Elskaðasta persónan: Eftir langa umhugsun er það Peyton sem ég vel.
Það er meira þróun persónunnar í gegnum seríurnar sem ég “elska”, af því að, surprise surprise, Hilarie Burton GETUR leikið, og það bara fantavel (dæmi: Þegar hún brotnaði niður á baðherberginu eftir dansleikinn) Fyrst var hún bara svona lala, allt þetta framhjáhalds-laumuspil með Lucas í fyrstu seríunni setti hana ansi neðarlega á listann minn, en þá var Haley í miklu uppáhaldi.
En svo kemur sería 2. Og með henni kemur þetta sorgartímabil og erfiðleikar. Þó að persónan sjálf sekkur ansi langt (kókneyslan) þá hækkaði álitið á leikkonunni stórlega. Og svo kemur Jake aftur… :) ÞÁ var hún (og hann svosem líka) ansi fljót að komast á toppinn hjá mér (á meðan Haley hrapaði neðar og neðar) Persónan er orðin miklu betri, og vil ég vil segja að það sé af því að Jake kom aftur.
Hataðasta persónan: Þar þarf ég ekkert að hugsa mig um, Dan og Haley jöfn.
Dan er bara…ja…Dan. Hann á sér mýkri hlið, eins og sást í lokaþætti 1. seríu, þegar hann ætlaði að bera tilfinningar sínar til Deb, en endar á því að finna hana bara í bólinu (ja, á gólfinu) með bróður sínum…Hann einfaldlega þorir ekki eða getur ekki sýnt þessa mýkri hlið, því þá getur hann orðið sár. Í staðinn plottar hann gegn öllum og öllu. Það mætti segja að hann og Brooke séu lík að mörgu leiti, þau eru bæði með þessa veggi eða grímur til að leyna því hver þau eru í alvörunni, nema það að Brooke er ekki eins lævís og Dan.
Haley…hvað get ég sagt? Eins og kom fram hérna áðan var hún í algeru uppáhaldi til að byrja með. Þá var hún svo frumleg og ja, skrítin að nokkru leyti. En svo tekur hún uppá því að GIFTAST Nathan…Er ég búin að segja að ég ÞOLI þau ekki sem par? Talandi um 180° persónubreytingu á einu season, þá gerðist það fyrir Haley…Mér finnst að höfundarnir hafi eyðilagt þá frumlegu persónu sem Haley var. Ég veit að Bethany Joy Lenz (leikkonan) er magnaður söngvari, og þau þurftu að tengja þetta allt við One Tree Hill Tour-inn, en það kom of mikið út í bláinn að já, hún getur semsé sungið alveg frábærlega, þegar það hafði ekki verið minnst á það einu sinni áður, fyrir utan það að hún söng fyrir Nathan einu sinni…
Góð hugmynd að greinaátaki…gaman að skrifa um þetta..
- MariaKr.