Árið 1985 hófst að sýna nýja sápuóperu um líf fólks við Ramsay Street í Ástralíu. Þættirnir voru öðruvísi en aðrar sápur afþví að fólkið í sápunni var miklu eðlilegra og mannlegra og þar að voru vandamál þeirra ekki mikið öðruvísi en vandamál sem venjulegt fólk glímdi við.

Í upphafi bjuggu þrjár fjölskyldur í götunni, Ramsayfjölskyldan, Robinsonfjölskyldan og Clarkefjölskyldan í húsum nr. 24, nr. 26 og nr. 28. Ekki er mikið af upprunalegum leikurum ennþá í þáttunum. Í dag er búið í miklu fleiri húsum í götuna sem liggur í hring.

Í húsi nr. 22 býr Lou, Lolly og Drew. Lou er gamall og hress karl. Hann elskar peninga og er mjög nýskur að styrkja einhvern eða lána einhverjum peninga. Hann er alltaf að reyna að græða meiri peninga með einhvers konar fáranlegum buisness eins og að selja kolkrabbaleikföng, eða blóm á verkstæðinu sínu. Lou á krá þar sem fólkið í Ramsay Street hittist gjarnan, hann á líka verkstæði með Drew en Drew sér um alla vinnuna, svo á hann líka hús nr. 30 sem hann leigir til Toadie, Lance og Joel. Lolly er dóttir hans Lou hún er eitthvað á aldrinum 6-7ára. Hún segir ekki mikið í þáttunum en henni þykir rosalega vænt um pabba sinn og Drew.
Drew er býr hjá Lou og er einnig meðeigandi hans í bílvélaverkstæðinu. Drew er skilningsríkur og æsir sig sjaldan. Fjölskyldan hans á heima úti á landi, fjölskyldan hans er mjög náin og getur oft verið soldið yfirþyrmandi. Drew og Libby ætluðu að giftast en svo skyndilega hætti Libby við það svo Drew er í ástasorg.

Í húsi nr. 24 búa Harold, Madge og vinirnir Tad og Paul. Harold og Madge eru búin að vera lengst í þáttunum. Þau eiga engin börn saman en þau tóku Paul og Tad inn á sig. Þau eiga einn skyndibitamatvörustað og eitt kaffihús.
Harold er alltaf að reyna að hjálpa fólki. Hann er í hjálpræðishernum oo var einu sinn kjörinn borgari ársins í Erinsborough. Hann spilar á túpu og er í lúðrasveit hjá hjálpræðisherinum. Það var einu sinni ráðist á hann svo hann lærði juda.
Madge er ákveðin persóna sem lætur engan vaða yfir sig. Hún á eina dóttur sem hún heimsækir oft. Hún vinnur öllum stundum á kaffihúsinu og er nú að búa til matreiðslubók. Hún var einu sinni í körfubolta í liði sem hétu gráu gærurnar.
Paul er skynsamur og hæfileikaríkur ungur strákur. Hann æfir á gítar og er í fótbolta einnig hefur hann líka gaman af því að gera listir á hjólið sitt. Það eru ekki fáar stelpurnarsem falla fyrir Paul. Hann er einskonar draumabarn Harold og Madge.
Tad var algjört vandræðabarn þegar hann komafyrst inn í þættinia en Harold og Madge hafa tekist vel með hann. Hann sýnir náminu meiri áhuga en áður og er hættur að lenda í öllum þessum vandræðum, þótt hann eigi það til að gera eitthvað vitlaust af og til þá er það aldrei svo alvarlegt. Tad er mikill hjólagarpur eins og Paul og hann vann hjólakeppni en Paul hálf partinn gaf honum sigurinn. Tad var ættleiddur og hann er nýbúinn að finna mömmu sína en hún vill ekkert með hann hafa. Það hefur haft solldið áhrif á hann. Ég held að honum finnst hann falla solldið á skuggan á Paul, Paul varð miklu betri enn hann áhjólinu, hann fékk allar stelpurnar og hann á pabba sem vill alveg vita af tilveru hans.

Í húsi nr. 26 býr Skully fjölskyldan. Þau eru ný flutt í hverfið og þeim fannst það solldið skrýtið hvað allir voru nánir fyrst þegar þau komu í hverfið.
Joe Skully er húsasmiður. Hann er alltaf í fúluskapi og ofverndar dætur sínar. Hann vill ekki að Flikk hafi áhuga á eldri strákum. Steph er eiginlega félagi hans en Michelle er uppáhaldið. Hann er hégómafullur en er samt góður innan við beiniðþó að hann vilji helst ekki sína nágrönnum sínum það.
Lyn Skully er hárgreiðslukona. Hún er góður kokkur og fylgist vel með stelpunum sínum og lífi þeirra. Hún vill allt fyrir þær gera en þau eiga ekki mikið að peningum. Hún er alltaf að reyna að hala inn auka peninga og er alltaf áhyggjufull út af eonhverju. Hún hefur einhverja þörf á því að allir þurfa að líka hana og er því alltaf að reyna að gera eitthvað gott fyrir aðra.
Steph er elst systrana hún er algjör íþrótta manneskja. Steph er ein af þessum manneskjum sem er eiginlega góð í öllu, hún er góð í íþróttum, spilum og svo á hún mótorhjól sem hún lætur oftast aldrei frá sér. Eftir slysið átti hún erfitt með að fara aftur á hjólið en nú er hún aftur farin að fá þörf til þess að komast á hjólið. Hún er hrifin af Drew en hann er á ví að þau eru einungis góðir vinir. Það er alltaf fjör í kringum Steph og ef einhver á það ekki svo gott er alltaf öruggt að hún eigi eftir að koma að reyna að kæta mann upp.
Felicity er alltaf að hugsa um góð málefni. Hún hefur gaman a bókum. Flikk er gíóður vinur og Pal og Tad eru bestu vinir hennar. Hún og strákarnir koma sér stundum í vandræði og úr þeim aftur. Flikk hrífist af eldri strákum. Hún er mjög rómantísk og margir strákar hrífast að henni.
Michelle var óþalandi fyrst þegar hún kom í þátinn en hefur skánað heil mikið. Michelle hefur eða hafði dálæti af strákahljómsveitinni boy4. Fyrst þegar hún kom í skólann var hún alltaf að gera einhver launráð fyrir pening og var lögð í einelti fyrir það. Núna hefur hún eignast vinkonu sem heitir Bianca. Hún var einu sinni að deyja af því að hún var svo hrifin af Paul en núna er hún alltaf að reyna að verða vinir þeirra Flikk, Pauls og Tad en þeim finnst hún heldur barnaleg.

Kennedy fjölskyldan býr í húsi nr. 28. Þar búa Karl, Susanne og Libby.
Karl er læknir. Hann er alltaf að reyna að vera bestur í öllu og hefur keppnisskapið þó hann hafi kannski ekki mikla hæfileika. Hann er mjög nískur á peninga. Karl er sein heppinn oft á tíðum.
Susanne er skólastjóri. Hún er alltaf að reyna að vera sanngjörn. Hún sér það besta í fólki. Susanne er klóg og úrræða góð. Hún tekur alvalega og vel á hlutum og er mjög góður skólastjóri. Susanne og Karl hafa átt í vandamálum með hjónabandið en hafa alltaf náð að leysa þau.
Libby er blaðakona. Hún er að ganga í gegnum tilfinningaleg vandamál þessa stundina. Libby reynir að réttlæta heiminn í gegnum blaðamennskuna. Hún er mjög lík pabba sínum og hún getur fengið hann til þess að gera hvað sem er fyrir sig. Libby er mjög hrifin af Drew en hún vill ekki vera með honum útaf því að hún getur ekki eignast börn og hún veit að hann vill börn. Libby lokar solldið tilfinningum sínum inn í sér og ég er ekki viss um að hún viti hvað hún vill þessa stundina.


Í húsi nr. 30 eins og áður hefur komið fram býr Toadie, Lance og Joel
Toadie er að læra að verða lögfræðingur. Hann vinnur hjá Lou á kránni og á skólaútvarpsstöðinni. Hann er oftast hress og er alltaf eitthvað að bralla. Það er alveg ótrúlegt hvað honum dettur í hug. Hann er alltaf að koma sér í vandræði sem gaman er að fylgast með. Hann er oft settur á milli í einhvers konar vandamál og hann er alltaf tilbúin að hjálpa þeim úr þeim og gefa þeim góð ráð.
Lance er að læra að verða garðyrkjumaður. Hann er algjört nörd en honum er alveg sama svona er hann bara. Hann hefur átt í vandamáli með fjárhættuspil og er óhætt að segja að hann sé spilafíkill þó að hann spili ekki þessa stundina.
Ég veit ekki alveg hvað Joel er að læra en ég held að hann sé að læra að verða sjávarlíffræðingur eða eitthvað þannig. Hann er íþróttamaður en lent í slysi fyrir solldlu síðan og hefur ekki ná sömu getu og áður þó hann teljist vera frekar góður íþróttamaður.

Hús nr. 32 er sinasta húsið í götunni en þar býr Teresa.
Hún er kennari.Teresa flutti í götuna þegar hún fór frá manninum sínum vegna þess að hann hafði lamið hana. Maður hennar dó síðan seinna í bílsslysi. Tess er alltaf hress. Hún er góður kennari en stundum dálítið ströng. Hún er alltaf að reyna að fá Libby og hinar einhleypu stelpurnar í götunn til þess að gera eitthvað skemmtilegt með sér.