Þar sem ég svaraði könnuninni játandi þá er ekki úr vegi að skrifa smá um mínar uppáhalds, en þar sem ég er forfallin sápufíkill á ég uppáhaldspersónu í öllum sápunum … :-)
Minn uppáhalds nágranni er því miður ekki á skjánum lengur … það var hann Lance Wilkins sem bjó til að byrja með á nr 32 með mömmu sinni Ruth og tvíburasystur Anne. En flutti síðar inn á nr. 33 og bjó þar með Toadie og Joel.
Lance var soldill nörd en alveg frábærlega fyndinn og skemmtilegur karakter. Hann átti í erfiðleikum í kvennamálunum og var því oftar en ekki laus og liðugur. Hans ástríða í lífinu var öðru fremur Star Trek, og mátti meira að segja stundum sjá hann í fullum skrúða á leið á ráðstefnur :-) Það var einmitt á einni slíkri sem hann hitti sálufélagann og að því er ég best veit eiga þau að vera að lifa „happily ever after“ fjarri Ramseygötu … (Hann fór þegar áhorf mitt var mjög stopult svo ef að þetta er misskilningur hjá mér þá endilega ekki leiðrétta mig ef að hann fór undir einhverjum sorglegum og leiðinlegum kringumstæðum…)
Minn uppáhalds Springfieldbúi er reyndar enginn einn … ég er í rauninni brjálaður aðdáandi allra Spauldinga (lít ekki á Nick sem alvöru Spaulding og hann er því ekki tekinn með!) …
Ber þó fyrst að nefna Phillip, sem nú er fluttur frá Springfield og ég bíð spennt eftir að komi aftur … mikið hefur gengið á í hans lífi, fjórgiftur, eins barns faðir. Hann var ættleiddur inn í Spaulding fjölskylduna af Alan Spaulding, er því líffræðilegur Marler. Hann er nú giftur Beth og á með henni litlu Lizzie. Besti vinur hans er Rick, en þeir tveir Mindy og Beth mynduðu eitt sinn skytturnar fjórar sem brölluðu margt saman. Phillip er mjög skemmtileg persóna sem alltaf er eitthvað í gangi í kringum og setur því alltaf sinn svip á Leiðarljósið, hann er þó einn af góðu Spauldingunum sem aldrei gera flugu mein … amk ekki viljandi!
Alan (sem er að koma aftur!!!) er ólíkt Phillip táknmynd illskunnar í Springfield … allt sem hann gerir kemur öðrum illa og það er það sem gerir hann svona æði skemmtilegan … Það verður bara að segjast eins og er að í illmennsku kemst Roger ekki með tærnar þar sem Alan hefur hælana … af afrekum hans á því sviðinu má nefna að hann réð leigumorðingja til að drepa son sinn, gerði heiðarlega tilraun til að drepa Blake sem hann hafði upphaflega borgað til að vera með syni sínum, falsaði fæðingarvottorð Möruh og falsaði dánarvottorð Beth svo FÁTT eitt sé nefnt … það eru því bjartir tímar fram undan :-)
Alexandra er ekki síður skemmtileg en Phillip og Alan … hún hikar ekki við að gera öðrum illt en oftast eru þó mjög góðar ástæður að baki, auk þess sem að illvirki hennar komast ekki í hálfkvisti við td Alans. Það verður þó að segjast eins og er að eftir að skipt var um leikkonu þá hefur persónan dalað en engu að síður get ég ekki ímyndað mér Springfield án hennar … ég var alveg að farast úr söknuði þegar að hún var týnd í Asíu!
Síðastan er að nefna Alan Michael … hann er soldið mistækur greyið (mætti kannski segja að ástæða þess að hann er í uppáhalds flokknum mínum sé að ég vorkenni honum svo mikið!) en ólíkt því sem sumir (td Nick) virðast halda þá er hann algjört gæðablóð og er langt í frá að vera svikult illfygli … ég meina stundum gerir hann hluti sem hann ætti að láta ógerða en iðulega sýnir hann eftirsjá og bætir fyrir misgjörðir sínar … sem er nú annað en margir aðrir … en núna er ég þó aðallega fúl við hann fyrir að vera að eltast við Eleni, og ekki vegna þess að ég vilji sjá hana og Frank í eilífri sælu heldur vegna þess að ég vil sjá Alan Michael og Lucy saman aftur! … en það virðist ekkert vera að fara að gerast á næstunni :-(
Minn uppáhalds ibúi í Tree Hill er Brooke … hún hefur allt til að bera til þess að vera manns uppáhald … hún setur óneitanlega skemmtilegan blæ á þættina með uppátækjum sínum og hnyttnum athugasemdum … þegar að Lucas og Peyton stungu hana í bakið gat maður ekki annað en fundið til með henni því sú sem í fyrstu hafði virst vera algjör bitch reyndist inn við beinið ósköp sæt og góð :-) … þannig að ég á mér leyndan draum um að hún og Lucas endi saman …
Minn uppáhalds OC-ari er náttúrulega og auðvitað Seth Cohen (hver annar?!?) … það sem gerir hann að skemmtilegustu persónu OC er að sjálfsögðu hve fyndinn hann er! Einu mátti alltaf ganga að vísu meðan OC var á skjánum og það var það að Seth fengi mann til að brosa breitt og jafnvel stundum veltast um af hlátri :-) Svo nú vonar maður bara að Summer sjái að sér og byrji með honum að nýju svo að hann þurfi ekki að vera að veltast um í einhverju volæði … eins og staðan var í lok seríunnar síðustu …
Mín uppáhalds persóna í Glæstum er svo Brooke Logan Forrester … og sem betur fer er hún loksins HÆTT að vera að reyna að næla í Ridge … hún er of góð fyrir hann, helvítis svínið! Bara vonandi að hún finni hamingjuna með Thorne, þau eiga það bæði skilið :-) En kannski er hún uppáhaldið mitt af svipuðum ástæðum og AM er það … maður kemst ekki hjá því að halda með „litla manninum“, henni er alltaf kennt um allt sem illa fer og allir hata hana … en hún hefur sjaldnast verið í órétti í því sem hún hefur gert og oft hafa hlutirnir ekkert verið henni að kenna frekar en öðrum!
En þetta eru mínar uppáhalds uppáhöld :-)