Í þessari grein ætla ég að gera persónuálit í Neighbours, Bold and the Beautiful og Guiding Light. Ég ætla að sleppa The O.C og One Tree Hill vegna þess að ef ég hefði þá þætti yrði greinin alltof löng til þess að nokkur maður nennti að lesa hana og svo hefur mér aldrei fundist O.C. og OTH vera sápur.


Neighbours:


Sindi Watts: Mér finnst hún svolítið pirrandi á köflum en stundum getur hún verið ágæt. Mér fannst hún bara aðeins of leiðinleg við Toadie þegar hann vaknaði úr dáinu og kallaði á Dee. En fyrir utan það er hún allt í lagi. Er líka alltaf í flottum fötum.


David Bishop: Hann er bara svona la-la kall sem sem ég hef ekki myndað mér mikla skoðun á. Hann er ekkert leiðinlegur og ekkert rosa skemtilegur heldur.


Liljana Bishop: Er líka bara svona la-la kelling sem ég hef enga sérstaka skoðun á. Mér fannst samt mjög fyndið þegar hún hélt að David hefði haldið fram hjá henni og hún henti fötunum hans fram af svölunum.


Sky Mangel: Ég dýrka Sky!! Mér finnst hún svo skemmtileg og fyndin. Mér finnst hún mikið flottari svona ljóshærð en þegar hún var með svart og blátt hár. Fötin eru líka mikið flottari núna.


Serena Bishop: Mér finnst Serena vera leiðinleg dekurrófa. Ég þoldi hana ekki þegar þetta Chris-mál var í gangi, en mér finnst hún skárri núna. Mér finnst hún líka alltaf vera eitthvað svo leiðinleg við Scott (Gadda).


Harold Bishop: Er fyndinn kall. Hann er ofarlega á vinsældarlistanum mínum.


Susan Kennedy: Finnst mér ágæt. Ég vorkenni henni út af öllu þessu með Karl. Mér fannst það frábært þegar hún byrjaði með Tom. Eru þau ekki hætt saman?


Karl Kennedy: Mér finst hann leiðinlegur og ömurlegt af honum að hafa farið frá Susan án þess að gefa henni almennilegar ástæður.


Max Hoyland: Er ágætur. Mér finnst leiðinlegt að hann og Steph eigi í erfiðleikum með að eignast barn.


Steph Scully-Hoyland: Mér finnst Steph skemmtileg. Ég hef ekki fleiri skoðanir á henni, en leiðinlegt að hún og Max eigi í erfiðleikum með barneignir, eins og ég var búin að nefna.


Boyd Hoyland: Mér fannst hann leiðinlegur og pirrandi þegar hann kom fyrst í þættina en núna finnst mér hann skemmtilegur.


Isabelle “Izzy” Hoyland: Mér finnst ömurlegt af henni að ljúga að Karl eigi barnið EN maður skilur þó að hún vilji ekki að barnið sitt eigi Gus sem föður. Ég skil samt ekki af hverju allir kenna henni um að Karl fór frá Susan. Ég meina, Karl fór frá henni löngu áður en Izzy og hann byrjuðu saman. Hún var líka með Gus þegar hann fór frá Susan.


Summer Hoyland: Er pirrandi krakki sem er að reyna að láta sem hún sé orðin svo fullorðin. Ég yrði ekki hissa þó að hún myndi undirrita leigusamning og flytja að heiman til að sanna hvað hún sé “fullorðin”.


Lyn Scully: Mér finnst hún afskiptasöm leiðindakelling. Hún var örugglega bara fúl við Susan ,þegar hún byrjaði með Tom, út af því að hún var einu sinni hrifin af honum og hann vildi ekki vera með henni.


Elizabeth “Libby” Kennedy: Hún fór líka enu sinni mjög svo í taugarnar á mér en núna mér finnst hún skemmtileg.


Stuart Parker: Hann var einu sinni í miklu uppáhaldi en eftir að hann var lögga er hann orðinn svo alvarlegur og lítið skemmtilegur.


Connor O'Neill: Er svo fyndinn og skemmtilegur. Ég elska hann. Hann er uppáhaldið mitt.


Lou Carpenter: Er ágætur. Mér finnst hann kaldhæðinn, sem setur hann ofarlega á vinsældarlistann minn.


Jarrod “Toadie” Rebecchi: Er uppáhaldið mitt líka. Hann er svo fyndinn og skemmtilegur.


Þá eru þeir sem ég man í augnablikinu komnir.



Bold and the Beautiful:



Eric Forrester: Er leiðindakall. Mér fannst það ömurlegt af honum að fara frá Stephanie, eftir 25 ára hjónaband, til Brooke, sem var bara á eftir peningunum hans. Og svo svaf hann hjá Lauren Fenmore, sem var besta vinkona Stephanie, þegar hann var trúlofaður Stephanie. Það er nátturlega bara the lowest of all low.


Stephanie Douglas-Forrester: Mér finnst hún vera algjör snilld. Mér fannst það mjög fyndið fyrir svona 8 árum, þegar Sally stal teikningum af Forrester Creations og Eric þóttist vera ástfanginn af Sally og trúlofaðist henni. Síðan fór Stephanie til Sally og braut trúlofunarhringinn hennar Sally með hamri, hehe. Hún hefur líka gert allskonar sniðugt í gegnum tíðina sem gerir hana skemmtilega.


Eric “Rick” Forrester: Er óþolandi. Mér fannst hann pirrandi þegar hann var krakki en það var bara hátíð miðað við það hvernig hann er núna.


Ridge Forrester: Ég hata Ridge. Hann er svo mikil drusla og drullusokkur og hálfviti að það hálfa væri nóg! Hvers konar maður heldur að konan hans hafi gefið honum leyfi til að sofa hjá og geta barn með bestu vinkonu sinni? Hann er svo heimskur og svo eru allar konunar í lífi hans alltof góðar fyrir hann.


Taylor Hamilton-Forrester: Hún hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi, ásamt Stephanie. Ég skil ekki hvað hún er að þvælast með Ridge, hún (ásamt Brooke, Morgan og Caroline) er alltof góð fyrir hann.

Thorne Forrester: Er heldur ekki neitt ofarlega á vinsældarlistanum. Mér finnst hann líka vera drusla (það hlýtur að vera í ættinni). Hann giftist Macy og lét hana halda að þau ættu framtíð saman og hélt síðan við Brooke bróðurpartinn af hjónabandinu.


Brooke Logan-Forrester: Ég hef alltaf hatað Brooke, en það hatur hefur hefur dvínað á þessum áratug sem ég hef horft á Bold and the Beautiful. Hún er núna bara svona karakter sem getur farið nett í taugarnar á mér.


Sally Spectra: Hún er mjög svo leiðinleg. Það gerist aldrei neitt með henni.


Clarke Garrison: Ég hef ekki myndað mér neina sérstaka skoðun á Clarke.


Morgan DeWitt: Er vissulega eitthvað veik á geði. Ég vorkenni henni að hafa misst barnið sitt. Ég skil ekki af hverju allir kenna henni um að hafa “eyðilagt” fyrir Ridge. Ridge er fullorðinn maður sem hafði 100% vit á því sem hann var að gera. Það er ekki eins og að hún hafi nauðgað Ridge.


Ambrosia “Amber” Forrester: Var einu sinni í miklu uppáhaldi en núna er hún orðin svo mikill vælukjói. Það fer líka svo í taugarnar á mér þegar hún segir við Deacon “sonur minn”. Ég hata hana og vona að Deacon fái krakkann.


Deacon Sharp: Er bara snillingur. Hann er í miklu uppáhaldi.


Þetta er persónurnar sem ég man eftir í augnablikinu, þið megið endilega benda mér á ef ég hef gleymt einhverjum.



Guiding Light:



Buzz Cooper: Mér finnst hann bara vera snilingur. Hann er svo fyndinn og það er alltaf eitthvað að gerast með þá persónu. Hann er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég veit að ég hef sagt að hann og Nadine eigi að vera saman en ég tek það til baka. Hann á að (allvega að mínu mati) að vera með Jennu. Þau eru miklu sætara par og mér fannst það, alveg frá fyrsta degi Buzz í þættinum, að Jenna ætti að losa sig við Roger og taka saman við Buzz.


Frank Cooper: Hann er bara svona la-la gæi sem skiptir mig ekki miklu máli, en ég myndi deyja ef hann myndi hætta í þáttunum.


Lucy Cooper: Er frábær persóna sem ég vil fyrir alla muni hafa í Leiðarljósi. Ég vil líka sjá hana með Alan-Michael.


Eleni Andros-Cooper: Mér finnst nú Eleni vera ansi væmin. En hún er alveg ágæt og ég myndi síður en svo vilja að hún myndi hætta í þáttunum. Mér fannst alltaf að hún og Frank ættu að vera saman, þó svo að Alan-Michael sé ofarlega á vinsældarlistanum mínum, en það er af því að mér finnst Alan-Michael og Eleni bara ekki passa neitt sérlega vel saman. Hún og Frank eru hinsvegar hið fullkomna par.


Nadine Corly-Cooper: Mér fannst hún mjög skemmtileg þegar húna var gift Billy en núna finnst mér hún hundleiðinleg. Hún gerir ekkert nema að væla og vola. Mér finnst líka hárið á henni hryllingur. Það er einhvern veginn hlandgult.


Jenna Bradshaw: Hún hefur aldrei verið í miklu uppáhaldi, síður en svo. Mér finnst hún vera ein af þeim persónum sem getur farið mjög í manns fínustu en hún getur líka verið allt í lagi. Hún og Buzz eiga að vera saman. Hún hefði átt að losa sig við Roger miklu fyrr og taka saman við Buzz. Ég vona bara að hann nái að telja hana á að vera um kyrrt.


Lillian Raines: Hún er svo sem tilgangslaus persóna, en þegar hún er í þættinum finnst mér hún skemmtileg.


Gillian “Gilly” Grant: Mér finnst hún nú ósköp leiðinleg. Það væri ágætt ef hún myndi bara hætta í þáttunum og víkja fyrir þeim skemmtilegu.


David Grant: Mér finnst David vera æði. Hann er svo sætur og skemmtilegur. Ég vona að hann og Gabriella byrji saman.


Joshua “Josh” Lewis: Mér finnst hann vera leiðinlegur. Aðra skoðun hef ég ekki á honum nema það að hann er ömurlegur að hafa sofið hjá kellingu föður síns.


Dylan Lewis: Mér finnst hann líka vera leiðinlegur, en ég vorkenni honum svo mikið með blinduna að mér líður stundum illa þegar ég er að horfa á hann reyna að gera eitthvað sem hann getur ekki gert vegna sjónleysis. Annars fannst mér hann vera skemmtilegur þegar ég byrjaði fyrst að horfa á þættina en núna er hann orðinn eitthvað svo..æji, ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa því.


Melinda Sue “Mindy” Lewis-Spaulding: Það vita nú allir hérna að ég hata Mindy meira en nokkurn annan í þessum þætti. Mér finnst aþð gott á hana að fullkomni eiginmaðurinn skuli hafa gert eitthvað slæmt af sér. Svo kennir hún auðvitað Alex um allt saman. Svo er hún alltaf að segja að Alexandra sé svo mikil tík og sé ekki treystandi og að hún sé svo vond. Talandi um að búa í glerhúsum og kasta steinum. Svo þykist hún og þessi ömurlega fjölskylda hennar vera eitthvað æðri Spauldingunum og segja að þeir séu óheiðarlegir. Öll þessi fjölskylda býr í glerhúsum og kastar steinum (nema kannski Billy og H.B., þeir eru fínir).


Harlan Billy “H.B.” Lewis: Hann er fínn kall. Kemur svo sem ekki mikið en hann er meira en ágætur. Hann og Billy eru þeir einu í Lewis-fjölskyldunni sem eitthvað er varið í. Ég ætla svo sannarlega að vona að Billy komi brátt aftur, og þá með gamla leikaranum, hinn var bara eitthvað svo eins og einhver long lost cousin. Ekki alvöru Billy.


Harlan Billy III “Bill” Lewis: Mér finnst Bill litli vera óþolandi dekurrófa sem getur ekki sætt sig við að foreldrar hans eiga enga samleið. Það verður gaman að sjá viðbrögð hans ef/þegar Vanessa og Matt opinbera samband sitt. Æj, maður getur þó skilið að hann verði fúll (ef þau opinbera sambandið) ef að mamma hans ,sem er að detta í fimmtugt, sé að deita einhvern 25 ára gæja. Einu sinn var Bill samt bara svona krakki sem gat farið í taugarnar á manni en það var AGES AGO. Eftir að þetta Michelle-mál byrjaði verður hann meira og meira pirrandi.


Ed Bauer: Einu sinni þoldi ég hann ekki en eftir að hann byrjaði með Eve hefur hann orðið eitthvað skemmtilegri. Ég vona bara að þau gifti sig og verði hamingjusöm saman. Mér fannst það nú fullgróft að honum að halda fram hjá Maureen með bestu vinkonu hennar, en ég “hélt” með Lillian í því máli, ég var aldrei neinn Maureen-fan. Ég hef alltaf verið hrifnari af tíkunum, frekar en dýrlingunum.


Eve Guthrie: Finnst mér skemmtileg persóna. Þegar hún réðst á Mindy með skærunum vonaðist ég til að hún dræpi tíkina, en mér varð ekki að ósk minni. Því miður.


Michelle Bauer: Fannst mér einu sinni hræðilega leiðinleg, en eftir að hún og Eve urðu vinkonur þá finnst mér hún ágæt.


Fletcher Reade: Finnst mér pirrandi gaur. Ég er feginn að hann hætti með Alex, hún er of góð fyrir hann.


Ross Marler: Mér finnst hann fínn. Allavega eftir að Blake og hann giftu sig. Það var mjög fyndið í þættinum (5/8/05) þegar Blake sagði honum að hún hefði undirritað skjölin hans Alans og hann gólaði yfir allt “You what?!?”. Hehe, þá hló ég.


Christina “Blake” Thorpe-Marler: Mér finsnt hún vera svolítið “slutty” en hún er samt geðveikt skemmtileg og svo mikil skvísa. Ég elskaði hana sérstaklega þegar ég byrjaði að horfa á þættina.


Holly Lindsay: Finnst mér vera leiðinleg, hræðilega leiðinleg. Dyramottan hans Rogers sem gerir allt sem hann segir eins og að hún sé hundurinn hans. Ég hef hatað hana frá byrjun. Hún er líka alltaf í svo ljótum fötum.


Roger Thorpe: Ég hata hann líka. Hann er ömurlegur drullusokkur sem á ekker betra skilið en að stikna í helvíti. Nauðgari og konuberjari sem er alltaf að segja að Alan-Michael sé ekki treystandi. Alan-Michalel hefur þó alltaf verið til staðar fyrir þær konum sem hann hefur verið með og sleppt því að henda þeim frá sér eins og rusli gærdagsins. Miðað við svipinn á Alex þarna í lok þáttarins í gær, þá held ég að hún ætli að eyðileggja á milli hans og Hollyar og ég vona svo sannarlega að henni takist það.


Tangie Hill: Mér finnst hún svo skemmtileg. Ég vona bara að hún verði um kyrrt í þáttunum og verði með Alan. Hún og Alan-Michael passa ekki saman og mér finnst líka að Alan-Michael eigi að vera með Lucy.


Alan Spaulding: Mér finnst Alan svo skemmtilegur (eins og allir hinir Spauldingarnir) og ég er svo feginn að han er kominn aftur úr grjótinu. Svo er líka frábært að Alexandra skuli hafa fengið allar undirskriftirnar fyrir hann og brátt muni hann stjórna Spaulding Enterprises aftur. Og ég vil að hann reki fíflið hann Nick og muni setja Alan-Michael í forstjórastólinn, þar sem að hann á heima.


Alan-Michael Spaulding: Mér finnst Alan-Michael vera mjög skemmtilegur. Ég vil að hann verði forsjóri Spaulding. Það var ekkert smá fyndið þegar hann sagði við Nick í veislunni: “Nick, hvar er betri helmingurrin í kvöld?”. Mjög gaman að sjá svipinn á Nick þegar hann lét þessi orð út úr sér.


Alexandra Spaulding: Eins og þið eflaust vitið þá er Alex mín uppáhaldspersóna og ég get ekki sagt neitt um hana nema að að hún er frábær. Ég vona svo mikið að hún láti Roger gjalda dýru gjaldi fyrir svik sín, þ.e. láti han missa Holly.


Nick Spaulding: Ég hata hann og finnst það gott á hann að Mindy sé að yfirgefa hann. Loksins fær hann það sem hann á skilið.



Þá er þessari grein lokið og ég vona að þið hafið haft gaman af lestrinum.