Jæja ég skrifaði eitt stykki bréf til stöðvar 2.. Læt það bara flakka hér og vonast til að fá svar og posta því þá hingað líka..

—————————————–

Hvað er í gangi núna?
Eruð þið virkilega að reyna að losa ykkur við áskrifendur? Vitiði hvað það eru margir sem hafa gaman af nágrönnum?
Ég ásamt mörgum öðrum er mikill nágrannafan. Hér áður fyrr horfði ég alltaf á granna eftir skóla og hafði mjög gaman að en svo að eitthverjum ástæðum fóruð þið að færa sýngingartíman yfir á hádegið! Auðvitað var það ekkert sérlega skemmtilegt, en hey þið redduðuð því þó með því að endursýna svo alla þætti vikunnar á sunnudeginum. Sem hefur eflaust glatt fleira fólk en bara mig! Alltaf gott að vakna eftir djamm og horfa á granna í þynkunni.. Því ekki langar mann mikið að fara út..
En svo farið þið að færa sýningartímann yfir á hádegi á sunnudegi!!
Lítið nú aðeins á þetta frá okkar sjónarhorni.. Hver er aldur fólksins sem horfir á granna.. tjahh.. kanski svona ca 15-25 ára (margir yngir og margir eldri) en er þetta ekki akkurat sá hópur sem er í skóla eða vinnu um hádegi á virkum dögum? Hópur sem notar helgarnar í að skemmta sér og sofa lengur! Það eru ekki margir á þessum aldri sem vakna um fyrir hádegi á sunnudegi… Langt í frá!

Hér kemur smá bréf sem var svar frá ykkur við öðru kvörtunarbréfi útaf þessu

——————————
Góðan daginn
Það er rétt hjá þér að Nágrannar eru á dagskrá virka daga um hádegisbilið, og þeir eru einnig á dagskrá á sunnudögum frá 13 til tæplega 15…
Ástæða þess að nágrannar eru ekki seinnipartinn er einfaldlega sú að þá er barnatími Stöðvar 2 fyrir öll börnin sem eru að koma heim úr skólanum…
Sunnudagarnir eru jú fjölskyldudagar enda er barna- og fjölskylduþættir á dagskrá alla sunnudagsmorgna…
Þegar verið er að setja saman dagskrá er mjög erfitt að þóknast öllum, og því er reynt að fara milliveginn svo að sem flestir séu sáttir…
Ég þakka þér fyrir að láta vita af óánægju þinni og annarra og mun ég koma þessari kvörtun áleiðis til dagskrárdeildar…

Með bestu kveðju
Vigdís Jóhannsdóttir
——————————

Jájá þegar öll börnin koma heim úr skólanum þá eiga þau nú ekki skilið að horfa á granna þau verða að horfa á eitthvað barnvænt.. og það má auðvitað ekki bíða í 25 mínútur svona rétt á meðan þau hoppa úr útifötunum og fá sér brauðsneið eða eitthvað… Neibb Barnatíminn gengur fyrir! Saklaus þáttur um venjulegt fólk í hverfinu sínu er nottla ekki hægt..
Hvað með okkur eldra skólafólkið og vinnufólkið! Hvað eigum við að gera þegar við komum heim eftir vinnu eða skóla? Börn eiga fleiri leikföng en þau eldri, þau ættu að geta leikið sér í litlar 25 mínútur ekki satt?
Nágrannar, Just Shoot me, simpsons, dawsons creek, king of the hill.. eru þetta svona hræðilegir þættir að þá verður að sýna á meðan litlu börnin eru ekki heima?!

Hvað er málið með að nota börnin sem afsökun fyrir þessu. “Barna og fjölskyldu þættir alla sunnudagsmorgna..” Skoðum dæmið aðeins..
Sunnudagurinn 11. Nóvember hljóðar svona:

Barnatími stöðvar 2 er frá klukkan 8 til 12
klukkan 12 tekur svo við hinn gríðarskemmtilegi og barnvæni þáttur SJÓNVARPSKRINGLAN!! en það er í lagi hún er bara í korter.. reddum því og setjum þá annan þátt sem börnin hafa mun meira gaman af 60 MÍNÚTUR!! þú veist… HALLÓ!! lélegt svar þarna.. En yey krakkarnir eru hvort eð er löngu farin frá sjónvarpinu svo hvers vegna ekki að hleypa grönnum að!
Svo þegar grannar eru loksins búnir kemur eitthvað skemmtilegt sem kallast Uppvöxtur Litla trés þá er nú líka klukkan orðin 3 og krakkarnir örugglega orðnir leiðir á að púsla eða leika sér í snjónum svo hvað er betra en að horfa á þátt um TRÉ! Svo að trénu loknu kemur þó Simpson sem flestir hafa gaman af og þá sérstaklega sami aldurshópur og horfir á granna!
Svo kemur sjálfstætt fólk klukkan 17:15 og kvennaþátturinn Oprah klukkan 17:40 Svo fréttir og eitthvað….

Skoðið www.hugi.is þar er heilt ÁHUGAMÁL um þessa líka vinsælu sápu og ekki bara segja “jájá enn einn ruglaður fan-inn…” Skoðið þetta í alvörunni og reynið að gera eitthvað í þessu!! Þetta gengur auðvitað ekki svona..

Hulda