Í þessari “Haturs og ást” grein ætla ég aðeins að taka Leiðarljós fyrir. Hérna er mín mest elskaða og mín mest hataða:



Mest elskaða persóna: Ef þið lesið korkana og greinarnar sem eru merkar Leiðarljósi eru þið sennilega löngu búin að fatta að hún Alexandra Spaulding er mitt langmesta uppáhald af öllum í Leiðarljósi. Það er nú allra líklegast vegna ákveðni hennar og hversu óútreiknanleg hún er. Svo er það líka bara eithvað við hana sem heillar mig. Alex er sennilegast lifandi sönnun þess að peningar eru ekki lykillinn að hamingjunni því að alltaf er hún í einhverjum samböndum en endar alltaf í mikilli ástarsorg. Bömmer..en þegar upp er staðið getur húna bara sjálfri sér um kennt. En mér finnst hún algjör snilld þrátt fyrir öll hennar “voðaverk”.



Mest hataðasta persóna: Þið eruð sennilega líka löngu búin að fatta það að mín mest hataðasta persóna er Mindy Lewis. Guð, hvað ég hata þessa viðbjóðslegu druslu mikið. Gerir eitthvað að því að ríða giftum mönnum og lætur sem að það sé það mest eðlilegasta í heimi. Það jaðrar náttlega bara við hreina geðveiki, sjálfselsku, heimsku, siðblindu og vanvirðingu. Huh! Svo spilar hún sig alltaf svo saklausa og setur upp ógeðslega englasvipinn og segir eittvað í líkingu við: “Daddy..” Ehh, ég gæti gubbað. En ég hef komið mínu á framfæri: Ég hata Melindu Sue Lewis af öllum lífs og sálarkröftum. En ég gæti svo sem notað allt kvöldið í að drulla yfir hana Mindy Sue en ég læt þetta nú gott heita.



Svo elska ég líka Tangie, Harley, Alan, Lucy, David og Buzz.

Og fleiri hataðir: Blake, Holly, Jenna, Roger, Vanessa, Bridget og Dylan.