Þetta er nú frekar smá tilkynning en grein, þar sem mig langar virkilega að vekja athygli á þessu efni.
Það er loksins komið að nýju greinaátaki á sápuáhugamálinu. Það styttist í að margir byrji í skólanum og væri því ekki upplagt að rifja upp ritgerðarsmíðarnar og skrifa smá grein?
Að þessu sinni á að skrifa um persónu úr sápu. Þið megið skrifa um eina eða fleiri persónur úr eftirtöldum sjónvarpsþáttum:
Nágrönnum
Glæstum vonum
Leiðarljósi
Valentínu
Beverly Hills
Melrose Place
One Tree Hill
The O.C.
Það hefur margt breyst í öllum þáttunum að undanförnu og 3 nýir þættir sem aldrei hafa verið með í greinaátaki.
Endilega veljið ykkur eina eða fleiri persónur og skrifið hugleiðingar um þær. T.d. hvernig er þessi persóna? Hver er hennar þáttur í viðkomandi sápu? Hefur persónan gert eitthvað merkilegt? Eitthvað af sér? Er hún skemmtileg eða leiðinleg? Vinsæl eða óvinsæl? Af hverju? Hver leikur persónuna? Er hún vel eða illa leikin? Hvað finnst ykkur um persónuna?
Þið megið líka gjarnan taka fyrir smá umfjöllun um viðkomandi þátt eða seríu í leiðinni.
Munið að yfirfara stafsetningu og málfar. Illa skrifaðar eða stolnar greinar verða ekki birtar.
Hafið greinina ekki styttri en 300 orð. Hægt er að skrifa greinina í Word og láta Word telja orðin ef þið eruð ekki viss um lengd greinarinnar. Allt styttra efni fer á viðkomandi kork.
Greinaátakið mun standa til 26. ágúst, þ.e. í tvær vikur.
Góða skemmtun. Hlakka til að sjá greinar.
Karat, stjórnandi á Sápum.