Peyton Sawyer - Hilarie Burton Ég ákvað að taka þátt í þessu greinaátaki og skrifa um Peyton Sawyer í One Tree Hill, leikna af Hilarie Burton.

Hilarie
Hilarie fæddist 1.júlí 1982 í Virginu og var skírð Hilarie Ross Burton. Foreldrar hennar heita Bill og Lisa og hún á fjögur systkin, eldri systurina Natalie og yngri bræðurna Billy, John og Conrad. Hún gekk bæði í New York háskólann og Fordham háskólann.
Nú býr Hilarie með Ian Prange sem er aðstoðarmaður við leikstýringu á One Tree Hill. Það er saga í gangi um að þau séu gift eða trúlofuð, þótt staðfest sé að hún sé ekki gift. Hún á köttinn Poe sem hún skírði eftir Edgar Allen Poe.
Áður en Hilarie lék í One Tree Hill var hún kynnir í sjónvarpsþættinum Total Request Live á MTV. Fyrst átti hún bara að vera gestur í eitt skipti en svo varð hún fastráðin. Hún lék einnig í Dawson’s Creek og síðast en ekki síst lék hún Peyton Í One Tree Hill. Árið 2004 var hún tilnefnd sem ný sjónvarpsstjarna í flokki kvenna og besta leikkonan í drama/spennu hlutverki en vann hvorugt. Hún var aftur tilnefnd árið 2005 sem besta drama leikkonan en vann ekki heldur í það skiptið.

Peyton
Peyton fæddist árið 1988 og var skírð Peyton Elizabeth. Móðir hennar var Elizabeth Harp, kölluð Ellie, en ekki er vitað hver faðir hennar var. Anna og Larry Sawyer ættleiddu hana og hún hélt að þau væru alvöru foreldrar hennar til 17 ára aldurs.
Þegar One Tree Hill byrjaði var hún besta vinkona Brooke Davis til margra ára og var með Nathan Scott, fyrirliða körfuboltaliðs skólans. Þau hætta saman og Peyton verður hrifin af Lucas, hálfbróður Nathan. Það er heldur seint vegna þess að hann og Brooke eru saman.
En þau láta það ekki stoppa sig og eru saman án þess að Brooke viti. Brooke kemst að því og verður brjáluð. Brooke og Peyton hætta að vera vinkonur, Brooke og Lucas hætta saman og Lucas og Peyton hætta líka saman.
Þá byrjar Peyton með Jake Jagielski, sem er svipað gamall og Peyton og á eina dóttur, Jenny. En sambandið endar þegar Jake þarf að flýja með Jenny svo að Nicki, mamma hennar fái ekki forræðið. Jake kemur til baka, en neyðist aftur til að flýja undan Nicki sem veldur því að Peyton verður mjög leið.
Ellie birtist og sagði Peyton að hún væri mamma hennar. Þetta var mikið áfall fyrir Peyton og hún neitaði að tala við Ellie. En svo sannfærist hún um að tala við Ellie eftir að hún kemst að því að Ellie er með brjóstakrabbamein. Þær halda tónleika og gera plötu til styrktar konum með brjóstakrabbamein. En daginn sem platan kom út fann Peyton Ellie dána.
Einn dag kemur Jimmy Edwards, fyrrverandi besti vinur Mouth og Lucas með byssu í skólann. Hann skýtur Peyton í fótinn og hún haltrar og felur sig á bókasafninu. Lucas finnur hana og þau kyssast.
Peyton og Pete Wentz úr Fall out boy byrja saman en svo byrjar Peyton aftur með Jake. Hún ætlar giftast honum og búa hjá honum og Jenny í Savannah. En svo talar hún af sér upp úr svefni og Jake kemst að því hún elskar Lucas og segir henni að fara aftur til Tree Hill.
Í brúðkaupi Haley og Nathan ákveður Peyton að segja Brooke, sem er aftur orðin besta vinkona hennar og aftur byrjuð með Lucas, að hún elski Lucas. Brooke segist aldrei ætla tala við Peyton aftur. Svo fer hún til Lucas og segir að Peyton hefði sagt sér svolítið um hann og Peyton. Lucas heldur að það hafi verið um kossinn á bókasafninu og segir að kossinn hafi ekki meint neitt fyrir sig. Brooke verður ennþá reiðari, bæði við Peyton og Lucas.
Peyton býður Brooke að gera ekkert í því að hún elski Lucas svo lengi sem Brooke elski hann en Brooke verður ennþá reiðari og segist aldrei ætla verða vinkona Peyton aftur.
Peyton kemst að því að hún á hálfbróður, Derek. Þau eiga sama pabbann, sem Peyton hefur aldrei séð. Hún hringir í bróður sinn en hann skellir á. Þá sendir hún út video af sér á netinu þar sem hún biður hann að hafa samband við sig.
Á átján ára afmælisdegi Brooke talar Peyton við Lucas og segir honum frá ákveðinni hefð sem hún og Brooke höfðu oft haft. Þær fóru í ákveðna búð, Brooke val sér gjöf og Peyton stal henni fyrir hann. Pabbi Peyton þekkti eigandann og borgaði síðan fyrir það sem þær höfðu stolið, en Brooke vissi ekki af því. Peyton segir Lucas að fara í staðinn fyrir hana þetta árið til að reyna að bjarga sambandinu milli hans og Brooke. Lucas fer en Brooke kemur ekki fyrr en of seint. Þá eru hann og Peyton að labba út hlæjandi því að Peyton stal einhverju fyrir hann.
Þegar Peyton kemur heim býður Derek, bróðir hennar fyrir utan. Hún skellir hurðinni á hann en fer svo og hittir hann á kaffihúsinu. Henni líkar mjög vel við hann. Hún sýnir honum Tree Hill og bíður honum svo með sér á körfubolta leik og í eftirpartý. Í eftirpartýinu heldur Brooke að þetta sé kærastinn hennar og kyssir hann. Þegar Peyton segir henni að þetta sé bróðir sinn er Brooke alveg sama.

Staðreyndir
- Peyton er mjög góður teiknari og teiknar mikið.
- Hún á skemmtistaðinn Tric.
- Hún hefur verið með Nathan Scott, Lucas Scott, Jake Jagielski og Pete Wentz.
- Hún var besta vinkona Brooke Davis.
- Hún er ættleidd.
- Alvöru mamma hennar dó úr krabbameini.
- Hún þekkir ekki alvöru pabba sinn.
- Hún á hálfbróður sem heitir Derek.
- Ættleiðingar mamma hennar dó í bílslysi.
- Peyton er Tree Hill High klappstýra
- Fyrstu þáttaraðirnar var eytt þremur tímum í að krulla hárið á Hilarie en því var hætt því að það var of tímafrekt.

Uppáhalds móment
Peyton og Brooke að rífast út af því að Peyton sagðist elska Lucas
Peyton: Go Brooke yourself.

Peyton og Jake að tala saman um að Peyton tali upp úr svefni
Jake: You said I love you.
Peyton: Normally that’s a good thing.
Jake: You said I love you, Lucas.

Klappstýrurnar að ganga inn á völlinn. Rachel og Haley hlið við hlið og Brooke og Peyton þar fyrir aftan. Rachel nýbúin að kyssa Nathan.
Haley: Stay the hell away from my husband.
Rachel: I was just thanking him.
Haley: Your thanks send people to a hospital.
*Peyton hlær*
Brooke: What are you laughing about, your love send people to the grave.
Peyton: Well if that’s the case then I love you Brooke.

Peyton og Pete Wentz í neðri koju að tala saman. Mouth í efri kojunni en Peyton veit ekki af honum. Umræðan fer að vera um skotið og hvað Peyton vilji gera næst.
Peyton: I don’t know. I just gotta figure it out.
Mouth: Can you figure it out soon, I’m trying to sleep here.