Eins og flestir sem hafa horft á eitthvað af þáttunum síðan hún kom heim ættu að gera sér grein fyrir er að hún er dóttir Ross og Vanessu. Sagan á bakvið hana er sú að Sumarið þegar Vanessa var 16 eða 17 ára dvaldi hún við vatnið þar sem hún var síðastliðið sumar í Leiðarljósi (þar sem hún hitti Matt). Þar hitti hún ungan mann sem henni leist vel á og hét Ross. Þarna blómstraði sumarástin og nokkru eftir þetta áttaði hún sig á að hún væri ófrísk.
Vanessa var auðvitað góð og prúð stúlka af virtum ættum gat ekki farið að eignast einhvern lausaleikskróga. Hún sagði Henry ekki hvernig var ástatt fyrir henni en fór í staðinn til frænku sinnar einhvers staðar í Evrópu og gaf barnið til ættleiðingar og ekkert spurðist út. Ross hafði enga hugmynd um það að hann ætti barn einhvers staðar.
Fyrir nokkrum árum síðan kom 17 ára stúlka til Springfield ílengdist þar. Stúlkutetrið hafði verið gefið til ættleiðingar og þvælst á milli fósturheimila og hafði síðast verið hjá fjölskyldu sem ferðaðist um með sirkus en hafði strokið þaðan til að hafa upp á fóstursystur sinni frá fyrra heimili. Fyrir alveg hreint ÓTRÚLEGA tilviljun fann hún hana og báðar voru mjög glaðar. Sirkusfólkið sem Dinah hafði síðast dvalið hjá ákvað að leita Dinuh uppi með það í huga að fá einhverja peninga út úr því. Með smá eftirgrennslan komust þau að því að Dinah var komin af ríkri fjölskyldu – Chaimberlin ættinni. Þetta óprúttna fólk tók Dinuh í gíslingu ásamt annari eldri konu og sendu Henry Chamberlain lausnargjaldskröfu. Henry vissi ekkert um að hann ætti dótturdóttur fyrr en mannræingjarnir sendu annan miða þar sem ræningjarnir tóku þetta fram og tóku Vanessu í gíslingu líka. Afhending lausnargjaldsins fór út um þúfur en að lokum bjargaði Ross, sem í millitíðinni hafði komist að því að Dinah var dóttir hans, málunum og allir sluppu ómeiddir.
Dinah var ekki allskostar hrifin af þessari fjölskyldu sem hún var búin að finna, nema þá helst Henry sem hún deildi með áhuga á garðyrkju. Seinna fór henni svo að líka við Ross og flutti inn til hans og seinna sættist hún líka við Vanessu.
Dinah fór í skólann í Springfield (High School) þar sem hún komst í kynni við strák að nafni Cameron Stewart sem hún var með um tíma. Eftir að hann hafði haldið framhjá henni fór hún að vera með Alan Mikael Spaulding þrátt fyrir að Ross líkaði ekki við hann vegna faðernis hans. Alan Michael var svolítið villtur á þessu tímabili og það smitaðist yfir á hana. Eitt kvöldið voru þau á rúntinum á mótorhjólinu hans og lentu í árekstri við bíl. Í þeim bíl voru Frank og Harley Cooper en hún var um það bil að fara að fæða barn. Frank, Dinah og Alan Michael tóku á móti barninu (sem síðar var gefið til ættleiðingar. Dylan var pabbinn en hann var ekki á staðnum þar sem hann var í fangelsi). Eftir þetta urðu Harley og Dinah vinkonur. Cameron og Harley fóru að vera saman þótt hann væri enn hrifinn af Dinuh. Það samband sprakk og Dinah og Cameron fóru að eyða meiri tíma saman vegna vandræða heima hjá honum og Alan Michael varð afbrigðissamur. Cameron og Ross björguðu Dinuh frá því að vera nauðgað af pabba Camerons sem var að flytja inn kókaín. Dinah og Cam náðu saman aftur og Harley og Alan Michael trúlofuðu sig. Dinah ákvað að fara í skóla í Frakklandi og Cameron elti hana.
Síðan hefur varla nokkuð heyrst af henni þar til hún birtist aftur í Springfield nú fyrir skemmstu sannarlega heimsborgaralegri, tillitslausari og tíkarlegri en þegar hún fór.
Og miðað við það sem stóð á síðunni sem ég fann upplýsingarnar um hana þá er hún sannarlega krydd í tilveruna í Springfield.
heimild: http://www.soapcentral.com/gl/whoswho/dinah.php
Forever is such a long, long time and most of it hasn't even happened yet.