Sæl öllsömul.
Ég og vinur minn lentum í furðulegu atviku um daginn. Við hittum vin okkar frá bandaríkjunum sem stoppaði hérna í nokkra daga. Hann fór að segja okkur frá manni sem hafði búið á hæðinni fyrir ofan hann fyrir nokkrum árum. Hann heitir Alan Dale og við þekkjum hann víst betur sem Jim Robinson. Hann var ein aðal söguhetjan í mörg ár í grönnum og mörg ykkar muna eflaust vel eftir honum.
Alan og vinur minn urðu víst bestu mátar og drykkjufélagar og halda góðu sambandi enn í dag. Allavega hringdi vinur minn í Alan og fékk hann til að senda mér og vini mínum sem er líka grannafan áritaða mynd af sér og viti menn nokkrum vikum seinna komu tvær áritaðar myndir handa okkur.
Mér fannst þetta allavega brillíjant og ákaflega spaugilegt. Bara að heyra persónulegar sögur af einni af hetjunum okkar og einnig sú fáránlega tilviljun að vinur minn hafi átt “granna” sem granna.