þátturinn í dag byrjaði á Joel vera að reyna að koma því útúr sér að hann vildi eiginlega ekki vera með Flick… Hún var ekkert alltof ánægð með það, og reyndi að fá hann til að sætta sig við að þau voru hrifin af hvort öðru. Þau fóru eitthvað að rífast í innkeyrslunni og Flick rauk í burtu. Shell sá þetta og varð eitthvað voða skrýtin á svipinn.
Joe og Lyn voru á spítalanum með óléttukonunni, sem er reyndar ekki ólétt lengur… Maðurinn hennar er kominn inn í söguþráðinn, hann var voða þakklátur og vildi endilega eitthvað gera fyrir Joe, bjóða honum út að borða eða eitthvað. Joe lét hann hafa nafnspjaldið sitt, sem stóð enn á að hann væri vertaki, og Joe fékk nafnspjald mannsins og þá er hann að flytja út e-ð, það kom ekki fram, en það kæmi mér ekki á óvart að þessi nafnspjöld muni gegna einhverju hlutverki.. aldrei að vita…
Lyn fór á kaffistofuna til að kaupa köku, hitti Joel og bauð honum í mat. Joel var ekkert alltof spenntur, en hálfneyddist.
Libby vill endilega sýna Drew giftinarhringinn þeirra en Drew vill ekki sjá hann fyrr en á giftingardaginn. Libby fær Lou til að kíkja á þá og miðað við svipinn á honum þá eru þeir greinilega hræðilegir, allaveganna að hans mati og hann segir Drew í einrúmi að hann ÞURFI að sjá þá áður en það er orðið of seint!
Shell kjaftar því í fjölskylduna að Flick og Joel hafi verið að rífast og í því bankar Joel. Andrúmsloftið yfir matnum er mjög þrungið og greinilegt að Flick var ekkert alltof sátt við að vera hafnað! Woody hringir og vill endilega hitta Steph, hún reynir eitthvað að segja að það standi ekki vel á, þetta sé erfitt osfrv
Steph og Flick trúa hvor annari fyrir vandamálum sínum, Steph segir hennir frá því að woody er í fangelsi og allt voða erfitt því hún vilji bara vináttu, en Flick segir steph frá Joel sem vill bara vináttu. Flick segir Steph að heimsækja Woody.
Joe, Lyn og Shell heimsækja hjónin og nýfædda barnið. Maðurinn segir þeim að þau hafi valið nafnið, Joseph Ny(eitthvað, hvað sem ættarnafnið þeirra er). Joe verður orðlaus, en alveg kjaftstopp þegar þau biðja hann um að vera guðföður barnsins.
Steph er í biðsal að bíða eftir að hitta Woody og þátturinn endar.