Ég verð að segja að það hafi verið þegar Oliver Trask kom inn í þættina. Mér fannst svo pirrandi að horfa á þetta þá því mér fannst Marissa svo sjónlaus að sjá ekki að hann var bara að ofsækja hana… Og það var svo óþolandi þegar Ryan reyndi að segja Marissu að Oliver væri ekki eins og aðrir en hún trúði honum aldrei og hætti svo með honum. En mér var svo létt þegar það komst upp um Oliver og allt þetta hætti.. En þetta tímabil myndi ég helst vilja hraðspóla yfir..
Og þegar Seth var með Önnu og Summer á sama tíma (í þakkargjörðar þáttinum) þá lokaði ég nú bara augunum þegar þær sáu hvora aðra og fóru að rífast , og það var ekki þægilegt að horfa á þetta því maður vorkenndi svo Seth og Stelpunum að lenda í þessu!
En þetta eru atriðin í The O.C. sem ég vildi helst hraðspóla yfir :P annað vandæðalegt en hitt bara ÓÞOLANDI!! ég held að nokkrir séu samála mér með það ..:P
Og eitt í viðbót ;) Mér finnst þessi átök sniðug..gaman að gera eitthvað svona til að virkja áhugamálið ;)
"Reading is one form of escape. Running for your life is another."