Hvers vegna í ósköpunum er þátturinn þá sýndur á svona fáránlegum tíma? Í hádegi, þegar flestir eru vanalega að borða hádegismat og hafa ekki mikinn tíma til þess að horfa á sjónvarpið. Sjálfur er ég vinnandi maður og fæ aðeins 40 mín. í mat, og hef ekki neinn tíma til að horfa á Nágranna, en ég reyni það samt alltaf! Vanalega missi ég af svona 1-3 þáttum í viku.
Síðan eru þættirnir endursýndir á sunnudögum. Jújú, það er nú til bóta, en maður hefur því miður ekki alltaf tíma til að horfa á 5 þætti af Nágrönnum í röð, ég tala nú ekki um ef maður vinnur helgarvinnu, þá missir maður gjörsamlega af Nágrönnum!
Ég þekki ekki einn mann sem finnst þessi sýningartími þægilegur og ég skora hér með á Stöð 2 að færa þættina einfaldlega!
Með von um bjartari og betri tíð,
JohnnyB.
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _