Ég veit ekki allt um hana, enda afskaplega margslunginn persónuleiki (nýjasta nýtt að vera draugur) og ég hreinlega nenni ekki að leggjast í heimildarvinnu um þetta.
Reva er sumsé að þessi klikkaði draugur sem er sífellt að reyna að stía Josh og Annie í sundur af því að draugurinn Reva vill ekki sjá ást lífs síns með einhverri annari. En er ekki nóg komið af draugagangi spyr ég. Þetta hefði verið í lagi í um það bil tvo þætti en allir þessir þættir sem þetta er búið að ganga er allt of mikið. Og það að Annie geti séð hana líka?????
Ég vil fá alvöru Revu aftur. Það veit hver sem hefur horft á Leiðarljós að einhverju ráði, að ef fólk deyr á einhvern hátt þannig að líkið finnst aldrei, þá er sá einstaklingur pottþétt ekki dáinn heldur í felum einhvers staðar eða hefur misst minnið – sem ég er fullviss um að er það sem komið hefur fyrir Revu. Ég veit ekki um neitt “lík” í Leiðarljósi sem ekki fannst, sem ekki hefur komið aftur sprell-alive, fyrr eða síðar. Þessar góðu líkur á upprisu gera draugasenur Revu ennþá asnalegri.
En hvað veit ég um Revu. Hún var síðast gift Josh Lewis og á með honum Möruh og Shayne. Til gamans má geta að fyrir þá sem muna ekki eftir fæðingu Möruh að nafn hennar er samsett úr nöfnum mæðra Josh og Revu, það er Martha og Sarah. Shayne heitir hinsvegar fullu nafni Joshua Shayne Lewis. Auk þess er Reva mamma Dylans, en hann fæddist þegar hún var kornung og hún gaf hann til ættleiðingar. Pabbi hans er Billy eldri bróðir Josh en enginn vissi um tilvist barnsins þar til Dylan komst einhvern veginn inn í söguþráð Leiðarljóss fyrir nokkrum árum.
Billy og Reva voru nú samt einhvern tíman gift. Og ekki nóg með það þá var hún líka gift pabba þeirra bræðra, H.B. og varð meira að segja ólétt eftir hann en missti fóstrið. Joshua skilst mér að hafi samt alltaf verið uppáhalds Lewis-inn hennar þótt eitthvað hafi gengið illa fyrir þau að ná saman.
Það gerðist undir þeim skemmtilegu kringumstæðum að Reva átti að fara að gifta sig manni að nafni Kyle Sampson (hálfbróðir Billy’s í móðurættina). Kyle þessi hafði áður verið giftur Mave Stoddart (fyrrverandi konu Fletchers). Þau höfðu átt von á barni saman en af einhverjum ástæðum var hann ekki viðstaddur þegar barnið (Ben Reade) fæddist og Maeve sagði honum að það hefði fæðst andvana. Mave hélt tilvist Bens leyndri allt þar til hún ruddist inn í giftingarathöfn Kyles og Revu og játaði allt. Reva stormaði út og hljóp eirðarlaus um götur uns hún hitti skeggjaðan mann sem ég hafði aldrei séð áður. Þarna var kominn sjálfur Joshua Lewis og þau enduðu í Cross Creek og Marah kom undir. Þessi heppilega tímasetning olli svo heilmikilli faðernisdeilu um Möruh. Josh og Reva giftu sig nokkrum árum seinna í Cross Creek í voða rómantískri athöfn.
Húsið sem Holly býr í núna stendur við árbakka og var upphaflega kallað Reva-bend eftir íbúanda þess. Yfir þessa á liggur brú, sennilega frekar há, þar sem vinsælt hefur verið í gegnum tíðina að hoppa þar fram af í tilraun til sjálfsvígs. Þetta hefur Reva meðal annars gert. Ég man nú ekki alveg hver fiskaði hana upp en hún allavegna komst lífs af. Upphaflega vissi enginn hvað hún hafði gert en einhvern veginn komst Fletcher á snoðir um það og skrifaði greinarflokk um hana undir dulnefni. Fletcher hlaut Pulitzer verðlaunin fyrir hann og Reva gaf sig fram.
Ótrúlegt en satt þá hefur Reva ekki alltaf verið í slagtogi með Lewis-karlmönnum. Ég er ekki alveg viss um að ég sé með þessa atburðarröð alveg á hreinu, en þá leiðréttir mig bara einhver. Einhvern tíman var dularfullur náungi að sniglast í kringum húsið hennar Revu (kannski sá sem náði henni upp úr ánni eftir sjálfsmorðstilraunina?). Þetta var flækingur eða eitthvað svoleiðis sem Reva tók að sér og varð ástfangin af honum. Hann reyndist vera óþokki og mig minnir að Alan Spaulding hafi bjargað henni frá honum. Einhvern veginn endaði Reva allavegna með Alan. Hún lenti á spítala (kannski af því að Cain (flakkarinn) gerði henni eitthvað) og Alan lét innrétta sjúkrastofuna eins og herbergi í viktorískum stíl fyrir hana!
Ætti maður ekki líka að rifja upp “dauða” Revu? Skömmu eftir fæðingu Shayne fór Reva að eiga við vandamál á andlega sviðinu. Þau náðu hámarki þegar þau Josh voru í fríi með börnin ásamt Dylan og Samönthu, kærustunni hans. Geðveiki Revu náði hámarki þegar hún og Samantha voru í bílferð sem endaði með því að Reva ók á góðum hraða fram af bryggju með þeim afleiðingum að líkami hennar, lífs eða liðinn, fannst aldrei og hún talinn af. Samantha náði að kasta sér út úr bílnum áður en kom að bryggjunni en skaddaði mænuna í sér og lamaðist.
Josh vildi auðvitað ekki takast á við að missa Revu og það var ekki fyrr en Harley Cooper, sem var barnapía hjá þeim, tók sig til og henti fötunum hennar Revu út um gluggann og kveikti í þeim að eitthvað rofaði til. Josh og Harley trúlofuðust eftir það. Batinn reyndist skammvinn því Josh taldi sig hafa séð Revu bregða fyrir í ferðaþætti um Ítalíu sem hann sá í sjónvarpinu og flutti með börnin og fór að leita að henni án árangurs.
Annars var Shayne ættin öll mjög skemmtileg meðan hún var í Leiðarljósi og sjaldan lognmolla í kringum hana. Auk Revu voru þarna foreldrar hennar, Hawk og Sarah, og systkini Roxy og Rusty. Hawk og Sarah ráku lengi vel Company en fóru svo með Josh til Ítalíu eftir “dauða” Revu til að hjálpa með börnin. Roxy er búin að vera ansi lengi á heilsuhæli í Sviss við að ná sér eftir taugaáfall sem hún fékk eftir að hafa annast unnusta sinn sem greindur var með ólæknandi krabbamein. Unnustinn ætlaði að fremja sjálfsmorð en sá ljósið og læknaðist á undraverðan hátt og seinast þegar fréttist fór hann til að vera hjá Roxy. Rusty hinsvegar er lögreglustjóri í Tulsa en hann og Mindy voru æskuást hvors annars, ekki ósvipað Revu og Josh.
Reva hafði átti engan sérstakan starfsframa svo ég muni. Hún var aðstoðarkona Alans hjá Spaulding meðan þau voru saman og hún var um tíma söngkona á veitingastað sem Hamp og Billy ráku. Oftast var hún bara eiginkona, gekk í …..ehm… athyglisverðum og áberandi fötum…. og var Reva!
Megi hún koma aftur sem fyrst – í líkamlegu ástandi!
Forever is such a long, long time and most of it hasn't even happened yet.