Kæru sápuunnendur og aðrir Huganotendur
Eins og mörg ykkar vita hefur staðið yfir greinaátak á sápuáhugamálinu undanfarnar tvær vikur. Það fólst í því að notendur skrifuðu mislangar greinar um sínar uppáhalds persónur í einhverri sápu. Inn bárust nokkrar mjög fínar greinar og fyrir hönd þeirra sem lásu og höfðu gaman að vil ég þakka höfundum kærlega fyrir skemmtilegt lesefni.
Nú hefst á áhugamálinu nýtt átak sem ég kýs að kalla Sápukúlur eða perlur. Nú langar mig að biðja þá sem hafa áhuga á að skrifa um eftirminnilegustu og áhrifamestu atvikin í sinni uppáhalds sápu. Þetta getur verið t.d. um þegar einhver slasast, deyr, giftir sig eða eitthvað annað eftirminnilegt. Þetta þarf ekki endilega að vera nýlegt heldur eitthvað sem þið munið eftir að hafa séð. Athugið að það er í lagi að skrifa um fleiri en einn atburð. Til gamans mætti finna myndir af persónunum sem um ræðir eða einhverjar heimildir um atburðinn á vefnum, en það er ekki nauðsynlegt. Þeir sem kjósa að nota efni af vefnum eru vinsamlegast beðnir um að geta heimilda. Endilega verið ekki hrædd og sendið nú inn smá grein, lágmark ca. 300 orð.
Átakið mun standa út mars og ég vona að við fáum nú eitthvað skemmtilegt að lesa um sápurnar okkar yfir páskana.
Endilega skellið ykkur í að skrifa, ég og vafalaust fleiri hlökkum til að lesa.
Karat