Í þessari grein ætla ég að skrifa um hvað mér finnst um persónurnar í Leiðarljósi. Að minnsta kosti þær persónur sem ég man eftir í augnablikinu..og ekki eftir stafrófsröð, þá ruglast ég bara.
Bridget Reardon: Finnst mér með eindæmum leiðinleg og hvimleit persóna. Áður en hún klippti á sér hárið fannst mér hún skemmtileg. En hún má eiga það að hún hefur haft mestu framfarirnar á árinu 1994. Ég vorkenni henni líka að þurfa að þykjast vera hætt með Dylan. maður sér alveg að það er að fara með hana. Uppáhaldsatriðið mitt með henni var þegar hún og Vanessa sömdu um forræðið.
Lucy Cooper: Hún er bjartasta vonin. (sá sem að er tengdur Harley getur ekki verið leiðinlegur) Hún var gegt glær og krakkaleg, mætti eiginlega segja heimsk þegar hún kom fyrst en hún hefur breyst síðan hún byrjaði að vinna hjá Spaulding-samsteypunni. Great job, Lucy! Uppáhaldsatriðið mitt með henni var þegar hún átti afmæli.
Jenna Bradshaw: Er án nokkurs vafa ömurlegasta og hallærislegasta persóna í GL bara ever. Hún leikur eitthvað svaðalegt fórnarlamb út af því hvernig Roger notaði hana. En þegar hún komst að öllu galleríinu hvarflaði ekki að henni í svo mikið sem sekúndubrot að skila Spaulding-fjölskyldunni fyrirtækinu. Svo þykist litli þjófurinn hafa einhverja ástæðu fyrir því að hata Alex. Hún er bara kannski eitthvað abbó því að Alex þurfti ekki að draga Roger upp að altarinu. Uppáhaldsatriðið mitt með henni var þegar hún tapaði Spaulding-samsteypunni og þegar hún sá Nadine og Buzz gifta sig. Muhaha.
Nadine Cooper: Er eiginlega aumkunarverð. Mér fannst hún samt mjög skemmtileg þegar hún hét Nadine Lewis en það hefur sko breyst! Hún er alltaf eitthvað vælandi og volandi. Er anyway mjög fegin að hún og Buzz ætli að reyna að halda hjónabandinu áfram. uppáhaldsatriðið mitt með henni var þegar hún og Buzz giftu sig.
Ed Bauer: Er leiðinlegastur. Enginn sem les þetta mun mótmæla því, það veit ég. Hann átti þessa yndislegu konu, Maureen, en hún var ekki nóg, er það? ÓNEI! Hann þurfti að halda fram hjá henni þrisvar (með Claire, blóðmóður Michelle, Holly, þeirri tík og bestu vinkonu hennar, Lillian Raines) Hann getur bara sér um kennt að hún dó. Þegar John Davis sneri aftur (nenni EKKI að fara út í smáatriðin, það þekkja allir söguna) var ég að vonast til að hann flygi fram af brúninni en Roger, fíflið holdi klætt, þurfti endilega að bjarga honum. Uppáhaldsatriðið mitt með honum var þegar hann datt næstum niður af klettinum.
Holly Norris: Hata hana meira en nokkurn annann í þættinum. Það eru svo margar ástæður fyrir því; hún er hallærisleg, ljót, leiðinleg og svo margt fleira. Og það setur náttlega punktinn yfir i-ið að hún skuli ver með Roger Thorpe, hinum sanna viðbjóði. Hvað er hún að hugsa? En yfir alt litið: hún sökkar feitt! Uppáhaldsatriðið mitt með henni var þegar hún og kærastinn voru handtekin fyrir “innbrotið” hjá Alex og co.
Alan Spaulding: Illskan uppmáluð. Hann er samt skárri en Roger á allann hátt; hann er fríðari, skemmtilegri, hann nauðgar ekki fólki og auðvitað eitt annað; hann er Spaulding og það er nóg. Uppáhaldsatriðið mitt með honum var þegar hann hótaði að drepa Roger. Það var mjög gaman að sjá glottið þurrkast af face-inu á honum. Líka þegar hann og Alex fóru að rífast í fangelsinu. Haha.
Vanessa Chamerlain: mér fanst hún alltaf gegt leiðinleg en hún hefur skánað soldið. Núna er hún eiginlega bara góð með sig. Uppáhaldsatriðið mitt með henni var þegar hún og Billy skildu.
Eve Guthrie: Er allt í lagi. Hún skiptir eiginlega engu máli núna. Samt soldið sætt að hún og Ed (sem ég hata) skildu trúlofa sig. Þegar hún réðst á Mindy var ég að vonast til þess að hún skæri hana á háls með skærunum. Uppáhaldsatriðið mitt með henni var þegar Mindy gekk inn á hana og Nick að sofa saman. Haha.
Roger Thorpe: Er hreinræktaður viðbjóður. Ég meina þegar hann nauðgaði Holly og einhverri Ritu og hvernig hann fór með Alex og stal síðan fyrirtækinu frá henni. Oj! Fannst samt gott hjá honum að nota Jennu svona illa. Uppáhaldsatriðið mitt með honum var þegar Alex lúbarði hann í trúlofunarveislunni, þegar hann tapaði Spaulding, þegar dómarinn hafnaði kröfu hans um forræði yfir Peter, þegar Alan hótaði að drepa hann og þegar hann og Holly voru handtekin fyrir “að brjótast inn á Spaulding-setrið”.
David Grant: Er voða góður og sætur í sér. Ég vorkenndi honum svoo mikið þegar hann átti að fara í fangelsi. Ég hélt actually að hann færi. Vorkenndi honum líka ógeðslega þegar Kat fór bara og dömpaði honum. Uppáhaldsatriðið mitt með honum var þegar hann var sýknaður af morðinu á Vinnie Morrison.
Blake Marler. Er sjúkleg drusla. Hún var með Alan, Phillip OG Alan-Michael. Hversu sjúkt er það? Og svaf síðan hjá unnusta móður sinnar, sick, right? Uppáhaldsatriðið mitt með henni var þegar Ross komst að því að hún hélt framhjá honum með A.M.
Ross Marler: Hef ekkert um hann að segja nema að hann er leiðinlegur. Á ekkert uppáhalds atriði með honum.
Buzz Cooper: Er alveg örugglega skemmtilegur. Á líka pottþétt að vera með Nadine. Fannst hann samt soldið undirförull og leiðinlegur þegar hann kom fyrst. Uppáhaldsatriðið mitt með honum var þegar hann og Nadine giftu sig.
Mindy Lewis: er ÖMURLEG!! Mér fannst það algjör viðbjóður hvernig hún reið manninum hennar Alex (Roger) og vogar sér svo að reyna að spila sig svo saklausa. Hún er algjör drusla og ég hata hana. Kallar sig svo eitt af “fórnarlömbum” Rogers. Mér fannst það gott að Billy skildi fara á fangelsi bara útaf henni. Hahahaha! Hún spilar sig alltaf svo saklausa og kallar aðra illmenni. Að minnsta kosti vita og viðurkenna Alex, Roger og Alan að þau eru ill en hún getur ekki viðurkennt það, litla fórnarlambið. (kaldhæðni)
svo kenndi hún Alex um það hvernig fór fyrir sambandi hennar og Nicks þarna í fyrsta skiptið. Ef að mig minnir rétt var það þá ekki HÚN sem að braust inn í skýrslurnar hanns Nick og brjálaðist svo þegar Eve gerði það mér fannst það gott hjá henni. (Eve)Uppáhaldsatriðið mitt hjáhenni var þegar Alex var nýkomin aftur í bæinn og var að hræða han á fósturlátunum.
Fletcher Reade: Er bara leiðinlegur og pirrandi. Þegar hann er langar mér mest til að fara inn í sjónvarpið og segja manninum að steinhalda kjafti eða bara gefa honu eitt nett högg í face-ið. Og þessir hlutir sem hann kallar föt (hvar fær maðurinn þetta?) þau (fötin) ætti að brenna og henda síðan öskunni á ruslahaugana bara svona til öryggis. Á sko ekkert uppáhaldsatriði með honum.
Nick Spaulding: Er ömurlegur að taka Mindy fram yfir sína eigin móður. Hvað háir manninum? Uppáhaldsatriðið mitt með honum var þegar Mindy og hann voru að rífast og það endað með því að hún skvetti á hann vatni og rauk út.
Gilly Grant: Er leiðinleg, ekkert annað. Uppáhaldsatriðið mitt með henni var þegar Alex neitaði að gefa henni WSPR.
Alexandra Spaulding: Finnst mér mjög skemmtileg. Ég held (bara svona persónulega) að hún sé ekki komin alveg yfir Roger og sé í rauninni bara að nota Fletcher til að fólk haldi að hún sé komin yfir hann. Enda þegar hann hætti með henni (Fletcher) sýndist mér hún vera meira móðguð en í einhverri svaðalegri ástasorg. Uppáhaldsatriðið mitt með henni var þegar hún niðurlægði Roger fyrir framan alla í þættinum, þegar hún hræddi Mindy á fósturlátunum, þegar hún réðst á Roger, þegar hún fékk Spaulding afur og þegar hún og Alan fóru að rífast í fangelsinu.
Patrick Cutter: Er sá eini í þættinum sem er leiðinlegri en Fletcher Reade. Á ekkert uppáhaldsatriði með honum.
Þá er það komið. Ég man ekki eftir fleirum í augnablikinu. Vonast til að fá einhver svör.