir í ruslið, en Charlie komst í það og fór á spítala, það er allt í lagi núna, en það hefði getað farið miklu verr. Stonie ætlar að bæta sig og ákvað að fara aftur heim eð Chantelle og ætlar að fara í meðferð eða e-ð. Toadie og Rosie hættu hjá Tim og ætla að opna þeirra eigin stofu.
Eftir langa baráttu var Steph kosin í bæjarstjórn.
Adam er í meðferðatímum til að verða lögga aftur og Pepper styður hann 100%. Ringo kom heim.
Elle hætti með Oliver því hún gat ekki staðið aftur í þessu, eftir Sky og Dylan, að kærasti hennar eignist barn með annari konu. Hann og Carmella fóru í óléttujóga og mamma hennar er alltaf að bíða eftir að þau giftist, en þau bæði halda því fram að þau elski ekki hvort annað, eru bara vinir og eigi von á barni saman.
Declan ákvað að hitta alvöru pabba sinn, Richard, en það hefur verið gefið í skyn að Richard hafi nauðgað Rebeccu (ekki spoiler, hefur ekki komið nákvæmlega fram, en er mjög líklegt), og það var nóttin sem Declan var getinn. Hann var sá eini sem trúði Rebeccu frá byrjun (Oliver og Paul voru ekki vissir), en Richard sagði að hún hefði logið öllu saman og sagði allt aðra sögu. Hann þóttist vilja kynnast honum og fór með honum í “veiðiferð”. En þegar Richard leit undan tók Declan upp ár og ætlaði að slá hann, en Richard datt útí við að reyna að ná henni af honum. Declan komst uppúr vatninu og sá þá Richard, en akkúrat þá komu Oliver, Rebecca og Paul. Síðar, á lögreglustöðinni, hafði Richard kært Declan fyrir árás og manndrápstilraun, en Rebecca sagði að hún hafi soldið að segja sem gæti breytt öllu og segir konunni allt um það sem Richard gerði. Lögreglukonan leyfir þeim að fara, öllum nema Richard.
Alan Napier, pabbi Rebeccu, og eina vitni hennar um það sem gerðist nóttina sem Declan var getinn, deyr.
Síðan Karl komst að því að fyrirtækið sem hann vinnur hjá, Vivex, væri að selja undarleg lyf, hefur hann verið að njósna um allt sem gerist þar, með hjálp félaga síns (er félagi rétt orð…?). En hún var undir stjórn Christian, og þegar þau fóru í vörugeymsluna til að fá sannanir fladi hún kortið til að komast inn og út, og öryggisverðir fundu þau. En hún sá eftir því og þóttist vera slösuð svo Karl kæmist út, og hann fór á skrifstofuna sína en þá var Christian að senda dótið hans út.
GL (Guiding Light):
Leiðarljós var ekki í síðustu viku útaf fótboltaleikjum, en það var þáttur á mánudaginn og í dag og verður á fimmtudaginn og föstudaginn held ég.
En það helsta er að Annie og Alan fundu systur Revu, Cassie Layne, á bar/súlustað í Chicago. Þau borguðu einhverjum gaurum að þykjast vera að ráðast á hana, og svo kom Alan lítandi út sem hetja. Þau fóru í hádegisverð og buðu henni starf í fyrirtækinu, en þau hafa e-ð planað… Annie fór með Cassie þar sem dóttir hennar, Tammy, er, og borgaði konu fyrir að leyfa henni að sjá hana, en hún vildi ekki peningana. Cassie ákvað á endanum að vinna fyrir Annie og Alan. Amanda er að reyna að komast að því hvað þau eru að gera í Chicago. Reva og Josh “giftust” í Cross Creek fyrir framan krakkana og Guð.
Matt og allir (Dinah, Hart, Michael, Josh, Reva Abby, Rick, Amanda, Roger, Holly, Blake og Ross) kláruðu húsið og héldu partý eftir á í von um að Vanessa myndi koma. Hún var föst, og ákvað á endanum að labba. Allir fóru og Vanessa var enn ekki komin. En þegar Matt var einn á veröndinni úti, kom Vanessa og sagði eftir að hann sagði ,,I can't believe I was such a fool thinking she'd come back to me“, ,,I've thought many things of you, Matt Reardon, but never once that you were a fool”. Þau föðmuðust og njóta þess að vera sameinuð. Hann segir henni að hann og Dinah séu bara vinir og hafa verið að leita að henni. Þau njóta ásta og hann segir henni að hann sé Robert. Dinah kemur og Vanessa og hún tala saman. Loks koma Bill og Hart, og Bill og Vanessa spjalla líka.
Michelle ákvað að taka Jesse í lestrartíma í staðinn fyrir að hann fari í fangelsi, og það gengur vel, fyrir utan að þau eru minnst að læesa og læra… Pabbi Jesse komst að því að hún er Bauer og varð alveg bálreiður (hann kennir Ed, pabba Michelle, um dauða mömmu Jesse, því hann átti að vera drukkinn). Michelle ætlaði að segja Rick sannleikann að Jesse sé nemandinn hennar þegar pabbi hans bankar á dyrnar og segir Rick að segja henni að koma ekki nálægt syni sínum… ! Rick fattaði ekki að Jesse væri nemandinn, fyrr en hann kom sjálfur. Hann varði Michelle, en pabbi hans, Jack, sagði sannleikann um af hverju honum er svona illa við Bauer-ana. Michelle og Rick rifust. Rick bað Abby að giftast sér, aftur, og hún sagði JÁ!
Sugar Hill er mest pirrandi gaur í heimi!! Hann heldur að Dahlia trufli Marcus þegar hann er að spila og vill ekki að hún sé með. En þau ætla ekki að taka því. Dahlia hefur bókað herbergi í Turnunum og vill vera heila nótt með Marcusi, segist vera tilbúin.
Phillip, Harley og Jenna héldu áfram að plata Jeffrey, og Harley (eða Starla) og Phillip þurftu að gera margt til að plata hann. Buzz, Frank og Eleni komu til New York og allt komst upp um Jeffrey, hann var tekinn. Harley og Phillip sváfu saman í alvöru, þegar þau áttu bara að vera að leika fyrir Jeffrey, og Harley getur ekki hætt að hugsa um það. Hún og Jenna ætla að opna spæjarastofu saman. Reva og Josh eru fyrstu kúnnarnir þeirra, þær eiga að finna systur Revu. Billy ætlar að fara að vinna aftur hjá Lewis Oil.
LFMB (La Fea Más Bella):
Fernando er ennþá að nota Lety, til að hún taki ekki Conceptos af honum með hjálp Tómas, sem er náttlega algjört rugl..! Omar er búinn að ýja að því að hann “þurfi” að sofa hjá henni, og Paula Maria hefur talað við Lety um það.
Vinur Fernando og Omars, Eduardo, kom í stutta heimsókn, og kom mjög vel saman við Ljóta liðið. Þau fóru í hádegismat í einhverjum garði, drukku kampavín og hlustuðu á tónlist. Alicia og Luiggi voru alltaf að rífast um hann, en hvorugt fékk hann, hann er mjög ástfanginn af kærustunni sinni (man ekki hvað hún heitir). Eduardo komst að sambandi Lety og Fernando, og að hann væri bara að nota hana. Hann sagði honum að hætta með Marciu, hann elskar hana ekkert, og hætta að nota Lety, hún á skilið betra. Ég sakna hans geggjað mikið, hann var svo æðislegur!
Það var nafndagur Lety og hún átti afmæli daginn eftir (það kom ekki fram hvað hún væri gömul), og á nafndeginum fór hún út að borða með foreldrum sínum og Tómas. En á afmælisdaginn ætlaði hún fyrst út með “Ljóta liðinu”, en Erasmo heimtaði að hafa veislu heima um kvöldið. Lety ætlaði að hitta Fernando sama kvöldið, en þau ákváðu að hann kæmi kl.10 og þá færu allir úr veislunni, en Ljóta liðið hélt að hún væri að fara út með Tómas náttlega. Marcia og Alicia ákváðu að jósna um Fernando, þó hann væri búinn að segja Marciu að hann ætlaði að fara í veisluna hennar Lety.
Allir í Ljóta liðinu komu (Paula Maria, Lola, Martha, Irmita, Sara og Juana), og Simon og Celso, í veisluna heima hjá Lety. Erasmo var alltaf að spyrja þau óþægilegra spurninga og var með rólega tónlist, en leyfði þeim að skemmta sér doldið og kom með áfengi. Fernando kom um tíuleytið, en Erasmo sá hann og bauð honum að koma inn. Hann gerði það, en hann borðaði óvart of sterka sósu, þegar allir voru að fara. Lety og Fernando fóru loks út og hún sagði mömmu sinni að hún væri að fara út með Fernando og Julieta setti svefnlyf/róandi lyf í e-n drykk Eramso, svo hann æfri ekki nn til hennar og kæmist að öllu.
Roman og vinir hans sáu Marciu og Aliciu í bílnum hjá húsi Lety (ekki fyrir framan) og ætluðu að “heilsa upp á þær” og sátust inn í bílinn. Þær spreyjuðu e-u skordýraeitri eða e-u til að verja sig, en löggan kom og Roman og þau sögðu að þær hefðu boðið þeim inní bílinn og spreyjað þessu á sig, en þær sögðu að þær héldu að þau væru að fara að ráðst á þær, sem er nú satt (eina skiptið sem ég vorkenni þeim, allavega Marciu hehe). Löggan fór með þau öll niðrá stöð og varð mikið rifrildi þar, og Alicia var sett í klefa því hún gat ekki hætt að væla. Marcia samþykkti samkomulagið, sem var að þau myndu öll sleppa, ef þær færu með þeim út að skemmta sér. Alicia var nú ekki sátt við það.
Paula Maria og Simon skemmtu sér úti, en han vill ekki ennþá tala beint við hana (Hvenær ætlar hún að hætta þessum leikaraskap og játa að hún vilji vera með honum?!!)
Fernando og Lety voru úti að skemmta sér, því allir veitingastaðir voru lokaðir, og hann var alltaf að sjá Marciu fyrir sér. Hann hringdi í Omar og Omar sagði honum frá hóteli þar sem þau gæru verið ein, svo Fernando stakk uppá því að fara þangað og Lety samþykkti það. Þegar þau voru komin í herbergið sátust þau á sitthvoran endann á rúminu og voru mjög vandræðaleg…
Svo ætla ég að spyrja ykkur, hvernig leist ykkur á lokaþáttinn af One Tree Hill? Ég er alveg að deyja úr spennu, mig langar svo að vita hver það er sem Lucas hringdi í. Það endaði með því að hann var á flugvelli og var að hringja í einhvern, svo sáust Brooke, Peyton og Lindsey svara í símann á sama tíma, og svo var sýnt þegar Lucas spurði manneskjuna í símanum hvort hún vildi koma til Las Vegas með honum og giftast í kvöld! Svo endaði það, án þess að það kom fram hver þetta var! Ég vona að það hafi verið Peyton, enda er ég mikill Leyton fan ;) En ég hef bara enga hugmynd, efast samt um að það sé Brooke…
En svo er annað doldið kaldhæðnislegt, að það skyldi vera keyrt yfir Dan akkúrat þegar hann átti að fá nýtt hjarta, og svo pípaði dæmið, sem þýðir að hann hafi fengið nýtt hjarta. Þetta er allavega í 3.skiptið sem serían endar og Dan er í lífshættu eða að dauða kominn (2.sería: Eldurinn á skrifstofunni, 4.sería: Þegar hann reyndi að hengja sig í fangelsinu, og núna).
En það var gott að Nathan er farinn að spila körfubolta aftur, og Jamie fór í sundlaugina, en sorglegt með Angie, greyið Brooke, henni var farið að þykja svo vænt um hana. En já, hlakka til þegar 6.sería kemur!
Takk fyrir :D
Vona að það séu ekki miklar stafsetningarvillur.. :)