Leiðarljós: vikan og það sem er búið af þessari viku..
Á mánudaginn í síðustu viku (24/5) gerðist ekkert merkilegt, það var svooo ómerkilegt að ég man það ekki einu sinni!!Þriðjudagurinn var ekkert skárri.Á miðvikudeginum byrjaði eitthvað að gerast. Það virtist sem að lögreglufulltrúinn Patrick Cutter væri um það bil að komast að því að Alan-Michael væri í felum á ströndinni hennar Tangie.(undarlegt að enginn skyldi hafa neinar áhyggjur af Alan-Michael) Alex fékk boð frá Alan úr “fangelsinu” um að hún og allir í fjölskyldunni skyldu koma og heimsækja hann í fangelsið. Alex varð mjög spennt og hlakkaði til að hitta hann. Allir hinir voru á öðru máli. Hún ákvað líka (með samþykki Mindyar) að gera Nick að forstjóra Spaulding-samsteyunnar bara svo að Alan myndi ekki koma heim að auðum forstjóra stóli. Enginn vildi í rauninni fara með en hún dró þau öll með (nema Ben, Fletcher harðneitaði því að sonur hans myndi fara að heimsækja Alan af öllum í fangelsið). Svo fóru þau og þá laumaðist Susan, aðstoðarmaður Alans, inni í húsið ásamt einhverjum gervi þjónum (því að Alan hafði sent eitthvað gerviboðskort til Holly og Rogers um að Alex hefði verið að bjóða þeim til sín í mat, já einmitt það myndi eitthvað fara að gerast)Susan og Alan grófu upp einhverja mynd af Alax og Roger frá því að þau voru gift og settu hana í peningaskápinn. Ben var látinn vera í pössun hjá Bill sem var að fara út með Michele og hann þurfti að koma með. Bill varð fúll og gabbaði hann til að fara burt. Holly og Roger fóru heim til Alex og voru hissa á því að sjá að enginn var heima. Þau fóru inn í lesherbergið (þar sem að hinn heilagi peningaskápur er) og biðu eftir að einhver kæmi. Á meðan fóru hin í fangelsið.Þau voru látin bíða læst inni í fangaklefunum hans Alans (þá fór þeim fyrst að finnast þetta eitthvað grunsamlegt). Alex var sú eina sem hélt ró sinni og fór að róta í draslinu hans Alans. Holly og Roger biðu í lesherberginu og svo kom einhver þjónn/bryti (Donna og Ginger fóru með í fangelsið) og laug að þeim að Alex væri uppi að taka sig til. Loksins kom svo fangavörðurinn aftur og vísaði þeim inn í eitthvað herbergi með borðtennisborði. Þar biðu þau í talsverðan tíma og svo gafst Alex upp og sagði: “Ég er búin að bíða hérna nógu lengi og láta gera mig að fífli. Þegar bróðir minn kemur, hvar í andskotanum sem hann nú er, þá geturu sagt honum mjög kurteisislega að fara til helvítis.” Svo ætlaði hún að fara að strunsa út og gekk þá beint í flasið á Alan. Hún var mjög ánægð að sjá hann og faðmaði hann fast að sér. Á meðan á Spaulding-setrinu biðu Holly og Roger og biðu og biðu. Að lokum fékk Roger nóg og ætlaði að æða upp til Alex en þjónninn reyndi að stoppa hann en Roger rotaði hann og æddi upp með Holly í eftirdragi. Hann bankaði mikið á hurðina en æddi svo bara inn. (föt lágu á víð og dreif og það leit út fyrir að Alex og einhver annar aðili hefðu verið að gera eitthvað frekar óviðeigandi þarna inni)Roger varð fúll og sagði Holly að bíða þarna á meðan hann myndi leita að Alex. Á meðan í fangelsinu tilkynnti Alax að hún ætlaði að gera Nick að forstjóra Spaulding. Alan varð greinilega ógeðslega reiður og hann og Alex byrjuðu að rífast um eitthvað sem að skipti mjög litlu máli. Hann sagði eitthvað um að þegar Alex hefði verið í Evrópu hefði hún ekki verið að skoða Dómkirkjur og söfn heldur svefnherbergi ýmsra tónlistarmanna. Alex blóðroðnaði einsog einhver smástelpa og vissi ekkert hvað hún átti að segja. Þau ákváðu að fara heim. Roger kom aftur inn til Holly og sagði að Alex væri hvergi sjáanleg. Þau ákváðu líka að fara en gengu beint í flasið á Ben. Þau fullyrtu að Alex hefði boðið þeim í mat en hann náði ekki að mótmæla því, vegna þess að þau fóru. Þau fóru niður í lesherbergið til að ná í töskuna hennar Holly en sáu að glugginn varð galopinn og peningaskápurinn líka (Susan hafði hringt og þóst vera nágranni og tilkynnti innbrot) Holly fann myndina af Alex og Roger og ég held að hún hafi orðið dálítið afbrýðisöm. Síðan koma þau öll ú fangelsinu og standa eitthvað í forstofunni og talan eitthvað saman. Síðan ákveður Alex að fara upp að sofa. Nokkrum mínútum heyrist eitthvað skaðræðis öskur af efri hæðinni og Mindy, Nick og Fletcher þjóta upp. Þá var látið líta út sem að Holly og Roger hefðu verið að gera eitthvað óviðeigandi inn í herbergi Alex. Alex sér svo að bíllinn þeirra er fyrir utan og leggur tvo og tvo saman. Hún þýtur niður í lesherbergið og kemur að þeim að róta eitthvað í peningaskápnum. Svo var þátturinn búinn. Ég get ekki beðið eftir því að sjá hvað Alex gerir.