Já, ég ákvað að fylgja straumunum og taka þátt í greinarátaki mánaðarins, hvaða sápuóperu maður hatar mest og hvaða sápuóperu maður elskar mest. Ég ætla ekki að gagnrýna stjórnanda áhugamálsins á neinn hátt, en er hægt að bera svona sterkar tilfinningar til sjónvarpsþátta og persónna þeirra? En mér er alveg sama, ég ætla að fylgja straumnum og skrifa þetta.
Sú sápuópera sem ég þoli alls ekki er Leiðarljós, eða Guilding Light á frummálinu. Ég hef horft á svona þætti aftur og aftur (meirasegja fylgst með í 2 vikur eða svo) og þetta er bara alls ekki það sem flokkast undir skemmtun í mínum haus. Ég hef bara algjöra andúð á þessum þáttum og mér finnst alveg ótrúlegt að þeir hafi enst svona lengi í ljósi þess hvað skemmtanagildi þeirra er lágt.
En að öðru máli. Sú sápuópera sem ég hef mest gaman að er án nokkurs vafa Nágrannar, einning þekkt sem Neighbours á frummálinu. Þegar ég var yngri þá fannst mér þetta frekar mikið rugl og stríddi systur minni sem hafði gaman að þessu óheft út á það. En fyrir c.a. 2 árum þá festist ég í þessu og síðan hef ég horft á þetta óheft með hléum.
Sú persóna sem ég hef mætur á er Gus nokkur Cleary, sem birtist fyrir nokkrum vikum á skjánum í Nágrönnum. Flestir sem stunda þetta prýðis áhugamál þekkja þá sögu svo ég ætla ekki nánar útí hana. En ástæðan fyrir andúð minni á persónunni er ekki eitthvað sem ég get krotað niður á blað, heldur er þetta meira siðferðis-eitthvað.
En hverjum hef ég eiginlega mest gaman að? Já, það er Scott “stingray” Timmins, frændi Jarrod “toadie” Rebbechi. Flestir þola hann ekki en ég hef mjög gaman að uppátækjum hans. Mér þótti það alveg frábært hvernig hann kom fyrst inn í þættinga og fortíð hans vekur sífellt meiri og meiri forvitni hjá mér. Ég hef aldrei skilið andúð fólks á Scott og ég elska hann sem son minn.
bæjó