Já, þá er komið að mér að segja ykkur frá þeim sem ég elska og hata í þeim sápum sem ég horfi á.
One Tree Hill
Elska:
Peyton: Hún er sæt, klár, geðveikt góð að teikna og bara töff. Svo elska ég hárið á henni. Reyndar er hún ekkert sérstaklega heppin í ástum (í sápum er það heldur ekkert óalgengt) og hún fær pínu mínus fyrir að hafa lent í dópinu um tíma. Samt algjört uppáhald.
Hata:
Dan: Auðvitað hata ég Dan. Fyrir mér er hann djöfull í mannsmynd. Verð samt að segja að ég dáist af herkænsku hans. Hann er rosalega slyngur.
The OC
Elska:
Ryan: Núna myndu sjálfsagt margir velja Seth en ég veit ekki… Mér hefur alltaf fundist Seth mun betri karakter heldur en Seth. Ekki móðgast, þetta er bara mín skoðun.
En já, hann Ryan er svona “strong, silent guy”. Byrjaði sem þvílíkur bad boy en hefur róast núna í seinni tíð. Stendur samt alltaf fyrir sínu og að mínu mati góður kærasti. Hehe ;)
Hata:
Julie Cooper: Guð minn góður hvað hún er pirrandi! Þessi tík fer þvílíkt í taugarnar á mér.
Marissa: Sorry, en ég bara þoli hana ekki. Hún er horuð, ljót og leiðinleg. Punktur.