Góðan daginn
Það er rétt hjá þér að Nágrannar eru á dagskrá virka daga um hádegisbilið, og þeir eru einnig á dagskrá á sunnudögum frá 13 til tæplega 15…
Ástæða þess að nágrannar eru ekki seinnipartinn er einfaldlega sú að þá er barnatími Stöðvar 2 fyrir öll börnin sem eru að koma heim úr skólanum…
Sunnudagarnir eru jú fjölskyldudagar enda er barna- og fjölskylduþættir á dagskrá alla sunnudagsmorgna…
Þegar verið er að setja saman dagskrá er mjög erfitt að þóknast öllum, og því er reynt að fara milliveginn svo að sem flestir séu sáttir…
Ég þakka þér fyrir að láta vita af óánægju þinni og annarra og mun ég koma þessari kvörtun áleiðis til dagskrárdeildar…
Með bestu kveðju
Vigdís Jóhannsdóttir
e-mailið frá mér :
05.11.2001 17:38
Daginn,
mig langar að spyrjast fyrir um eitt… eruði að reyna að missa áhorfendur eða hvað ? ég veit um fullt af fólki sem horfði alltaf á nágranna en getur það ekki lengur vegna þess að þið ákváðuð að færa sýningartímann til kl 12 eða rúmlega það, og fæðstir af þeim einstaklingum sem ég veit um geta séð þáttinn í hádeginu vegna þess að þeir eru annað hvort í vinnu eða skóla.
svo jú ok þið sýnduð þá aftur seinnipartinn á sunnudögum en núna þá eruði búnir að breyta því líka! ég get bent ykkur á þó nokkrar greinar á www.hugi.is þar sem búið er að gera nágranna að sér áhugamáli og http://www.hugi.is/neighbours/greinar.phpgrein_id=25547
hérna eru greinar frá því að þið hættuð að sýna þættina síðdegis og svo er þetta síðan á síðasta sunnudag : http://www.hugi.is/neighbours/greinar.php?grein_id=31405
kynnið ykkur málið, eru ekki flestir af áhorfendum nágranna einstaklingar sem ekki komast heim í hádeginu ??
svo eru sunnudagarnir oftast orðnir “fjölskyldudagar” allvegaana hjá mörgum fjölsk. sem ég þekki!
með fyrir fram þökk
MOI!
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
eru einhverjir fleiri búnir að senda þeim e-mail ??? bara spá