Sunnudagsþátturinn Jæja þar sem engin virðist ætla að segja neitt frá síðustu þáttunum þá sé ég enga ástæðu fyrir því hvers vegna ég ætti ekki bara að gera það..
Allrighty…
Svo ég reyni nú að rifja þetta aðeins upp..
Steph og Drew voru semsagt í þessari útileigu, ég náði ekki alveg byrjunni en allavega Steph sagði Drew að sér liði svo illa og hún væri hálfslöpp svo hún vildi helst fara bara heim. (Drew gat víst ekki hætt að tala um ást sína á Libby eða eitthvað þess háttar) Svo Þau skötuhjúin fóru bara heim. Þar sem Steph brotnaði alveg niður og hágrét í faðmi móður sinnar.

Libby kom heim úr sveitinni (var hjá Tom afa sínum) og var öll orðin hressari og hún vildi endilega hitta Drew og spjalla og svona, sem Drew var auðvitað alveg himinlifandi yfir og sagði Steph glaður frá því, hún auðvitað eyðilagðist alveg skiljanlega..
En Libby vildi ekki meira samband.. bara vináttu sem auðvitað eiðilagði Drew..

Tad sagði Harold allt af frétta með Doulu (hvernig sem það er skrifað) og sagði henni að hún hefði aldrei borgað honum einn einasta eyri.. Svo eftir eitthver rifrildi við hana fór Tad og talaði við Mark sem á staðinn sem hann DJ-aðist á og sagði honum frá þessu, Hann talaði við hina DJ-ana sem staðfestu þetta og Mark rak Doulo og sagði Tad að hann hefði gert rétt með að tala við sig og hann fengi peningana sína í pósti sem fyrst og hann mætti endilega vinna þarna lengur ef hann vildi

Michelle var búin að safna öllum Boy Four gaurunum og tók þátt í þessari keppni og auðvitað vann hún og varð himinlifandi.. og var svo á fullu að reyna að vinna sér inn aftur þessa 200 dali fyrir sumarbúðunum.. Pabbi hennar komst að þessu svo en þótt ótrúlegt megi virðast þá varð hann ekkert sérlega reiður.. og hún þarf bara að vinna sér inn hverja einustu krónu til baka

Paul er alltaf með þessari Cheyenne (og hvernig sem það er skrifað)
og er hún Flick alveg að deyja úr afprýðisemi..

Flick safnaði undirskriftum frá krökkunum í skólanum til þess að mótmæla því að bókin væri bönnuð… En Susan er í stökustu vandræðum þar.. Þar sem Pabbi Cheyenne hótaði að hætta við að gefa skólanum tölvur ef bókin yrði ekki tekin af dagskrá og krakkarnir eru búnir að komast að því…

jæja annars man ég ekki meira.. postið endilega eitthverju sem þið munið eða viljið breyta ;)