Ég ætla að segja í aðalatriðum hvað er búið að vera að gerast í vikunni…
Karl fannst hann fastur í sambandinu með Izzy fyrst að hún á von á barni. Boyd sagði Sky frá því að Izzy væri ólétt og Sky gat ekki hamið sig yfir að gera ósnyttilegar athugasemdir við Izzy um barnið og börn. Izzy rak Sky og tilkynnti síðan allri kaffistofunni að hún og Karl ættu von á barni. Karl var bálreiður yfir því að hún hefði sagt öllum það. Izzy sagði honum að hann yrði að fara að sanna traust sitt fyrir henni og barninu og segja Susan frá barninu.
Lil var alveg viss um að Dave væri að halda framhjá henni og byrjaði að henda dótinu hans fram af svölunum, á sama tíma var verið að dæma Ramsay-Street fyrir “bestu götuna”. Dave sagði henni síðan sannleikann um að konan sem hún hefði séð hann með væri einkaþjálfarinn hans. Sky og Scott fengu bæði viðtal fyrir listastyrkinn. Sky var viss um að viðtalið gengi vel en Scott var hræddur um að gera sig að fífli.
Izzy varð hrædd þegar Karl sagði henni að honum fyndist hann vera fastur í sambandi þeirra. Greinin hennar Libby var birt og Izzy varð brjáluð. Libby neitaði að biðja Izzy fyrirgefningar vegna greinarinnar og sagði að þetta væri ekki um hana.
Karl sagði Susan að Izzy væri ólétt og að hann væri faðirinn. Susan varð brjáluð og bað hann um að fara. Hún elti hann síðan út á götu og öskraði og æpti á hann fyrir framan alla.
Darren og Libby fundu fyrir straumum á milli þeirra. Darren sagði Lou að ástæðan fyrir því að hann hefði komið aftur væri til að vinna hjarta Libby aftur.
Lou hélt að það væri verið að brjótast inn til hans og kallaði á Stuart til að kíkja á það fyir hann. Inbrotsþjófurinn var Valda, sem sagði honum að hún væri kaupandinn á húsinu og hún væri komin til að vera.
Libby sagði Karl að hún vildi aldrei sjá hann aftur. Karl var eyðilagður yfir því. Izzy sagði honum að hafa ekki áhyggjur því að bráðum fengi hann nýja fjölskyldu til að elska. Karl var reiður við Izzy yfir því að hún héldi að hann gæti bara skilið börnin sín og Susan eftir og hætt að hugsa um þau og elska.
Izzy fékk samviskubit og reyndi að laga ástandið með því að strjúka í burtu. Hún skildi eftir miða handa Karl sem stóð í að hann ætti ekki að reyna að finna hana. Sindi fékk viðtal við ritstjóra bæjarblaðsins um að gera stjörnuspánar í blaðinu. Toadie hélt að það væri sjálfsagt að hún myndi flytja inn til hans en Sindi neitaði og sagði að hún vildi ekki flýta sér í hlutina.
Séra Tom ákvað að vera hreinskilinn við sjálfan sig og Susan. Hann sagði henni að hann bæri tilfiningar til hennar. Þau kysstust en kossin var truflaður þegar Sindi kom heim. Jack var að klúbbarölta meira með Olivu og síðar kom í ljós að Olivia hélt að Jack væri hommi.
Max var hissa á að heyra að Izzy hefði strokið en Steph var ekki alveg viss um ástæðu Izzy.
Izzy hringdi í Hoyland fjölskylduna til að láta þau vita að það væri allt í lagi með hana. Boyd og Summer voru glöð að heyra frá henni en urðu svo miður sín þegar hún vildi ekki segja þeim hvar hún væri.
Jack var meira á klúbbarölti með Oliviu, sem reyndi að tæla Jack til að vera með henni um nóttina. Jack neytaði því eftir að hann mundi hverju hann lofaði Lyn.
Sky trúði ekki að Scott hefði fengið viðtal fyrir listastyrkinn. Viðtalið hans Scott gekk illa en Sky viðtal gekk vel. Sjálfstraust Scott var eiginlega ónýtt þangað til að Toadie gaf honum nafnið Stringray. Toadie, Connor og Stuart voru spenntir yfir að hafa verið fyrstir til að bjóða í húsið. Lou neitaði boðinu en vildi svo taka því aftur seinna þegar hann fattaði að gjöldin voru byrjuð að hækka, þá neituðu þeir tilboðinu því að þeir vissu að Lou væri að hugsa um gjöldin og ætluðu að bjóða minna í það seinna.
Þetta er svona aðalatriðin sem gerust í vikunni.