Eins og flestir vita, þá eru bara 5 þættir eftir af Ser Bonita no Basta. Bara út vikuna og síðan eru þeir búnir. Það eru alls 114 þættir og 110.þátturinn var sýndur í dag (13.ágúst).
En í staðinn, á mánudaginn, byrjar ný Suður-Amerísk sápuópera sem heitir Por Todo lo Alto eða Wings of Love (Á vængjum ástarinnar). Það er smásápa í 118 þáttum.
Í þáttunum fáum við að fylgjast með þremur ungum konum sem allar eru að reyna að komast áfram í flugiðnaðinum. Það er þó ekki auðvelt enda stjórna karlmenn þar öllu og konur eru yfirleitt fastar í flugfreyjustarfinu. Þetta er lýsing á www.stod2.is en síðan er alltaf hægt að fara á www.babelfish.altavista.com og þýtt yfir á ensku ef maður kann ekki spænsku. http://www.rctv.net/Programacion/VerPrograma.aspx?ProgramacionId=137 hér er góð lýsing til að þýða.
Það eru margir úr Mi Gorda Bella og Ser Bonita no Basta sem leika í þessum þætti. T.d.:
Marianela Gonzalez (Pandora Villanueva í MGB og Esmeralda Falcón í SBNB)
Jeronimo Gil (Franklin Carreno í MGB)
Daniel Alvarado (Jose Manuel Sevilla í MGB)
Carmen Alicia Lara (Eilín Campos í SBNB)
Aileen Celeste (Ariadna Villanueva í MGB)
Sandra Martinez (Fabiola í MGB)
Ricardo Bianchi (Julian/Duque Mendoza í MGB)
Marlene Maceda (Carmela Guerra í SBNB)
Gioia Lombardini (Conseulo Rojas í SBNB)
Eric Noriega (Benigno Matiz í MGB)
Aleska Diaz Granados (Vivian Duran í MGB) OG
Llena Aloma (Pepita í MGB).
Já, doldið margir, þetta eru allavega 12. Síðan gæti verið meira sem er ekki nefnt á netinu. En það er eitt doldið fyndið. Marianela Gonzalez er bæði búin að leika í Mi Gorda Bella og er að leika í Ser Bonita no Basta, síðan leikur hún líka í þessum þætti!!! Hún hlýtur að vera fræg í Venezuela!! :D
Endilega heimsækið sápuóperusíðuna mína, http://blog.central.is/sapuelskandi, og þar getið þið skoðað ýmislegt um Por Todo lo Alto ;)
Hlakka til að sjá hvernig þessir þættir eru;)
Takk:D