Þessi þáttur var æðislegur! Það var ýmislegt sem gerðist og hér ætla ég að segja frá honum í megin dráttum (vona að ég gleymi engu mikilvægu).
Það var rosalega mikil rigning allan þáttin svo að fyrsta atriðið fjallaði nú bara um það. Allir voru að vakna (þar sem það var morgun). Sandy var að gera sig klárann fyrir vinnuna en þá hringdi síminn. Getiði hver það var, já rétt hún Rebecca elskuleg (hata hana!) Hún var eitthvað að tala um að hún yrði að kveðja hann áður en hún færi svo að hann fór að hitta hana. Sem sagt ekki mikil vinna hjá honum þann daginn, kemur kannski ekki að sök þar sem þetta var víst laugardagur.
Strákarnir Seth og Ryan voru svo eitthvað að reyna að tala saman, en hvorugur vildi fara út í þetta vonda veður. Þeir enduðu svo bara með því að tala saman í síma á meðan þeir stóðu við gluggana sína og horfðu hver á annann. Svo sætir og góðir vinir. Þeir voru að tala saman um stelpurnar í lífi þeirra, ákváðu svo að fara út í þetta vonda veður og redda málunum í eitt skipti fyrir öll!
Alex gisti heima hjá Marissa, Julie vissi ekki af því fyrr en þarna um morguninn og varð svolítið hissa á að sjá þessa stelpu þarna inni í eldhúsinu sínu, en spilaði það vel. Bauð Alex morgunn mat sem hún afþakkaði enda borðar hún ekki morgunnmat og var að flíta sér heim eða eitthvert. Þegar Alex var farin sagði Julie að það væri fínt að fá að vita hvað væri að gerast í húsinu, hún væri samt glöð að Marissa væri komin með nýja vinkonu en vildi samt fá að vita hvað væri um að vera. Marissa sagði henni þá að Alex væri ekki bara vinkona hennar heldur kærasta hennar líka og auðvitað varð Julie brugðið en enn og aftur lék hún þetta vel.
Rayan for til Lindsay til þess að reyna að bæta sambandið, en eins og þið munið eflaust þá rifust þau í síðasta þætti vegna þess að hann var að miðla málum móður hennar. Hún var samt ekki á því að hleypa honum inn strax (vissi samt ekki að það væri hann). Hún var að æfa sig á óbóið og vildi engann hitta né sjá. Svo að hann fór og barði á rúðuna hjá henni. Kom svo inn um gluggan (rosalega sætt og rómó!) Hún sagði honum þá að hún vildi ekki fara í DNA-prófið væri að fara að flytja til Chicaco með mömmu sinni þar sem þær ættu ættingja. Hann sagði henni þá að hún myndi ekki hætta að hugsa um þetta mál allt saman nema hún kæmist að því hvort að Caleb væri pabbi hennar erður ei? Svo hún félst á endanum á að fara í DNA-prófið.
Marissa kom til Alex og sagði henni að hún væri búin að segja mömmu sinni frá þessu öllu!!! Alex spurði hvort að hún hefði nokkuð verið að segja henni það bara til þess að fara í taugarnar á henni? Marissa sagðist þá bara hafa sagt mömmu sinni þetta til þess að gera þetta raunverulegt.
Seth fór til Summer og var með kóngulóamansgrýmu yfir andlitinu þar sem hann vildi meina að hann þoldi ekki rigningu (veit ekki hvernig hann fer í sturtu?) Hún var þá að pakka enda að fara til Ítalíu daginn eftir. Hún var meira að segja að máta brúðarmeyjarkjólinn sem var gulur. Það sló Seth svolítið út af laginu að hún væri brúðarmeyja og áttaði sig þá á að hún væri orðin hlutu af fjölskyldu Zack en ekki lengur hluti af hans eigin fjölskyldu. Sagði henni svo bara að hún þyrfti að fá sér öðruvísi kló á hárblásarann sinn þar sem klærnar eru öðruvísi í Evrópu en í Bandaríkjunum. Þau urðu mjög sorgleg á svipin og hann yfirgaf herbergið.
Sandy var með Rebeccu á einhverri kaffistofu og þau voru að ræða málin. Hann var eitthvað að tala um að hún ætti ekki að fara, hún þyrft bara að bíða og lostna við þetta af nafni sínu og eitthvað.
Kirsten var í vinnunni að reyna að dreyfa huganum, sem gékk ekki nógu vel hjá henni. Julie kom svo inn á skrifstofuna til hennar og var eitthvað að spyrja hana hvað hún væri að gera í vinnunni á laugardegi? Kristen sagðist þá vera að reyna að leiða hugan að einhverju öðru en það tækist ekkert allt of vel. Julie sagði að það sama væri uppi á teningnum hjá henni, lagði svo til að þær færu saman inn á skrifstofunna hans Caleb og stælu þar vindlum frá honum. Þær gerðu það og áttu eflaust eitt venjulegasta samtal sem ég hef séð Julie taka þátt í! Kristen sagði henni frá því að hún væri hrædd um að hjónabandi hennar væri lokið. Julie sagði að það mætti ekki þar sem þau væru þungamiðja lífsins hjá svo mörgum! Hún sagði að þau myndu eflast finna út úr vandanum. Sagði svo Kristen frá því að dóttir hennar væri lesspía.
Seth var í herberginu sínu undir sæng að hlusta á Boys to men (sem er víst eitt sorglegasta lagið sem þessir krakkar hafa heyrt). Ryan kom inn til hans og sá strax að það hefði ekki gengið vel með Summer. Þeir fóru svo eitthvað að ræða málin og á endanum fékk Seth þá hugmynd að kaupa bátinn sinn aftur til þess að reyna að ná í hana Summer með því að bjóða henni í bátsferð. Ryan var þá eitthvað að spyrja hvar hann ætlaði að fá sér peninga? Seth vissi það nú alveg og var hættur að hlusta á Boys to men.
Alex og Marissa voru eitthvað að dúlla sér heima hjá Alex þegar Seth barði að dyrum og var að biðja Alex um vinnu aftur. Hann vissi ekki af Marissa þarna ennþá. Alex gaf honum aftur vinnuna og hann fékk borgað fyrir fram. Þegar Alex var að ná í launin hans kom Marissa fram og var verulega lítið klædd og var að spyrja Alex hvort að þær ættu að klæða sig eða fara aftur upp í rúm? Seth varð alveg kringlóttur í framan! Spurði hvort að hún hefði hætt með honum til þess að byrja með Marissa? Sagðist svo bara vera sáttur við þessa þróun og bað þær bara að halda þessu áfram.
Sandy var að keyra heim með Rebeccu í bílnum, en þau komust ekki aftur heim vegna veðursins, en vegurinn var lokaður. Svo þau urðu að sofa í þessum bæ sem þau voru stödd í. Sváfu á einheverju Pink Motel, sem var frekar hrörlegur staður. Hún vildi endilega kyssa hann aftur en hann var duglegur og sagðist ekki geta það, þar sem hann væri giftur maður og hann fór að reyna að hafa samband við Kirsten sem svaraði ekki.
Ryan fór með Lindsay í DNA-blóðprufuna. Hún sagði honum að ef hún fengi það úrskurðið að Caleb væri pabbi sinn myndi hún flytja til hans. Vildi ekki flytja frá pizzunni, Kaliforníu og honum. Hann spurði þá hvort að hann væri síðasta afsökunin? En hún hló bara af því.
Sandy hrindi í Kirsten til þess að segja henni að vegurinn var ennþá lokaður. Hún trúði honum svona mátulega en á endanum bað hún hann um að koma sér heim sem fyrst! Hann sagðist þá labba heim ef allt annað þryti! Hann flítti sér svo í bílnum, kannski of mikið vegna þess að hann keyrði út af. Rebecca flúði þá áður en löggan kæmi og Sandy beið eftir hjálp.
Ryan og Seth sátu svo í batnum í stofunni og Seth var að plana hvernig þetta myndi þróast. Hann ásamt Ryan áttu að setja bátinn út í sundlaug þar sem hann ætlaði að bjóða Summer í siglingu (í sundlauginni sko). Seth sagði Ryan að þeirra fyrrverandi væru núna kærustur. Kirsten kom svo inn í stofu og spurði hvað þessi bátur væri að gera í stofunni? Seth sagðist þá vera að fara að vinna Summer aftur. Kirsten svaraði því engu en sagði Ryan að Lindsay væri búin að hringja og vildi fá þau bæði til sín þar sem DNA niðrustöðurnar væru komnar.
Zack kom heim til Summer og var að kanna hvernig henni gengi að pakka. Hún sat þá á gólfinu líka að hlusta á Boys to men (það var mjög vinsælt lag í þessum þætti). Zack spurði hana hvers vegna hún væri að hlusta á svona sorglegt lag? Hún laug því að honum að hún væri að bíða eftir einhverju öðru lagi og slökkti á útvarpinu. Hún var samt eitthvað stúrin á svipin, svo að hann spurði hvort það væri ekki allt í lagi? Hún sagði jú, var eitthvað að tala um það að hún þurfti að fá sér nýja kló út af þessu öllu sem Seth sagði henni (sagði samt ekki hver hefði sagt henni það). Zack var þá búinn að kaupa svoleiðis kló fyrir hana, svo að hún brosti smá. Hann sá þá hvað hún var með mikið af töskum! Sagði henni að þau væru að fara í öðruvísi ferð heldur en að fara á flott hótel. Þau væru í rauninni að fara í rodetrip (afsakið slettuna). En hún var nú ekki alveg sátt við það, vildi nú ekki vera á einhverjum ljótum mótelum á Ítalíu! Hann baust svo til að halda á farangrinum hennar út í bíl (hún hélt ekki á einni tösku.) En þegar þau voru að fara út fattaði hún að hún hafði gleymt Priness (póníhestinum sínum) og án hennar gæti hún ekkert farið! Hann fór þá niður með töskurnar en hún fór og náði í hestinn, þá hrindi Seth og bað hana að koma við heima hjá sér á leiðinni á flugvöllinn. Bað hana um loka séns! Hún vildi ekki heyra á það minst og skellti á hann!
Lindsay, Ryan, Kristen, Caleb og mamma Lindsay (man ekki hvað hún heitir) biðu á læknastofunni. Andrúmsloftið var magnþrúngið! Maður fann alveg spennuna og það var óþægilegt! Lindsay bað þau um að segja eitthvað. Þá fóru fullorðan fólkið eitthvað að tala um rigninguna en það samtal dó fljót. Lindsay sá þá að hún hefði ekkert átt að brydda upp á umræðu. Kirsten sagði þá að hvernig sem færir þá væri hún Lindsay alltaf hluti af fjölskyldunni, Caleb sagðist ekki geta orðað þetta betur! Læknirinn kom inn og hún sagði að faðernisprófið væri jákvæt! Þetta væru foreldrar hennar. Caleb faðmaði dóttur sína að sér sem var alveg ringluð!
Marissa var heima hjá sér að pakka niður. Mamma hennar kom inn og vildi tala við hana. Marissa sagðist vera að flytja að heiman en ef hana vanntaði einhvern til þess að hjálpa sér í að telja peninganna þegar Caleb deyr myndi hún með glöðu geði hjálpa henni við það.
Summer, Zack, mamma hans og stóra systir voru að bíða á flugvellinum. Spennan var greynileg og Summer var mjög utan við sig. Þau Zack, mamma hans og systir voru eitthvað að ræða um einhvern mann og mamma hans spurði Summer hvað henni þætti um þann mann? Summer reyndi aftur að vera gáfuleg og lýta út fyrir að vera með sömu áhugamál og þau svaraði einhverju sem átti greynilega ekki við þar sem allir voru frekar skrítnir á svipinn. Þau fóru svo að tala um pabba Zack sem var líka farstur á flugvelli (ekki þeim sama) vegna veðurs. Summer sagðist þá hlakka til að hitta loksins þennann pabba hans. Svo hrindi síminn hennar og það var Seth, hún svaraði ekki en sagðist ætla að kaupa sér blað til þess að lesa og spurði þær hinar hvort þær vildu eitthvað til þess að lesa líka? Mamma hans bað um eitthvað blað sem ég man ekkert hvað heitir en systirinn bað um róandi. Summer fór svo afsíðiss og hlustaði á það sem Seth hafði sagt og var djúpt snortin. Enda var það mjög fallegt sem hann sagði!
Aftur komum við að Seth þar sem hann lyggur uppi í rúmi undir sæng að hlusta á Boys to men og Ryan kemur inn. Hann áttar sig aftur á því að þetta með Summer hefði ekki gengið. Seth spurði hvernig hafði gengið hjá lækninum? Ryan sagði honum að Lindsay væri dóttir Caleb. Seth sagðist ætla að horfa á sjónvarpið það sem eftir lifði kvöldsins og láta þannig hugann líða eitthvað áfram.
Marissa var að koma sér fyrir heima hjá Alex en það var ekki nógu mikið pláss í skápunum fyrir fötin hennar. Hún þóttist geta lifað með því (en ég las annað í augum hennar). Alex sagði henni svo hvenær ætti að borga leiguna og Marissa var mjög hissa á því. Alex sá það og sagði að þetta væri eflaust það rótækasta sem Marissa hefði gert um æfina! Spurði hana svo hvort að hún vildi fylgja sér í vinnuna? Marissa svaraði því játandi.
Ryan kom heim til Lindsay og þá var hún að pakka. Hann spurði hvort að Caleb vissi af komu hennar? Hún sagði nei, hún væri ekki að flytja þangað. Heldur ætlaði hún með mömmu sinni til Chicaco. Það var svo sorglegt!
Summer var búin að kaupa þetta blað og var að fara aftur í sætið sitt þegar að Zack kom til hennar og bað hana um hjálp. Sagði henni að systir hans væri mjög hjátrúafull og hélt því fram að þessi rigning gæti verið tákn um að hún ætti ekki að giftast þessum manni. Hún sagðist koma og hjálpa henni, Zack fór á undann henni en þegar Summer ætlaði að fara af stað sá hún lítinn strák vera að leika sér með hest á gólfinu (mjög líkur Seth og hestinum hans). Hún einfalega fraus bara þarna á staðnum og fattaði þá að hún gat þetta ekki! Zack kom til hennar og hún sagði honum það. Hann sá líka litla strákinn og sagðist heldur ekki hafa trúað því að hún kæmist í gegn um tollinn. Þau hættu sem sagt saman sem vinir og hún flýtti sér burt af flugvellinum.
Marissa fylgdi Alex í vinnuna en vildi ekki fara með henni inn þar sem hún ætlaði sér að vaska upp. Þegr hún ætlaði að leggja af stað heim sá hún að Ryan stóð við bryggjuna. Hún fór til hans og hann var alveg niðurbrotinn! Hún var eitthvað að reyna að hughreista hann en það var ekki mikið um orð sem fóru þar á milli.
Sandy kom með rútu heim og Kirsten náði í hann. Hann sagði henni þá að hann hefði aldrei byrjað á neinum aftur með Rebeccu og þau kystust.
Seth kom sér fyrir, fyrir framan sjónvarpið með hestinn sinn en gerfihnattadiskurinn var eitthvað í ólagi. Hann fór þá upp á þak, með þessa kóngulóamansgrýmu yfir andlitinu og kaðal. Þakið var mjög sleipt svo að hann rann niður og var farstu í kaðlinum með labbirnar. Hann var einn heima svo að hann var í klípu.
Summer kom hlaupandi í áttina að húsi Cohenfjölskyldunnar. Barði að dyrum en enginn svaraði. Summer sem er heimilisvön í þessu húsi var ekkert að láta það stoppa sig og hljóp inn og kallaði á Cohen! Hún heyrði þá að hann kallaði á hjálp frá garðinum. Hún hljóp þangað og þau kölluðu nafn hvort annars um tíma. Hann spurði hana hvað hún væri að gera þarna? Hún spurði hann svo hvað hann hélt að hún væri að gera þarna? Hún tók svo grýmuna niður yfir munninum og þau kystust loksins þessum kossi sem ég hef verið að bíða eftir lengi!!!
Kær kveðja
Silungur ;)