Hataðasta&Elskaðasta í Leiðarljós! Þessi grein er um hötuðustu og elskuðustu persónurnar og sápurnar mínar.

Hataðasta & elskaðasta sápan

Ég elska Leiðarljós! Mér finnst þetta svo rosalega skemmtileg sápa. Það er svo mikið að gerast og mér finnst alls ekki að það sé alltaf það sama sem er að gerast eins og sumum finnst!

Ég hata enga sápu, því þótt ég horfi ekki á einhverja sápu þá hata ég hana samt ekki þótt mér finnist hún leiðinleg, eins og O.C og Glæstar Vonir finnst mér hundleiðinlegt og svo líka finnst mér Nágrannar ekkert sérstakir.


Hötuðustu og elskuðustu persónurnar mínar í Leiðarljós!

Elskuðustu persónurnar

Tangie Hill
Tangie er svo skemmtileg, myndarleg og fyndin! Mér finnst allt gott við hana! Mér finnst hún miklu skemmtilegri núna en þegar hún var með Josh Lewis.

Lucy Cooper
Lucy er svo skemmtileg. Mér finnst allt svo gott um hana! =] Ég elska þessa persónu og líka leikkonuna sem leikur hana, Sonia Satra! =D

Fleiri sem ég elska!
Buzz
Nadine
Bridget
David
Eleni
Frank
Harley

Mér líkar einnig ágætlega við Gabriellu, sem mun alveg örugglega verða kærastan hans Davids einhverntímann, og svo líka finnst mér Matt fínn! En þau tvö eru svo nýkomin í þættina að þau eru ekki komin á elskaða listann.


Hötuðustu persónurnar

Roger
Ég þoli ekki Roger, hann er alltaf svo leiðinlegur! Var alltaf ógeðslega leiðinlegur við Bridget en þegar hann fékk að vita að Peter væri barnabarn hans sem Bridget á þá varð hann alltí einu rosalega góður við hana. Svo er hann líka alltaf einhvað að bralla einhvað sem kemur sér illa fyrir aðra.

Ed
Ég bara þoli ekki Ed! Hann hélt framhjá yndislegu konunni sinni henni Maureen oft og mörgum sinnum og hún dó útaf því, eða það finnst mér afþví hún var nýbúin að komast að framhjáhaldinu þegar hún lenti í slysinu! Svo er hann alltaf svo væminn og með þennan ógeðslega óþolandi svip! Samt svolítið sætt þegar hann og Eve trúlofuðust, þegar þau töluðu svo mikið saman. Ég vorkenni bara Michelle að eiga svona leiðinlegan pabba!

Fleiri sem ég hata!
Jenna
Billy
Lillian Raines, hjúkkan sem Ed hélt framhjá Maureen með!
Ross
We were swimming in the ocean