Set mig í stellingar til að rífa niður ein part í þessari grein. Það er þessi hér:
“Nathan á að láta Taylor í friði! Ég meina það! Eða að Taylor eigi að láta Nathan í friði! Hún á að hætta að hringja og hætta að klessa sig svona upp á hann og hætta sérstaklega að leika “verndarengilinn hans” (innan gæsalappa) kommon. Hún er ekki eins góð og hún segist vera! Ég meina það var henni að kenna að Cris kom aftur og þá var það henni að kenna að hún fór í ferðina! Ef maður lítur á það í heildina þá var það Taylor að kenna að Nathan og Haley eiga við mikið af vandamálum að stríða!!”
1. Mér fannst það mjög sætt hvernig hún (Taylor) sagði honum að hún hafi allan tíman vitað að þau myndu ekkert gera, hann hafi bara þurft að átta sig á því sjálfur. Sem og sætt hvernig hann sagðist ekki ætla að dansa á neinum barborðum ef hún gerði það ekki. Þau eru bara að hjálpa hvort öðru. Hvernær sagðist hún vera góð? Hún sagði að fólk sæi hana sem eitthvað, og hún héldi sig við þá “persónu.” Hún ER góð, en hún, ólíkt systur sinni er ekki að útvarpa það hvað hún sé góð og fullkomin, bara til að klúðra þeirri ýmind algerlega.
Og btw. þetta á milli Nathan og Taylor, heimsku höfundarnir (að mínu mati þarna) leifðu ÁHORFENDUNUM að velja hvort þau myndu kyssast eða ekki. Af hverju spyr ég bara? Semjið ykkar eigin þátt!!!(smá útrás á höfundana.)
2. ALLS EKKI henni að kenna að Chris kom aftur. Það er engum að kenna, enginn, ekki einu sinni Peyton vissi að hann væri að spila með hljómsveitinni sem kom. Þannig að það fellur um sjálft sig. Og Haley VALDI að fara, enginn þröngvaði hana til þess.
3. Það er algerlega Nathan og Haley sjálfum að kenna að þetta fór svona. Þau eru 16 ára! Fólk getur alveg haldið SAMBÖNDUM gangandi þegar það er 16 ára, og jafnvel gifst seinna og verið saman til dauðadags. En að GIFTAST 16 ára, og við fyrstu vandræði flýja bara og segja svo sem afsökun “Ég var of ung, vissi ekki hvað ég vildi” (Haley). Og Nathan að halda að þetta gæti gengið er alveg jafn barnalegt…
- MariaKr.