Jæja, þetta greinaátak er aðeins öðruvísi en hin greinaátökin hafa verið. En ætli ég slái ekki til og skrifi eitthvað eins og ég hef vanalega gert þegar greinaátök eru í gangi. En eins og titillinn gefur til kynna þá eru allar sápurnar í þesari grein, svo að það ætti að vera eitthvað fyrir alla hérna.
Bold and the Beautiful: Er þáttur sem ég hef horft á svona “on and off” síðan ég var 5 ára. Ég gat reyndar ekki lesið textann en það dugði mér ágætlega að láta eldri systur mína lesa textann upphátt eða bara horfa á fólkið.
Það sem var að gerast þegar ég festist við þessa sápu var það þegar Eric var að fara giftast Sheilu.
Ég held að fyrsta atriðið sem ég sá var þegar Taylor dró Sheilu með sér í eitthvað herbergi baka til og reyndi að fá hana til að hætta við brúðkaupið en Sheila sagði nei og fór fram til að gifta sig. Svo var hún spurð að öllu þessu sem maður er spurður að. Þá man ég að þátturinn var búinn. Í þættinum daginn eftir sagði hún nei við Eric en þau giftu sig að lokum. Þetta er svona það helsta sem ég man.
Það eina sem hélt mér við þennan þátt var það að ég var alveg heilluð af þessum honum. Áhugi minn hefur nú reyndar dvínað og ég horfi bara á hann þegar ég nenni. En uppáhaldið mitt var alltaf Taylor og er enn. Ég hef alltaf hatað Brooke.
Neighbours: Ætli ég hafi ekki byrjað að horfa á Neighbours árið 1996 eða þegar ég var 6 ára. Ég man ekkert hvað var að gerast þá. Fyrsta minningin frá þessum þætti var þegar Amy (sem er löngu hætt) var með einhverjum Lance eða Bill. Hún átti í einhverju leynilegu ástarsambandi við einhvern annan. Svo man ég að Libby var bara unglingur og hún var í einhverju prófi og var með kennslubókina í prófinu og hélt að þa mundi ekki komast upp um sig. En það komst upp um hana. Amy var mitt uppáhald en svo hætti hún og þá varð Toadie uppáhaldið mitt. Sky er líka í uppáhaldi. Ég þoldi aldrei Hancock-fjölskylduna en hún hætti líka (sem betur fer) svo að ætli það sé ekki Summer sem fer mest í taugarnar á mér um þessar mundir.
Ég horfði alltaf á Neighbours bara þegar ég nennti en núna verð ég alltaf að horfa á þá. Það var ekkert sérstakt sem hélt mér við þessa þætti, ég horfði bara.
Guiding Light: Einu sinni hataði ég Guiding Light og kallaði það alltaf “Leiðindaljós”. En svo komst ég að því að það er skemmtilegt og ég fer alltaf í fýlu ef einhver ættingi minn kallar GL Leiðindaljós.
Það sem var að gerast þegar ég horfði á þessa þætti var þegar Alexandra og Mindy voru nýhorfnar og Alan-Michael og Eleni voru gift en franska mellan ,sem Alan-Michael réð til að þykjast vera viðhaldið han Frank, var um það bil að fara segja Frank leyndarmálið. Svo var Ross trúlofaður Holly en átti í ástarsambandi við dóttur hennar, Christinu “Blake”. Ástæðan fyrir því að ég veit svona ótrúlega mikið um það sem var að gerast þegar ég horfði ekki á þá
er sú að ég fór á Netið og las mér til um allt sem hafði gerst frá árinu 1975. Svo las ég allskyns síður með gömlum handritum og komst þannig að því að Roger hafði nauðgað Holly fyrir löngu og svo mikið fleira.
Ég las mér sérstaklega mikið til um hjónaband Rogers og Alex og þetta “hot and heavy” ástarsamband Rogers við Mindy. Bara eftir það sem ég las vissi ég að Alex var gerð til að vera mitt uppáhald og Mindy var eins og hönnuð til að vera mín mest hataðasta sápupersóna allra tíma.
Það sem ð hélt mér við þennan þátt er hvað þetta var (og er) alltaf svo geðveikt spennandi. Ég bara byrjaði að horfa og síðan gat ég ekki hætt.
One Tree Hill: Þegar ég byrjaði að horfa á One Tree Hill var fyrsta serían um það bil hálfnuð. Nathan átti í deilum við Dan vegna körfuboltans og Lucas var byrjaður að vera hrifinn af Peyton. Þá hataði égreyna við kærasta bestu vinkonu sinnar. En núna hef ég fyrirgefið henni. Ætli ég elski samt Dan ekki mest og síðan Brooke. Ég HATA Haley.
Það hélt mér ekkert sérstakt við þessa “sápu”, ég horfði aðalega á þetta til að gera at í systur minni sm dýrkar þennan þátt.
The O.C.: Byrjaði ég að horfa á þegar það voru svona fimm þættir búnir af seríunni. Ég man nákvæmlega ekki neitt af því sem vara að gerast þá.
Það sem hélt mér við þennan þátt var Seth. Ég elska hann og Summer en ég hata Julie og Oliver.