Daginn.
Ég tók eftir því að margir hafa misst af mörgum þáttum og hér með ætla ég að hjálpa ykkur :)
Connor fékk óvænta heimsókn um daginn.
Hann og Shell voru að gista á hóteli og voru eitthvað að grínast um hve mikið þau elskuðu hvort annað og Shell sagði að ef hann elskaði hana myndi hann fara og borga herbergið málaður. Þegar þau voru komin niður og voru að fara borga morguninn eftir stóð ung stúlka með grátandi barn þarna. Hún snéri sér við og allir sáu að þetta var Lori. Lori átti að hafa farið til Nýja Sjálands til foreldra sinna og ætlaði í fóstureyðingu. Hún hefur augljóslega ákveðið annað og átt barnið sem er stúlka og heitir Maddy. Shell var að fara á taugum útaf hún hélt að Lori væri komin til að biðja hann um að stofna fjölskyldu með sér og jafnvel giftast sér en það fór á annan veg. Hún vill ekkert með Connor gera, henni langaði bara að kynna honum fyrir dóttur sinni og spyrja hann hvort hann vildi ekki taka einhvern þátt í lífi hennar. Svo fór hún að hitta vinkonur sínar og sagðist koma aftur eftir um viku.. Verður gaman að sjá hvernig það fer.
Jack sagði við Lori að hann myndi alltaf standa hjá henni og hjálpa henni en hvort hann sé bara að reyna taka upp sambandið á ný við hana það held ég.
Shell ákvað að fara ekki aftur til New York og hún og Connor eru trúlofuð í leyni. Það er enginn ánægður með það nema Lyn, og það er víst bara útaf því að hún vill hafa Shell hjá sér.
Steph bað Max hérna um daginn og héldu trúlofunarveislu á kránni. Í þeirri veislu rifust Karl og Gus um Izzy og Lyn þorði ekki að segja Susan það og þegar hún sagði henni það þá reiddist Susan og sagði að þetta kæmi henni ekkert við.
Max neitaði Summer um að fá hvolp og hún fór og bað Gus um hvolp og hann gaf henni hvolp. Þegar þau voru að rífast var Max að reyna að festa peru í ljós og datt úr stiganum og meiddi sig í bakinu. Summer sagðist hata hann fyrir að leyfa sér ekki að fá hvolp. Gus ætlar að hafa hvolpinn sem hann gaf Summer á kránni hjá sér og Summer ætti bara að reyna aftur seinna. Summer sagði líka að hún vildi óska þess að Gus væri pabbi sinn en ekki Max. Er þetta ekki það sem að Gus er búinn að vera reyna allan tímann?
Gus og Izzy eru byrjuð almennilega saman núna og eru að leita sér að íbúð saman.
Scott er byrjaður að reyna að læra (ég held að það sé bara til að heilla Serenu) hjá Susan og borðar grænmetið sem hún gefur honum. Hann er samt alltaf jafn ofvirkur og fer alltaf jafn mikið í taugarnar á mér. Hann reyndi að fara með Serenu í lautarferð í þættinum í gær og það endaði víst ekki vel þar sem að hún lét eins og hún þorði ekki að láta sig sjást með honum.
Fyrr í þættinum var hann á coffieshop og Horold labbaði óvart á hann og lamdi niður flöskunni hans og hann fékk sér nýja og fór bak við og náði í tusku til að þrífa þetta upp. Harold hafði tekið 200$ til að kaupa afmælisgjöf handa Lolly og Izzy sá Scott labba burt frá kassanum og hélt að hann hafi stolið peningnum. Susan sagði að hann hefði alls ekki gert það og það reyndist vera rétt þegar Harold sagði þeim frá þessu og Izzy skammaðist sín agalega. Gott á hana segi ég nú bara..
Lou er í alvarlegum peningavandamálum eins og flestir vita og tapaði öllu saman. Hann stakk af og skildi símann sinn eftir. Á miðri leið varð bíllinn bensínlaus og hann skildi hann eftir. Hann komst að því að John Allen hafði flutt með Lolly og Lou endaði með því að týnast í skóginum. Hann datt niður brekku og gat ekki hreyft sig. Hann hafði séð sýnir og flestar með Völdu. Hann komst að því að ef hann hefði ekki neitað Völdu hefði hann aldrei lent í þessum vandræðum. Eftir að hafa legið í skóginum nokkra daga fannst hann og var lagður inná spítala. Hann lét Rocco fá bílinn sinn og vonum nú til þess að Rocco láti hann vera…
…Vonum líka að Rocco geri ekkert alvarlegt við Toadie en hann komst að því að Sindi og Toadie væru saman og ætlar að gera eitthvað við hann. Fáum að sjá það í þættinum í dag.
Sky fann kallinn sem drap móður hennar og elti hann. Hún réðst á hann og öskraði og grét. Kallinn sagði henni svo að hann gæti ekki hætt að hugsa um þetta og myndi aldrei fara á andarveiðar aftur.
Sky var alveg ónýt eftir þetta og Boyd reyndi margt til að gera hana ánægða t.d. baka súkkulaði handa henni. Hún litaði hárið sitt ljóst eins og hún er í alvörunni. Hennti fötunum sem einkenndu hana svo mikið og byrjaði að breytast í þessa venjulegu unglingsstúlku. Ég er ekki sátt við þetta útaf mér líkaði við Sky vegna hversu öðrvísi hún var, ég á samt ekki eftir að hætta að hafa hana í uppáhaldi en gaman verður að fylgjast með hvernig þetta fer - sérstaklega í skólanum eftir páskafríið sem þau eru í.
Boyd veit samt ekkert hvað hann á að gera og tók fötin hennar og faldi þau einhvern staðar t.d.
Lyn flutti heim til Susan með alla fjölskylduna á meðan Sindi var að klára húsið. Svo þegar húsið var búið fengum við að sjá hve glæsilegt það er.
Susan fór á stefnumót með Brent (minnir að hann heiti það) og þau fóru í spurningarkeppni á kránni og unnu kvöldmat á hótelinu og það endaði með því að hún bauð honum að gista heima hjá sér. Hann gisti samt bara í gestaherberginu ;)
Karl reyndi þá hið sama og einhvern kona sem vinnur á spítalanum bauð honum út og þau fóru út að borða saman. Það endaði ekki alveg eins vel og eftir að hann hafi verið að klósettinu í 10. mín þá fór hún og sagðist ekki geta hangið með svona manni.
Ég held að þetta sé nóg til að geta horft á næstu þætti :) Takk fyrir mig og vonandi var þetta fróðlegt fyrir ykkur.
sugnaks.