Já, þetta er það sem er búið að gerast í vikunni.
Valentina og Orestes sváfu saman (sem silfurliljan og Bella, Bella sá ekki andlitið samt).
Nú er Valentina ástfangin af silfurliljunni.
Orestes frétti að sonur Consuelito væri með heilaæxli og þau þurftu peninga fyrir aðgerð en áttu enga. Þá kom hann sem silfurliljan og gaf þeim peninga fyrir aðgerðinni.
Franklin bannaði þeim að nota þá en á endanum tókst Valetninu að sannfæra hann.
Síðan var aðgerðin og allt var í fína lagi.
Orestes heimsótti drenginn á spítalann sem silfurliljan og þá kom Valentina. Orestes heldur náttlega að þau hafa aldrei sést áður og honum finnst svo skrýtið hvað hún dáist að honum og síðan kyssti hún hann.
Jordi fór í fangelsi eftir að hafa “rænt” Pandoru og þannig, hann var líka rekinn sem lögga!
Pandora sér doldið eftir því held ég, en heldur samt ennþá að hann hafi haldið framhjá með Ariödnu.
Aquiles var að reyna að sættast við Ninfu eftir að hann komst að því að þetta var allt blekking með myndirnar og það en Ninfa kom með lögfræðing og vill skilja. Hann skrifaði undir á endanum.
Chiqui fór að hugsa um það að hún hefði aldrei séð Valentinu og Bellu saman og fór að gruna eitthvað en hætti síðan að hugsa um það.
Chiqui var að tala við Franklin þegar Olimpia kom í reiði. Ég held að Chiqui sé orðin hrædd við hana eftir að hún komst að því að Orestes á ekki barnið.
Roman rændi henni af því hann heldur að þetta sé kannski barnið hans eftir að hann nauðgaði henni.
Það gengur allt í haginn hjá Alejandro. En síðan komu löggur og voru að reyna að ná Beatriz (veit ekki alveg af hverju, en Franklin vísaði þeim á hana). Beatriz fór þá og talaði við hann og var reið, Franklin bannaði henni að vera með Alejandro.
Tza Tza og Josema fengu sameiginlegan reikning og hann bað hana um að giftast sér! Hún fór að hugsa málið og sagði já. Þau eru trúlofuð.
Og Juan Angel er loksins búinn að sjá Olimpiu í réttu ljósi!
Hann kom að henni og Lorenzo að kyssast.
Hann varð reiður, fór með hana heim og sagði við alla á heimilnu að pakka saman því hún væri að flytja út.