Smá saga um Nágranna Þegar hugmyndin um seríuna kom fyrst upp voru ekki margir sem höfðu trú á að sápuópera um svona hversdagsleg mál eins og samskipti í og milli fjölskyldna myndi verða spennandi eða vinsælt áhorfsefni. Reg Watson, maðurinn á bak við seríuna, var viss um að þetta væri góð hugmynd, enda vel sjóaður í sápuóperugerð og búinn að koma upp mörgum vinsælum sápum.

Fyrstu útsendingarnar á Neighbours, eða One Way Street eins og þeir hétu fyrst, hófust á Channel Seven í Ástralíu árið 1985. Syrpan var aðeins sýnd þar í hálft ár (170 þættir) og náði ekki neinum sérstökum vinsældum til að byrja með. 1986 tók Ten Network við þáttunum og breytti aðeins útliti þáttanna og setti meiri glans og ríkulegri blæ á þá. Einnig bættu þeir inn táningsleikurum eins og Jason Donovan og Kylie Minogue og útkoman varð sú að Nágrannar höfðuðu fljótt til 5 miljón Ástalíubúa og n.k Nágrannaæði átti sér stað. Í dag eru þættirnir sýndir í meira en 60 löndum og yfir 120 miljón manns horfa á þá á degi hverjum.

Þættirnir eru teknir upp í Melbourne og gatan sem við þekkjum sem Ramsey Street heitir í raun Pin-Oak Court.

Ýmsar frægar stjörnur hafa sprottið úr þáttunum, en nöfn eins og jason Donovan, Kylie Minouge, Craig McLachlan, Guy Pearce, Kimberley Davies and Natalie Imbruglia eru meðal þeirra sem stigu sín fyrstu fræðgðarspor í Nágrönnum.
Kveðja,