Greinaátak! :) Ég ætla að taka fyrir Nágranna og í þessari grein…! Horfi ekki á Leiðarljós, horfi samt á Glæstar en samt ekki nógu mikið til að geta myndað skoðanir á persónumum! Horfi bara á Glæstar þegar ég lendi á því í sjónvarpinu, og hef engar skoðanir á O.C. og One Tree Hill!

Lou Carpenter: Fínn kall! Gamall skröggur sem setur skemmtilegan svip á þættina! Alltaf eitthvað gerast í kringum þennan kall, nýkominn úr fangelsi og svona!

Harold Bishop: Fínasti kall. Hann fór samt mjög í taugarnar á mér á því tímabili rétt eftir að hann fékk slagið þarna. En hann hefur breyst aftur og er bara næstum því sami gamli skemmtilegi kallinn:)

David Bishop: Æj veit ekki.. Ekkert spes kall.. Finnst hann eiginlega bara leiðiegur:/ Var voðalega mikill kall þegar hann kom með fjölskylduna, átti fyrirtæki og rosalegt en missti það allt, og getur voðalega lítið sætt sig við það að eiga ekki nóga peninga!

Liljana Bishop: Æj ágætiskona.. Samt eitthvað svo pirrandi.. hef enga sérstaka skoðun á henni! Nema hún á það til að ofvernda Serenu! :/

Serena Bishop: Hún er fín! Er samt alveg hrikalega dekruð, eða var það þegar mamma hennar og pabbi áttu peninga! Samt er hún ógeðslega leiðileg við Scott..

sky Mangel: Hún er í miklu uppáhaldi hjá mér! Hún hefur sínar skoðanir á hlutunum og lætur fólk ekkert vaða yfir sig! Samt er hún miklu skemmtilegri núna en hún var fyrir svona hálfu ári..! Farin að klæða sig flottara og er með flottara hár! :)

Lyn Scully: Leiðindarkelling! Blaðurkelling! Tuðari! Bara langar eiginlega að losna við hana aftur úr þáttunum! Hún á bara að fara til Bendigo og vera þar!! Ekki góð vinkona, allavega ekki við Susan! FARÐU!!

Jack Scully: Búnað vera í uppáhaldi hjá mér lengi! Nema svo þegar þessi ljóta og leiðilega Mac kom þá skemmdi hún hann! :( En hann er að breytast aftur sem er gott! :) Finnst hann æði! :)

Oscar Scully: Hef nú bara enga skoðun á þessu barni..! Kemur voðalega lítið fyrir í þáttunum, er bara þarna!:/

Stephanie Jo Scully: Hún er mitt uppáhald!! Strákastelpan! Hún átti nú samt ekkert 7 dagana sæla sambandi við sambönd! Var bara með einhverjum krimmum!:/ En núna er hún komin í traust samband með Max Hoyland og eru þau bara mjög hamingjusöm! Leiðilegt hvað þau eiga í miklum vandræðum með barneignir, því Steph langar svo rosalega í barn! :(

Susan Kennedy: Fín kona! Hún er búnað eiga mjög erfitt undanfarið útaf skilnaði hennar og Karls. En þau eru nú samt búnað komast að samkomulagi um skiptinu eignanna núna svo að það er bara gott mál! :) Hún á allt gott skilið og mér þætti það eiginlega bara gott ef að Karl mundi losa sig við þessa kellingu sem hann er með, hana Izzy, og tæki Susan aftur! :)

Libby Kennedy: Sæt stelpa! Finnst hún samt voðalega mikið vera bara þarna í þáttunum! Voðalega sjaldan mikið að gerast í kringum hana! En samt eitthvað svo skemmtilegur karakter!

Karl Kennedy: Hann er alveg fínn kall! Verst hvað hann er blindur á það hvað Izzy er ömurleg!! Langar mest bara að fara þangað til Ástralíu og segja honum til syndanna! (Þó ég geri mér grein fyrir því að þetta sé leikið, þá langar manni það samt:p) Svo vonar maður alltaf innst inni að hann og Susan byrji saman aftur! Þau voru svona fullkomnu hjónin í þáttunum! :)

Sindi Watts: Hún er snilldin ein! Dýrka þessa manneskju!! Hún er bara svo endalaust fyndin, alltaf jafn gaman af ruglinu í kringum hana!! Þoldi hana samt ekki á því tímabili þegar hún og Darcy voru að skemma sambandið hjá Körtunni og Dee!! En hún er sem betur fer breytt, og líkar mér mjög vel við hana!

Scott Timmins: Hann er snilld! Hann er þessi ofvirka manneskja í þáttunum sem gefur þáttunum smá lit! Þegar hann var á lyfunum var hann nú eiginlega bara leiðilegur! En mér finnst að hann og Serena ættu að byrja saman aftur! :) Þau voru svo sæt saman!

Toadie Rebecchi: Hann er æðislegur!! Ein af uppáhaldspersónunum mínum!:) Hann er alltaf góði strákurinn finnst mér!! Hann er bara alltaf með fjör í þáttunum og alltaf til í glens og grin! :)

Stuart Parker: Sæti súkkulaðistrákurinn í þáttunum! Eftirlæti margra stelpna!! Hann hefur aldrei verið heppinn í ástarmálum, alltaf náð að klúðra hlutunum einhvernvegin :/ Man samt mest eftir sambandi hans og Flick! Var sko mest fúl þegar hún fór í NY og ætlaði að koma eftir 6 mánuði og halda áfram sambandi þeirra!! En hann er æði! :p

Connor O´Neill: Hann er bara krútt! Hann og Michelle áttu sko best saman! Svo á hann líka sætasta krakka ever, hana Maddy! En mér hefur alltaf fundist hann æði!

Max Hoyland: Fínn gamall kall! Hef nú samt enga sérstaka skoðun á honum! Nema hann á skemmtilega konu, skemmtileg born og er þess vegna örugglega bara skemmtilegur sjálfur! :)

Summer Hoyland: Mesta krútt ever! Hún er alveg æðisleg.. þó það verði stundum mjög pirrandi hvað hún heldur að hún sé fullorðin þá er ekkert nema bara gaman af henni! :) Svo er hún alltaf hrifin af eldri strákum og það er alveg endalaust gaman! Hún setur mikinn og skemmtilegan svip á þættina! :)

Boyd Hoyland: Sætur strákur, algjör kroppur sko! Á sæta kærustu og er bara fyndinn og skemmtilegur! Hann hefur breyst mjög mikið frá því hann kom í þættina! Hann var algjört baby þegar hann kom fyrst og var bara ýkt krakkalegur! En hann hefur nú breyst alveg heilmikið! :)

Isabell Hoyland: Alveg hreint ótrúlega leiðileg manneskja!! Lýgur alveg ótrúlega mikið að þeim sem hún elskar, eða þeim sem hún segist elska! Dregur svo í efa allt sem Karl segir og trúir engu sem hann segir!! Þó hann sé kannski að ljúga að henni akkúrat núna er það ekkert miðað við það sem hún er að ljúga að honum sambandi við þetta barn! Bara þoli ekki þessa manneskju!!!

Vona að ég sé ekki að gleyma neinum, en ef svo er þá bara verður það að hafa það! :) Vonandi að einhver hafi haft gaman af lestrinum! ;)