Ég ætla að hafa þann heiður að skrifa fyrstu greinina á nýja árinu á /sapur. Ég ætla að skrifa um Mi Gorda Bella, af því síðasti þátturinn var þriðjudaginn 9.janúar, sem er afmælisdagur pabba míns m.a.:)
Nú er Suður-Ameríska sápuóperan, Mi Gorda Bella eða My Sweet Fat Valentina, búin á Stöð 2. Mér finnst það mjög sorglegt, en get samt horft á endursýndu þættina á fimmtud. og föstud. Við mamma erum líka að safna þeim:D
Þettta þurfti að enda einhvern tíma, af því þetta er “smásápa”, ekki endalaus eins og Guiding Light og það allt, sem er búið að vera í rúm 50 ár í sjónvarpi.
Þetta endaði allt vel, eins og maður var að vona, fyrir utan að það var mjög sorglegt þegar José dó:( En Olimpia dó, sem ég get nú ekki grátið yfir…! En ég ætla að fara aftur í tímann og þrátt fyrir að þetta var ekki mjög margir þættir, þá gerðist alveg hellingur! Til að gera langa sögu stutta, Orestes og Chiqui voru saman í fyrstu þáttunum, en hann varð yfir sig ástfanginn af Valentinu og þau áttu yndislegar stundir, þar til hún fór til Spánar eftir að hafa séð Chiqui og Orestes saman og hún varð mjög veik og komst að því að einhver hafði eitrað fyrir henni-hún hélt að það hefði verið Orestes. En svo var ekki, það var Olimpia móðir hans sem drap báða foreldra Valentinu og Celeste frænku sem var með henni á Spáni. Og Chiqui og Ariadna, systir Orestes, göbbuðu Valentinu, þannig Orestes var aldrei með Chiqui.
Valentina sneri aftur til Venezuela til að hefna sín á Olimpiu og Orestes, sem Bella De la Rosa Montiel, mjó og falleg, vinkona Valentinu. Hún mætti í brúðkaup Chiqui og Orestes, en Chiqui hafði verið nauðgað af Roman Fonseca á brúðkaupsdaginn. Valentina gat platað Orestes mjög lengi með gervinu. Hún komst að því að Orestes var alveg saklaus og féll fyrir honum aftur. Chiqui þoldi ekki Valentinu né Bellu. Hún svaf hjá Franklin í Puerto Piritu og varð ófrísk. Hún laug að öllum að Orestes ætti barnið en þegar hún sagði sannleikann skildu þau og hún og Franklin játuðu ást sína á hvort öðru. Orestes var líka í gervi, sem Silfurliljan, “bófi” sem stal ólöglegum peningum til að gefa munaðarleysingjahælum og fólki sem þurfti þá. Valentina (í gervi Bellu) kolféll fyrir Silfuliljunni og varð ófrísk eftir hann. Hún var komin með gervi til að láta alla halda að Valentina væri komin aftur.
Alvöru faðir Orestes, José Manuel Sevilla, kom aftur til Venezuela, eftir að hafa verið í fangelsi í 25 ár, ásakaður fyrir að drepa tvær manneskjur. En José átti enga sök á dauða þeirra og sat allan þennan tíma saklaus í fangelsi. Olimpia gerði allt til að láta Orestes ekki komast að sannleikanum, m.a.s. drepa José, en hann var dauðvona. Hann og Tza Tza, frænka Valentinu, giftust. Orestes komst að sannleikanum, Valentina og Bella eru sama manneskjan. Það sama kom fyrir hana, hún komst að því að Silfurliljan er Orestes og faðir barnsins! En já, allavega til að gera þessa sögu styttri, Villanueva fjölskyldan fékk alla drauma sína til að rætast á endanum, þrátt fyrir allt. Orestes og allir komust að sannleikanum um Olimpiu, að hún drap foreldra Valentinu, Celeste, barn Chiqui og Franklin, Gomez dómara, og að hún héti Maria Joaquina Crespo, var mella og Orestes sá hana dansa á Claraboya. Hún fór í fangelsi.
Chiqui og Franklin giftust, og Franklin drap Roman Fonseca af því hann var með læti í brúðkaupinu. Hún breyttist algjörlega og sættist við alvörumóður sína,Yessicu, og pabba sinn, Lorenzo. Orestes ákvað að fara eftir allt þetta með mömmu sína og eftir að hann komst að því að José var alvöru faðir hans. Hann þurfti ró og næði til að hugsa málin. Pandora og Jordi giftust loksins eftir allan þennan tíma, og Orestes kom aftur eftir heilan mánuð á skipinu “Lirio De Plata”, sem þýðir Silfurliljan. Hann giftist Valentinu og var alveg í sjöunda himni eftir að frétta þetta með barnið. Rogue stakk Olimpiu til að hún færi á spítala svo hann gæti hjálpað henni að flýja. Þau fóru í skipið hans Orestes en það endaði á því að skipið sprakk í tætlur og þau fórust bæði. Aquiles og Ninfa gifust og eignuðust eitt barn. Pandora og Jordi eignuðust stelpu. Valentina og Orestes eignuðust tvö börn og hún var aftur orðin feit. Börnin hétu José og Eva, eftir pabba Orestes og mömmu Valentinu. Orestes varð borgarstjóri í Caracas. Chiqui fæddi barn í síðasta þættinum. Tza Tza eignaðist dóttur, José var faðir hennar, en Juan Angel ól hana upp með henni, þar sem José var dáinn. Beatriz og Alejandro sættust.
Annað fólk sem endar saman: Ariadna & Jorge, Yessica & Pantoja, Muneca & Mateo, Lorenzo & Vivian Duran, Boligoma & Pepa, Gladiola og Pacheco, Samuel & Consuelito og Benigno & Nereida.
Ég mun sakna fallegu feitabollunnar minnar:)
http://www.imdb.com/title/tt0352078/fullcredits hér getiði séð allt cast-ið og allt um þáttinnn. Og endilega kíkið á síðuna mína, www.blog.central.is/sapuelskandi, þar er fullt af síðum og stuff um Mi Gorda Bella:)
Takk fyrir:D:D