Þar sem ég fylgist ekki með mörgum fleiri sápum en One Tree Hill og The O.C. þá skrifa ég um mínar hötuðustu og elskuðustu persónur í þeim þáttum.
One Tree Hill
Elska: Peyton. Ég elska hvað hún er alltaf hún sjálf og bara hvernig hún er í þáttunum. Hvað hún hefur mikin áhuga á tónlist og er ekki feimin við að hlusta á annað og vera svolítið öðruvísi. Þótt hún sé ekki neitt mikið öðruvísi, þá er það samt eitthvað :) Man hvað ég var eitthvað svo glöð þegar ég sá nafnið á einum þættinum sem vitnaði í plötu (og platan sást í þættinum) frá einni af uppáhalds hljómsveitinni minni, Bright eyes, sem hún var þá að hlusta á.
Á eftir henni kemur svo Jake. Hann var bara svo skemmtilegur og dásamlegur í alla staði.
Hata: Hver annar en Dan. Hann er bara svo mikill asni og svo ógeðslega illur í sér og gerir allt til að hlutirnir séu nákvæmlega eins og hann vill hafa þá.
The O.C.
Elska: Seth :) Elska hann af mörgum ástæðum sem ég sagði líka um peyton. Hann er bara svo skemmtilegur, sniðugur, fyndinn, krúttlegur og svo yndislegur :)
Svo kemur Anna á eftir honum. Ætli það sama gildi ekki líka um hana, enda voru þau nú svo lík;)
Hata: Einmitt núna er það enginn sem ég hata neitt mjög mikið í O.C. En ætli það hafi ekki verið Oliver. Þarf nú eitthvað að útskýra það? Ömurlegt hvað hann eyðilagði sambandið fyrir Marissu og Ryan.