Sápan sem ég horfi mest á er Leiðarljós sem mér finnst alveg yndislega skemmtileg sápa. Ég bókstaflega elska þessa sápu!
Ég hef stundum horft á aðrar sápur og séð aðeins nokkra þætti en þar sem ég er ekki með stöð2 og skjá1 þar sem ég bý svo ég ekkert horft á þær að viti, en ég hef aðgang að þeim stöðvum hjá yndislegum ættingjum og þar hef ég nú stundum horft á Neighbours, Bold and the beautiful og One Tree Hill. Þar finnst mér One Tree Hill skemmtilegast en hinar bara svona ágætar sem ég horfi ekki á nema ég hef alls ekkert annað að gera, en Leiðarljós er uppáhalds sápan mín og ég má ekki missa af þætti úr þessari skemmtilegu sápu!
Ég byrjaði að horfa á Leiðarljós mikið í hittífyrra! Það byrjaði þannig að ég varð veik í viku og festist þá algjörlega á þáttunum!
Áður horfði ég bara á það ef ég hafði ekkert að gera eða nennti ekki að standa upp frá sjónvarpinu. Mér finnst svo gaman að fylgjast með lífi fólks í þáttum og þættirnir eru mikið um það þannig ég bara varð ástfangin af þessum þáttum! Fjölskyldan mín stríðir mér mikið á því að horfa á leiðarljós því það er mest gamalt fólk á hlíf sem horfir þættina en mér er alveg sama og hlæ með þessum elskum!
Það sem heldur mér við skjáinn er að það er alltaf einhvað að gerast í endanum á þættinum sem ég verð að sjá framhaldið af, svo skemmti ég mér líka alltaf vel við að horfa á þættina nema þegar það eru leiðinleg atriði með Sid og Gilly eða Ed og Eve. Svo finnst mér líka skemmtilegt þegar það eru svona rágátur, eins og ránið hans Dylans sem fer bráðlega að skýrast betur og þegar Roger var skotinn í fyrrasumar! Svo finnst mér líka skemmtilegt þegar það er verið að nota Roger, ég nýt hverrar sekúndu af því.


En ég þakka bara fyrir lesturinn!

kv,
Fridah..
We were swimming in the ocean