Hvernig finnst ykkur Harold og Madge vera að standa sig í uppeldinu á Paul og Tad.
Loksins komast vesalings drengirnir í eitthvað sem þeir eru virkilega góðir í og eiga víst framtíðina fyrir sér.
Paul í þessum “fótbolta/rughby” og Tad sem Dj (plötusnúður)
En nei það er ekki nógugott fyrir Harold og Madge. Tad rétt má vera að Dj-ast á stað sem hann fékk vinnu á, en verður að passa sig að koma snemma heim, þótt svo að þau skötuhjúin eru ekki ýkja hress með þessa nýju vinnu hans, þar sem hún er á stað sem Tad er ekki nógu gamall til að vera þar inni án forráðamans..
Og Paul, hann var að taka þátt í sinum fyrsta leik og var tæklaður niður. Madge auðvitað varð móðursjúk og ætlaði að banna honum að taka þátt oftar í þessu, nema hann yrði með HJÁLM! það var bara mest fyndið! En það kom mér sterklega á óvart að Jelly Belly skildi ekki vera samála Madge þarna heldur stóð hann með Paul svo hann fékk að halda þessu áfram!