Sápan sem ég hata mest væri örugglega án efa Leiðarljós, flestir þættir sem eru í sjónvarpinu eru svona áhorfanlegir nema Leiðarljós, liggur við að ég varð þunglyndur við að reyna að horfa á þetta, þetta var svo hryllilega leiðinlegt. Svo hef ég talað við vinkonur mínar sem hafa horft á þetta og þær eru að tala um hvað einn hlutur getur gengið áfram í alveg 3 seríur. Finnst það alltof mikið.


Elskaðasta sápan, eða kannski ekki alveg elskaðasta, meira skemmtilegasta væri án efa OC. Örugglega allir hér þekkja þessar snilldarþætti. Finnst þeir svo skemmtilegir af því að bæði finnst mér vera skemmtilegar persónur í þáttunum og það er alltaf komið með nýtt og nýtt hneyksli í nærri því hverjum þætti, ég t.d. fékk bara sjokk þegar ég sá endinn á seríu nr.2, þeir sem hafa séð þáttinn vita hvað ég á við, hinir bíðið bara spennt.


Hataðasta persónan
Oliver úr OC
Shit hvað hann er bara leiðinleg persóna, ekkert af því hvernig hann fór með Marissu eða það bara hve ógeðslega undirförull hann var, svo fannst mér hann tala svo ógeðslega leiðinlega, þegar hann var í þáttunum langaði mig eiginlega bara að hætta að horfa á OC.


Elskaðasta persónan
Seth úr OC
Hann er bara eitthvað svo yndislega kaldhæðinn, ég elska kaldhæðnar persónur. Hann er liggur við alltaf með gott mótsvar við öllu og svo er hann svo hryllilega misheppnaður greyið að maður getur ekki annað gert en að vorkenna honum.